Erlent

Nashyrningskýrin Nóla dauð

gunnar reynir valþórsson skrifar
Nóla var ein af aðeins fjórum hvítum nashyrningum af þessari tilteknu ætt sem finnast á jörðinni.
Nóla var ein af aðeins fjórum hvítum nashyrningum af þessari tilteknu ætt sem finnast á jörðinni. vísir/afp
Enn fækkar fáliðuðum hópi hvítra norðurnashyrninga eftir að nashyrningskýrin Nóla drapst í dýragarðinum í San Diego í Bandaríkjunum í gær. Nóla var ein af aðeins fjórum hvítum nashyrningum af þessari tilteknu ætt sem finnast á jörðinni. Hinir þrír eru á verndarsvæði í Kenýa.

Nóla var rúmlega fertug að aldri sem eru efri mörk meðalaldurs nashyrninga og voru dánarorsakir eðlilegar. Hvíti norðurnashyrningurinn er önnur tveggna undirtegunda hvíta nashyrningsins. Suður nashyrningnum vegnar betur og fjölgar honum nú ár frá ári eftir að hafa verið í mikilli útrýmingarhættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×