Erlent

Mauricio Macri nýr forseti Argentínu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
vísir/afp
Íhaldsmaðurinn Mauricio Macri fór með sigur af hólmi í seinni umferð forsetakosninganna í Argentínu sem fram fóru í gær. Macri fékk fimmtíu og eitt og hálft prósent atkvæða en mótframbjóðandinn, Daniel Scioli, náði 48,5 prósentum. Þetta er í fyrsta sinn í rúman áratug sem hægrimenn fara með sigur af hólmi í Argentínu en flokkur Perónista hefur stjórnað landinu síðastliðin tólf ár.

Niðurstöðurnar koma nokkuð á óvart en Macri, sem er borgarstjóri Buenos Aires, var töluvert á eftir Scioli í fyrri umferð kosninganna. Scioli náði þó ekki meirihluta og því þurfti að kjósa aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×