Nemendur, fjölskyldur þeirra, kennarar, starfsfólk skólans og allir aðrir sem vilja vera með taka í prjónana og í dag komu nemendur með vinum og vandamönnum í skólann til að prjóna.
Verkefninu lýkur svo á því að 5. og 6. bekkur merka og pakka húfunum í byrjun desember en skólinn er kominn með tengilið í Vínarborg í Austurríki sem mun hafa milligöngu um að deila út húfunum.
Nánari upplýsingar um verkefnið Hlýjar hugsanir má nálgast á vef skólans og á Facebook-síðu þess.
