Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2015 18:37 Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða í óbreyttri mynd um ófyrirsjáanlega framtíð eða þar til önnur lausn finnist á flugvallarmálum fyrir borgina. Það sé vont að djúpstæður ágreiningur ríki um málið milli borgarinnar og ríkisins og kannski best að skorið verði úr um málið fyrir dómstólum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra skrifaði borgarstjóra bréf í gær þar sem hún ítrekaði að ríkið ætti Reykjavíkurflugvöll og tilkynnti að ekki stæði til að loka minnstu flugbraut flugvallarins. Borgin hefur hins vegar gefið út framkvæmdaleyfi á Hlíðarenda samkvæmt deiliskipulagi þar sem Valsmenn hf. fyrirhuga um 600 íbúða byggð sem myndi skarast við aðflug að flugbrautinni. „Við erum ekki búin að taka neina stjórnvaldsákvörðun um að loka þessari flugbraut. Brautin er hluti af Reykjavíkurflugvelli. Þetta mál er eins og allir sjá hefur verið í miklum ágreiningi milli ríkis og borgar og það er auðvitað mjög vont fyrir alla. En ég held að það þýði heldur ekki að horfa framhjá því að svona er ekki hægt að halda áfram,“ segir Ólöf. Innanríkisráðuneytið beri ábyrgð á innanlandsfluginu og það verði að vera tryggt til einhverrar framtíðar. Þá verði að ríkja vissa um að ákvarðanir sem teknar séu hafi ekki áhrif á öryggi flugvallarins til lengri tíma. Það komi ekki til greina að innanríkisráðuneytið taki skref til að draga úr örygginu.Vísir/VilhelmRáðuneytið er ekki að brjóta samkomulag við borginaEn hvað með þetta samkomulag sem borgin vísar til frá árinu 2013, teljið þið að ekki sé verið að brjóta gegn því með þessari ákvörðun?„Nei, við teljum að það sé yfirlýsing í tengslum við annað samkomulag sem felur ekki í sér bein réttaráhrif. Heldur þurfi ýmislegt annað að koma til svo af því hefði getað orðið og sú staða er ekki komin upp ennþá,“ segir innanríkisráðherra. Lengi var beðið eftir niðurstöðu Rögnunefndarinnar svo kölluðu sem komst að þeirri niðurstöðu að besti kosturinn í stöðunni væri að byggja flugvöll í Hvassahrauni. Ólöf segir alla gera sér grein fyrir að flugvöllur rísi ekki þar á næstunni miðað við aðstæður. En skipulag Reykjavíkurflugvallar gildir aðeins til 2022, eða næstu sjö árin. „Ég sé bara fyrir mér að það skiptir auðvitað mjög miklu máli að einhverntíma sé hægt að ná einhverri niðurstöðu sem er raunhæf. Það er náttúrlega alveg óraunhæft að ætla að innanlandsflugið gufi einhvern veginn bara upp á einhverjum tilteknum degi.,“ segir Ólöf.Og á meðan enginn annar flugvölur er kominn er það þín skoðun að flugvöllurinn verði óbreyttur þar sem hann er?„Já það er mín skoðun,“ ítrekar innanríkisráðherra. Hún segir ráðuneyti sitt hafa varað borgina við að gefa út bygginga- og framkvæmdaleyfi áður en niðurstaða fengist í málið, sem borgin ætlar nú með fyrir dómstóla. „Það er ekki gott að til þessa sé komið. En á móti má segja að það blasir við öllum íbúum á Íslandi að þarna ríkir djúpur ágreiningur. Þegar svo er komið er kannski ágætt að lögsagan taki við,“ segir Ólöf Nordal. Tengdar fréttir Segja útgáfu á byggingarleyfum „á ábyrgð og áhættu Reykjavíkurborgar“ Í bréfi Innanríkisráðuneytisins segir að óraunhæft sé að ætla annað en að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni í næstu framtíð. 19. nóvember 2015 16:56 Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30 Segir innanríkisráðherra tefja uppbyggingu nýrra íbúða Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sakaði innanríkisráðherra á Alþingi í dag um að draga lappirnar varðandi málefni Reykjavíkurflugvallar. 16. nóvember 2015 20:00 Kúvending í afstöðu ríkisins Ólöf Nordal neitar að loka flugbraut 06/24 eins og Reykjavíkurborg fer fram á. Borgin hefur því ákveðið að stefna ríki vegna vanefnda á gerðum samningum. Framkvæmdir Valsmanna tefjast. 20. nóvember 2015 07:00 Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. 19. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Sjá meira
Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða í óbreyttri mynd um ófyrirsjáanlega framtíð eða þar til önnur lausn finnist á flugvallarmálum fyrir borgina. Það sé vont að djúpstæður ágreiningur ríki um málið milli borgarinnar og ríkisins og kannski best að skorið verði úr um málið fyrir dómstólum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra skrifaði borgarstjóra bréf í gær þar sem hún ítrekaði að ríkið ætti Reykjavíkurflugvöll og tilkynnti að ekki stæði til að loka minnstu flugbraut flugvallarins. Borgin hefur hins vegar gefið út framkvæmdaleyfi á Hlíðarenda samkvæmt deiliskipulagi þar sem Valsmenn hf. fyrirhuga um 600 íbúða byggð sem myndi skarast við aðflug að flugbrautinni. „Við erum ekki búin að taka neina stjórnvaldsákvörðun um að loka þessari flugbraut. Brautin er hluti af Reykjavíkurflugvelli. Þetta mál er eins og allir sjá hefur verið í miklum ágreiningi milli ríkis og borgar og það er auðvitað mjög vont fyrir alla. En ég held að það þýði heldur ekki að horfa framhjá því að svona er ekki hægt að halda áfram,“ segir Ólöf. Innanríkisráðuneytið beri ábyrgð á innanlandsfluginu og það verði að vera tryggt til einhverrar framtíðar. Þá verði að ríkja vissa um að ákvarðanir sem teknar séu hafi ekki áhrif á öryggi flugvallarins til lengri tíma. Það komi ekki til greina að innanríkisráðuneytið taki skref til að draga úr örygginu.Vísir/VilhelmRáðuneytið er ekki að brjóta samkomulag við borginaEn hvað með þetta samkomulag sem borgin vísar til frá árinu 2013, teljið þið að ekki sé verið að brjóta gegn því með þessari ákvörðun?„Nei, við teljum að það sé yfirlýsing í tengslum við annað samkomulag sem felur ekki í sér bein réttaráhrif. Heldur þurfi ýmislegt annað að koma til svo af því hefði getað orðið og sú staða er ekki komin upp ennþá,“ segir innanríkisráðherra. Lengi var beðið eftir niðurstöðu Rögnunefndarinnar svo kölluðu sem komst að þeirri niðurstöðu að besti kosturinn í stöðunni væri að byggja flugvöll í Hvassahrauni. Ólöf segir alla gera sér grein fyrir að flugvöllur rísi ekki þar á næstunni miðað við aðstæður. En skipulag Reykjavíkurflugvallar gildir aðeins til 2022, eða næstu sjö árin. „Ég sé bara fyrir mér að það skiptir auðvitað mjög miklu máli að einhverntíma sé hægt að ná einhverri niðurstöðu sem er raunhæf. Það er náttúrlega alveg óraunhæft að ætla að innanlandsflugið gufi einhvern veginn bara upp á einhverjum tilteknum degi.,“ segir Ólöf.Og á meðan enginn annar flugvölur er kominn er það þín skoðun að flugvöllurinn verði óbreyttur þar sem hann er?„Já það er mín skoðun,“ ítrekar innanríkisráðherra. Hún segir ráðuneyti sitt hafa varað borgina við að gefa út bygginga- og framkvæmdaleyfi áður en niðurstaða fengist í málið, sem borgin ætlar nú með fyrir dómstóla. „Það er ekki gott að til þessa sé komið. En á móti má segja að það blasir við öllum íbúum á Íslandi að þarna ríkir djúpur ágreiningur. Þegar svo er komið er kannski ágætt að lögsagan taki við,“ segir Ólöf Nordal.
Tengdar fréttir Segja útgáfu á byggingarleyfum „á ábyrgð og áhættu Reykjavíkurborgar“ Í bréfi Innanríkisráðuneytisins segir að óraunhæft sé að ætla annað en að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni í næstu framtíð. 19. nóvember 2015 16:56 Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30 Segir innanríkisráðherra tefja uppbyggingu nýrra íbúða Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sakaði innanríkisráðherra á Alþingi í dag um að draga lappirnar varðandi málefni Reykjavíkurflugvallar. 16. nóvember 2015 20:00 Kúvending í afstöðu ríkisins Ólöf Nordal neitar að loka flugbraut 06/24 eins og Reykjavíkurborg fer fram á. Borgin hefur því ákveðið að stefna ríki vegna vanefnda á gerðum samningum. Framkvæmdir Valsmanna tefjast. 20. nóvember 2015 07:00 Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. 19. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Sjá meira
Segja útgáfu á byggingarleyfum „á ábyrgð og áhættu Reykjavíkurborgar“ Í bréfi Innanríkisráðuneytisins segir að óraunhæft sé að ætla annað en að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni í næstu framtíð. 19. nóvember 2015 16:56
Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30
Segir innanríkisráðherra tefja uppbyggingu nýrra íbúða Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sakaði innanríkisráðherra á Alþingi í dag um að draga lappirnar varðandi málefni Reykjavíkurflugvallar. 16. nóvember 2015 20:00
Kúvending í afstöðu ríkisins Ólöf Nordal neitar að loka flugbraut 06/24 eins og Reykjavíkurborg fer fram á. Borgin hefur því ákveðið að stefna ríki vegna vanefnda á gerðum samningum. Framkvæmdir Valsmanna tefjast. 20. nóvember 2015 07:00
Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. 19. nóvember 2015 13:47