Góð mamma gæti helst breytt mannkyninu Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. nóvember 2015 09:00 Hugleikur ólst upp í leikhúsinu, þar sem hann fylgdist með mömmu sinni semja og skrifa. Vísir/Ernir Mæðginin Hugleikur Dagsson, höfundur og teiknari, og Ingibjörg Hjartardóttir hafa bæði verið iðin við útgáfu undanfarin ár. Ingibjörg er menntaður bókasafnsfræðingur, en hefur ekki starfað sem slíkur í föstu starfi undanfarinn áratug, heldur hefur hún aðallega fengist við ritstörf – samið skáldsögur og leikrit, meðal annars fyrir áhugaleikhópinn Hugleik allt frá árinu 1986. Hugleik Dagsson þarf vart að kynna, en hann hefur farið mikinn með uppistandi sínu, bókum og verkum undanfarin ár. Bæði gefa þau út bók þessi jólin, Ingibjörg skáldsöguna Fjallkonuna en Hugleikur myndasöguna Mömmu. „Hugleikur, mundu að taka með þér þvottinn úr bílnum þegar við förum.“ Það er Ingibjörg, móðir Hugleiks, sem hefur orðið. Hugleikur hlær og áréttar við blaðamann að línan verði höfð inni. Hugleikur: „Ég hef reyndar ekki lesið allar bækurnar hennar mömmu.“ Ingibjörg: „Ég reyni að lesa hans bækur,“ segir hún, og brosir. „Ég hlustaði á útvarpsviðtal við Hugleik um daginn og hann sagði bókina vera um einstæða móður sem berst eins og hetja til að sjá fyrir sér og barni sínu. Ég hugsaði, þetta er nákvæmlega það sem mín bók fjallar um. Hún var ekki beint einstæð móðir, en hún er ung ekkja.“ Hugleikur: „Við mamma erum að skrifa það sama í hvort í sínu horninu. Nema að hennar bækur eru bækur með orðum. Ég er með svo mikinn athyglisbrest að ég skrifa myndasögur.“Þá tekur örvæntingin viðEn hvernig er ferlið? Skrifið þið eins?Hugleikur: „Ég er alltaf með einhverja grunnhugmynd í Heimsendabókunum. Fyrst reyni ég að fá hugmyndina, hvernig heimurinn endar í hverri bók. Hann verður að enda einhvern veginn. Síðan kemur sagan eftir það. Það er miklu meira vandamál að finna sögu sem er almennileg saga, en ég reyni svo sem ekki að láta það valda mér alltof miklu hugarangri því ég byrja bara að skrifa, og því styttra sem er í skil, því betra – því þá tekur örvæntingin við.“ Ingibjörg: „Ég gæti ekki skrifað örvæntingarfull. Ég byrja bara, ég er með ákveðna sögu sem ég hef í huga. Eins og þegar ég skrifaði Hlustarann, sem kom út fyrir fimm árum, þá hafði ég alltaf í huga þýska landbúnaðarverkafólkið sem kom til Íslands á eftirstríðsárunum. Það var mikið atvinnuleysi í Þýskalandi á þessum tíma en skortur á vinnuafli á landsbyggðinni hér heima. Þá var ég ákveðin í því að þetta skyldi vera bakgrunnur sögunnar. Að mín kona hefði komið til lands með þessu verkafólki. Maður hefur ekkert meiri hugmynd. Svo sest maður niður og byrjar að skrifa og þá verður sagan til. Ég þarf að vera byrjuð að skrifa og sagan fæðist, og verður skýrari eftir því sem ég sit lengur við. Þess vegna kannski tekur þetta svona langan tíma hjá mér. Ég er búin að ganga með Fjallkonuna lengi – löngu áður en ég byrjaði að skrifa, að ég skyldi einhvern tímann skrifa sögu æskuvinkonu minnar sem missti pabba sinn ung í snjófljóði. Þegar ég byrjaði á sögunni tók hún völdin og varð að þeirri sögu sem hún er núna, ekki sögu æskuvinkonunnar, heldur sögu annarrar manneskju sem á það sameiginlegt með vinkonu minni að hafa misst pabba sinn í snjófljóði. En vinkonan er kveikjan að sögunni og ég tileinka henni bókina.“ Hugleikur hlustar áhugasamur á lýsingar móður sinnar. Hugleikur: „Já, ég man eftir mömmu frá því að ég var lítill að skrifa. Hún skrifaði og samdi svo mikið.“ Ingibjörg: „Já. Þegar ég var að vinna í leikhúsinu var hann eiginlega alltaf með. Á fyrstu árum áhugaleikhópsins Hugleiks svaf Hugleikur, og Þorri bróðir hans, oft á bak við leiktjöldin og þeir fylgdust með okkur æfa og semja. Þannig að Hugleikur ólst upp í leikhúsinu í eiginlegum skilningi. Ég gerði mér ekki fyllilega grein fyrir því hversu mikið hann hefur sennilega lært á því að vera með okkur í leikhúsinu fyrr en löngu seinna, bara nýverið.“ Hugleikur: „Já, ég á margar minningar úr leikhúsinu. Af mömmu að semja og leika og skrifa. Hún ól mig upp í þessu. Alveg klárlega.“ Ingibjörg: „Hugleikur var alltaf að teikna þegar hann var barn. Frá því ég man eftir honum ætlaði hann að fást við myndasögur. Ég held að það hafi aldrei annað komið til greina.“Ingibjörg og HugleikurVísir/ErnirMæðgin skrifa um heimsendi Hugleikur gefur nú út þriðju bókina í seríu, en öll verkin fjalla um heimsendi. Er það ekkert áhyggjuefni fyrir móður höfundarins? Ingibjörg hlær. „Ég skrifa líka um heimsendi. Nema heimsendirinn verður aldrei. Persónurnar í mínum bókum eru alltaf að afstýra heimsendi með dugnaði. En svo spyr maður, hvað er heimsendir? Er hann núna í dag? Hefur hann orðið eða á hann eftir að koma?“ Hugleikur: „Heimsendir er alltaf. Fólk er alltaf að spá því og hann er alltaf handan hornsins. Heimsendir er breytingar. Breytt ástand, eitthvað sem svo margir eru hræddir við. Það er talað um breytingar eins og heimsendi.“ Ingibjörg: „Ég held nefnilega að breytt heimsmynd sé það sem gerist núna. Heimsendir er núna, í núvitundinni.“ Hugleikur: „Það eru alltaf fréttir af hryðjuverkum og árásum. Mér finnst það versta við allar þær fréttir að þetta eru ekki lengur fréttir. Fólk er alltaf að segja að nú sé heimsmyndin breytt. Það er ekki einu sinni frétt. Því heimsmyndin breyttist síðast um daginn. Allar fréttir fjalla um það sama, það er stríð úti í heimi, svo eru stjórnmálamenn ósammála um eitthvað og svo er lið sem vann annað lið í fótbolta. Ekki fyrr en verður geimveruárás eða eitthvað stórt sem hefur aldrei gerst fyrr þá er þetta bara endurtekning, en ekki fréttir.“ Ingibjörg: „Þú meinar að fréttin sé bara frétt dagsins í dag?“Hjökkum í sama farinu Hugleikur: „Já, eiginlega. Ég var með uppistand á föstudegi fyrir viku og var uppi á sviði þegar fyrstu fregnir bárust af hryðjuverkunum í París. Þegar ég steig af sviðinu var mér tilkynnt um hvað hefði gerst og fyrstu viðbrögðin voru bara, já, aftur. Dæmi um að ekkert er breytt, það er enn sama ástand og var þegar tvíburaturnarnir féllu fyrir næstum fimmtán árum. Við hjökkum í sama farinu. En hvernig er þessi heimsendir í þinni bók, mamma? Er það þá svona lítill heimsendir?“ Ingibjörg: „Já, ég meina heimsendi í sálarlífi eða í heimi manneskjunnar. Henni finnst hún standa frammi fyrir heimsendi, að hann sé kominn.“ Hugleikur: „Þannig að það er hugarástand?“ Ingibjörg: „Já, en hann kemur ekki. Bókin byrjar á því að þessi unga kona stendur frammi fyrir heimsendi, fyrir breyttri heimsmynd. Þetta er saga dóttur ekkjunnar, faðirinn deyr, og þannig hefst bókin. Móðirin átti fimm dætur, en bókin er sögð út frá sjónarhorni næstyngstu dóttur hennar af fimm, sem er tíu ára þegar hún missir föður sinn í snjóflóði. Fortíðin er sögð út frá mjög óljósu minni hennar, hún man ægilega lítið, eins og fólk sem verður fyrir miklum áföllum, sérstaklega börn, muna ekki bernsku sína. Líka því það var svo mikið þagað um sorgina, það var ekki til áfallahjálp og krakkar voru ekki við jarðarfarir. Engin úrvinnsla og móðirin talaði aldrei um föðurinn við dætur sínar eftir slysið. Og með þennan heimsendi á bakinu fer hún í gegnum lífið – það er líka önnur hlið, eða annað lag, það segir frá henni þegar hún er orðin fullorðin og kemur í fyrsta sinn frá því hún var 11 ára gömul á æskustöðvarnar til að vera við útför móður sinnar. Þá koma til hennar minningar um þennan föður sem dó svona ungur.“ Hugleikur: „Ég er að sjá meira og meira sem er líkt með okkar bókum. Föðurleysið, í minni bók líka. Það er aldrei addressað. Það er þarna einn afi sem er viðstaddur hálfa bókina.“ Ingibjörg: „Það er líka afi í minni bók.“ Hugleikur: „Bókin byrjar á fæðingu og það er nokkuð ljóst að þessi mamma í bókinni er einstæð – það er enginn barnsfaðir til að tala um og það er ekkert minnst á hann í bókinni.“Það er til lækning Ingibjörg: „Þannig að þín bók byrjar á fæðingu, en mín á dauða.“ Hugleikur: „Já, dauðinn kemur allur í kjölfar fæðingarinnar í minni bók því barnið er með eitthvert ástand, einhvers konar skjaldkirtilsástand kannski, það allavega hættir ekki að stækka. Þegar það er orðið þriggja mánaða þá er það orðið stærra en hús.“ Ingibjörg: „Það er til lækning. Læknar hafa vit á því að stöðva risavöxt, þeir hafa ekkert viljað gera það, Hugleikur minn?“ Hugleikur: „Nei, það hefði ekkert hjálpað minni sögu ef það væri lausn á vandamálinu,“ útskýrir hann og hlær. „Öll sagan er vandamálið. En þetta er líka ekki alveg dæmigerður risavöxtur, heldur verður þetta á stærð við King Kong á einu tímabili svo hættir það ekkert að stækka. Verður hærra en skýjakljúfur. Á vissum tímapunkti er barnið sjálft bara hættulegt mannkyninu og náttúrunni.“ Ingibjörg: „Hvað með móðurina?“ Hugleikur: „Hún reynir allt sem hún getur til að ala barnið upp á meðan en ríkisstjórnin reynir að grípa í taumana og taka barnið frá henni og reyna að binda barnið. Og hún reynir að frelsa barnið.“ Ingibjörg: „Þannig að henni þótti vænt um stóra skrímslið sitt?“ Hugleikur: „Já, það er allan tímann rauði þráðurinn að hún er að reyna að vera hjá barninu. Hún getur ekki mikið gert til að stöðva eyðilegginguna sem það veldur, mannfallinu. Barnið er nýbyrjað að ganga þegar það er orðið á stærð við háhýsi, og einmitt notar háhýsið sér til stuðnings í borg sem hrynur undan því. Barnið veldur eyðileggingunni.“ Ingibjörg: „Barnið er heimsendir?“ Hugleikur: „Já, barnið er heimsendir. Og já, það má segja að það sé myndlíking um mannkynið. Ein manneskja getur breytt öllu í heiminum, eða barnið er við. Þetta er rosalega einföld bók og opin til túlkunar. Ég held að augljósasta analógían sé sú að barnið sé mannkynið sjálft og mannkynið er orðið svo stórt að það er orðið vandamál. Kannski er hægt að breyta því ef mannkynið er alið rétt upp af góðri mömmu.“ Ingibjörg: „Það skyldi þó aldrei vera.“ Menning Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Mæðginin Hugleikur Dagsson, höfundur og teiknari, og Ingibjörg Hjartardóttir hafa bæði verið iðin við útgáfu undanfarin ár. Ingibjörg er menntaður bókasafnsfræðingur, en hefur ekki starfað sem slíkur í föstu starfi undanfarinn áratug, heldur hefur hún aðallega fengist við ritstörf – samið skáldsögur og leikrit, meðal annars fyrir áhugaleikhópinn Hugleik allt frá árinu 1986. Hugleik Dagsson þarf vart að kynna, en hann hefur farið mikinn með uppistandi sínu, bókum og verkum undanfarin ár. Bæði gefa þau út bók þessi jólin, Ingibjörg skáldsöguna Fjallkonuna en Hugleikur myndasöguna Mömmu. „Hugleikur, mundu að taka með þér þvottinn úr bílnum þegar við förum.“ Það er Ingibjörg, móðir Hugleiks, sem hefur orðið. Hugleikur hlær og áréttar við blaðamann að línan verði höfð inni. Hugleikur: „Ég hef reyndar ekki lesið allar bækurnar hennar mömmu.“ Ingibjörg: „Ég reyni að lesa hans bækur,“ segir hún, og brosir. „Ég hlustaði á útvarpsviðtal við Hugleik um daginn og hann sagði bókina vera um einstæða móður sem berst eins og hetja til að sjá fyrir sér og barni sínu. Ég hugsaði, þetta er nákvæmlega það sem mín bók fjallar um. Hún var ekki beint einstæð móðir, en hún er ung ekkja.“ Hugleikur: „Við mamma erum að skrifa það sama í hvort í sínu horninu. Nema að hennar bækur eru bækur með orðum. Ég er með svo mikinn athyglisbrest að ég skrifa myndasögur.“Þá tekur örvæntingin viðEn hvernig er ferlið? Skrifið þið eins?Hugleikur: „Ég er alltaf með einhverja grunnhugmynd í Heimsendabókunum. Fyrst reyni ég að fá hugmyndina, hvernig heimurinn endar í hverri bók. Hann verður að enda einhvern veginn. Síðan kemur sagan eftir það. Það er miklu meira vandamál að finna sögu sem er almennileg saga, en ég reyni svo sem ekki að láta það valda mér alltof miklu hugarangri því ég byrja bara að skrifa, og því styttra sem er í skil, því betra – því þá tekur örvæntingin við.“ Ingibjörg: „Ég gæti ekki skrifað örvæntingarfull. Ég byrja bara, ég er með ákveðna sögu sem ég hef í huga. Eins og þegar ég skrifaði Hlustarann, sem kom út fyrir fimm árum, þá hafði ég alltaf í huga þýska landbúnaðarverkafólkið sem kom til Íslands á eftirstríðsárunum. Það var mikið atvinnuleysi í Þýskalandi á þessum tíma en skortur á vinnuafli á landsbyggðinni hér heima. Þá var ég ákveðin í því að þetta skyldi vera bakgrunnur sögunnar. Að mín kona hefði komið til lands með þessu verkafólki. Maður hefur ekkert meiri hugmynd. Svo sest maður niður og byrjar að skrifa og þá verður sagan til. Ég þarf að vera byrjuð að skrifa og sagan fæðist, og verður skýrari eftir því sem ég sit lengur við. Þess vegna kannski tekur þetta svona langan tíma hjá mér. Ég er búin að ganga með Fjallkonuna lengi – löngu áður en ég byrjaði að skrifa, að ég skyldi einhvern tímann skrifa sögu æskuvinkonu minnar sem missti pabba sinn ung í snjófljóði. Þegar ég byrjaði á sögunni tók hún völdin og varð að þeirri sögu sem hún er núna, ekki sögu æskuvinkonunnar, heldur sögu annarrar manneskju sem á það sameiginlegt með vinkonu minni að hafa misst pabba sinn í snjófljóði. En vinkonan er kveikjan að sögunni og ég tileinka henni bókina.“ Hugleikur hlustar áhugasamur á lýsingar móður sinnar. Hugleikur: „Já, ég man eftir mömmu frá því að ég var lítill að skrifa. Hún skrifaði og samdi svo mikið.“ Ingibjörg: „Já. Þegar ég var að vinna í leikhúsinu var hann eiginlega alltaf með. Á fyrstu árum áhugaleikhópsins Hugleiks svaf Hugleikur, og Þorri bróðir hans, oft á bak við leiktjöldin og þeir fylgdust með okkur æfa og semja. Þannig að Hugleikur ólst upp í leikhúsinu í eiginlegum skilningi. Ég gerði mér ekki fyllilega grein fyrir því hversu mikið hann hefur sennilega lært á því að vera með okkur í leikhúsinu fyrr en löngu seinna, bara nýverið.“ Hugleikur: „Já, ég á margar minningar úr leikhúsinu. Af mömmu að semja og leika og skrifa. Hún ól mig upp í þessu. Alveg klárlega.“ Ingibjörg: „Hugleikur var alltaf að teikna þegar hann var barn. Frá því ég man eftir honum ætlaði hann að fást við myndasögur. Ég held að það hafi aldrei annað komið til greina.“Ingibjörg og HugleikurVísir/ErnirMæðgin skrifa um heimsendi Hugleikur gefur nú út þriðju bókina í seríu, en öll verkin fjalla um heimsendi. Er það ekkert áhyggjuefni fyrir móður höfundarins? Ingibjörg hlær. „Ég skrifa líka um heimsendi. Nema heimsendirinn verður aldrei. Persónurnar í mínum bókum eru alltaf að afstýra heimsendi með dugnaði. En svo spyr maður, hvað er heimsendir? Er hann núna í dag? Hefur hann orðið eða á hann eftir að koma?“ Hugleikur: „Heimsendir er alltaf. Fólk er alltaf að spá því og hann er alltaf handan hornsins. Heimsendir er breytingar. Breytt ástand, eitthvað sem svo margir eru hræddir við. Það er talað um breytingar eins og heimsendi.“ Ingibjörg: „Ég held nefnilega að breytt heimsmynd sé það sem gerist núna. Heimsendir er núna, í núvitundinni.“ Hugleikur: „Það eru alltaf fréttir af hryðjuverkum og árásum. Mér finnst það versta við allar þær fréttir að þetta eru ekki lengur fréttir. Fólk er alltaf að segja að nú sé heimsmyndin breytt. Það er ekki einu sinni frétt. Því heimsmyndin breyttist síðast um daginn. Allar fréttir fjalla um það sama, það er stríð úti í heimi, svo eru stjórnmálamenn ósammála um eitthvað og svo er lið sem vann annað lið í fótbolta. Ekki fyrr en verður geimveruárás eða eitthvað stórt sem hefur aldrei gerst fyrr þá er þetta bara endurtekning, en ekki fréttir.“ Ingibjörg: „Þú meinar að fréttin sé bara frétt dagsins í dag?“Hjökkum í sama farinu Hugleikur: „Já, eiginlega. Ég var með uppistand á föstudegi fyrir viku og var uppi á sviði þegar fyrstu fregnir bárust af hryðjuverkunum í París. Þegar ég steig af sviðinu var mér tilkynnt um hvað hefði gerst og fyrstu viðbrögðin voru bara, já, aftur. Dæmi um að ekkert er breytt, það er enn sama ástand og var þegar tvíburaturnarnir féllu fyrir næstum fimmtán árum. Við hjökkum í sama farinu. En hvernig er þessi heimsendir í þinni bók, mamma? Er það þá svona lítill heimsendir?“ Ingibjörg: „Já, ég meina heimsendi í sálarlífi eða í heimi manneskjunnar. Henni finnst hún standa frammi fyrir heimsendi, að hann sé kominn.“ Hugleikur: „Þannig að það er hugarástand?“ Ingibjörg: „Já, en hann kemur ekki. Bókin byrjar á því að þessi unga kona stendur frammi fyrir heimsendi, fyrir breyttri heimsmynd. Þetta er saga dóttur ekkjunnar, faðirinn deyr, og þannig hefst bókin. Móðirin átti fimm dætur, en bókin er sögð út frá sjónarhorni næstyngstu dóttur hennar af fimm, sem er tíu ára þegar hún missir föður sinn í snjóflóði. Fortíðin er sögð út frá mjög óljósu minni hennar, hún man ægilega lítið, eins og fólk sem verður fyrir miklum áföllum, sérstaklega börn, muna ekki bernsku sína. Líka því það var svo mikið þagað um sorgina, það var ekki til áfallahjálp og krakkar voru ekki við jarðarfarir. Engin úrvinnsla og móðirin talaði aldrei um föðurinn við dætur sínar eftir slysið. Og með þennan heimsendi á bakinu fer hún í gegnum lífið – það er líka önnur hlið, eða annað lag, það segir frá henni þegar hún er orðin fullorðin og kemur í fyrsta sinn frá því hún var 11 ára gömul á æskustöðvarnar til að vera við útför móður sinnar. Þá koma til hennar minningar um þennan föður sem dó svona ungur.“ Hugleikur: „Ég er að sjá meira og meira sem er líkt með okkar bókum. Föðurleysið, í minni bók líka. Það er aldrei addressað. Það er þarna einn afi sem er viðstaddur hálfa bókina.“ Ingibjörg: „Það er líka afi í minni bók.“ Hugleikur: „Bókin byrjar á fæðingu og það er nokkuð ljóst að þessi mamma í bókinni er einstæð – það er enginn barnsfaðir til að tala um og það er ekkert minnst á hann í bókinni.“Það er til lækning Ingibjörg: „Þannig að þín bók byrjar á fæðingu, en mín á dauða.“ Hugleikur: „Já, dauðinn kemur allur í kjölfar fæðingarinnar í minni bók því barnið er með eitthvert ástand, einhvers konar skjaldkirtilsástand kannski, það allavega hættir ekki að stækka. Þegar það er orðið þriggja mánaða þá er það orðið stærra en hús.“ Ingibjörg: „Það er til lækning. Læknar hafa vit á því að stöðva risavöxt, þeir hafa ekkert viljað gera það, Hugleikur minn?“ Hugleikur: „Nei, það hefði ekkert hjálpað minni sögu ef það væri lausn á vandamálinu,“ útskýrir hann og hlær. „Öll sagan er vandamálið. En þetta er líka ekki alveg dæmigerður risavöxtur, heldur verður þetta á stærð við King Kong á einu tímabili svo hættir það ekkert að stækka. Verður hærra en skýjakljúfur. Á vissum tímapunkti er barnið sjálft bara hættulegt mannkyninu og náttúrunni.“ Ingibjörg: „Hvað með móðurina?“ Hugleikur: „Hún reynir allt sem hún getur til að ala barnið upp á meðan en ríkisstjórnin reynir að grípa í taumana og taka barnið frá henni og reyna að binda barnið. Og hún reynir að frelsa barnið.“ Ingibjörg: „Þannig að henni þótti vænt um stóra skrímslið sitt?“ Hugleikur: „Já, það er allan tímann rauði þráðurinn að hún er að reyna að vera hjá barninu. Hún getur ekki mikið gert til að stöðva eyðilegginguna sem það veldur, mannfallinu. Barnið er nýbyrjað að ganga þegar það er orðið á stærð við háhýsi, og einmitt notar háhýsið sér til stuðnings í borg sem hrynur undan því. Barnið veldur eyðileggingunni.“ Ingibjörg: „Barnið er heimsendir?“ Hugleikur: „Já, barnið er heimsendir. Og já, það má segja að það sé myndlíking um mannkynið. Ein manneskja getur breytt öllu í heiminum, eða barnið er við. Þetta er rosalega einföld bók og opin til túlkunar. Ég held að augljósasta analógían sé sú að barnið sé mannkynið sjálft og mannkynið er orðið svo stórt að það er orðið vandamál. Kannski er hægt að breyta því ef mannkynið er alið rétt upp af góðri mömmu.“ Ingibjörg: „Það skyldi þó aldrei vera.“
Menning Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira