Biblían er bókin sem lifir með þér um eilífð Magnús Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2015 07:00 Í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenzka biblíufélags á Íslandi langar mig að miðla með ykkur hversu mikils virði Biblían er mér. Biblían er orð Guðs, grundvöllur trúar allra kristinna manna. Hún gefur okkur allt sem við þörfnumst til að rækta samfélag okkar við lifandi Drottinn Guð og son hans Jesú Krist. Orð Guðs er lifandi vatnslind sem svalar þorsta sálu og anda okkar. Orð Guðs snertir vilja okkar og fyllir okkur krafti til að þjóna Guði. Að lesa orð Guðs á hverjum degi gefur okkur huggun, hvatningu og uppörvun. Í öðru Tímóteusarbréfi 3:16–17 segir: „Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti, til þess að sá, sem tilheyrir Guði, sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks.“ Sérhver ritning er innblásin af Guði sjálfum: Guð sjálfur gefur okkur siðferðisboðorð og meginreglur í gegnum orð sitt. Hann opinberar þar vilja sinn og áætlun fyrir mannkynið, sem felst meðal annars í að gjöra nafn hans dýrlegt, að hann er fullur náðar og miskunnar í kærleika sínum til allra manna. Nytsöm til fræðslu: Við lærum um siðferðisboðorð og meginreglur hans. Guð opinberar okkur eðli og vilja sinn þegar við lesum og meðtökum orð hans. Það er vilji hans að við vöxum í honum eins og Páll talaði til Efesusmanna: „vér eigum heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans, sem er höfuðið Kristur“. (Efesusbr. 3:15). Til umvöndunar: Með því að lesa orð Guðs daglega komumst við ekki hjá því að orð hans upplýsi sálsjónir okkar. Orð Guðs ávítar okkur og bendir okkur á það sem rangt er í lífi okkar. Til leiðréttingar: Orð Guðs talar til okkar þegar við lesum það, bendir okkur á það sem við þurfum að láta af í skiptum fyrir meira af honum. Til menntunar í réttlæti: Með því að lesa orð Guðs eignumst við þekkingu á Guði sjálfum — orðið umvandar, leiðréttir og menntar okkur í réttlæti. Orð Guðs skilur okkur ekki eftir í vonleysi heldur leiðir okkur inn í réttlæti Guðs að hann fyrirgefur, er fullur elsku, kærleika, hann er náðaríkur og miskunnsamur lifandi Guð. Sá sem tilheyrir Guði: Hann hefur kallað okkur, hann er frelsari okkar og við erum frátekin fyrir hann, erum þjónar hans. Sé albúinn í andlegt stríð okkar sem við erum í daglega. Hæfur gjör fyrir orð Guðs sem gjörir okkur hæf, mannlega séð erum við ekki hæf en fyrir það orð Guðs sem við meðtökum og varðveitum þannig erum við hæf til sérhvers góðs verks, að vaxa í Kristi, lifa í honum, vera lærisveinn Drottins, fylgja honum og þjóna honum, að vera eitt með honum um alla eilífð. Lesandi góður, ég vil hvetja þig til að lesa orð Guðs á hverjum degi. Biblían er bókin sem lifir með þér um eilífð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Sjá meira
Í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenzka biblíufélags á Íslandi langar mig að miðla með ykkur hversu mikils virði Biblían er mér. Biblían er orð Guðs, grundvöllur trúar allra kristinna manna. Hún gefur okkur allt sem við þörfnumst til að rækta samfélag okkar við lifandi Drottinn Guð og son hans Jesú Krist. Orð Guðs er lifandi vatnslind sem svalar þorsta sálu og anda okkar. Orð Guðs snertir vilja okkar og fyllir okkur krafti til að þjóna Guði. Að lesa orð Guðs á hverjum degi gefur okkur huggun, hvatningu og uppörvun. Í öðru Tímóteusarbréfi 3:16–17 segir: „Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti, til þess að sá, sem tilheyrir Guði, sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks.“ Sérhver ritning er innblásin af Guði sjálfum: Guð sjálfur gefur okkur siðferðisboðorð og meginreglur í gegnum orð sitt. Hann opinberar þar vilja sinn og áætlun fyrir mannkynið, sem felst meðal annars í að gjöra nafn hans dýrlegt, að hann er fullur náðar og miskunnar í kærleika sínum til allra manna. Nytsöm til fræðslu: Við lærum um siðferðisboðorð og meginreglur hans. Guð opinberar okkur eðli og vilja sinn þegar við lesum og meðtökum orð hans. Það er vilji hans að við vöxum í honum eins og Páll talaði til Efesusmanna: „vér eigum heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans, sem er höfuðið Kristur“. (Efesusbr. 3:15). Til umvöndunar: Með því að lesa orð Guðs daglega komumst við ekki hjá því að orð hans upplýsi sálsjónir okkar. Orð Guðs ávítar okkur og bendir okkur á það sem rangt er í lífi okkar. Til leiðréttingar: Orð Guðs talar til okkar þegar við lesum það, bendir okkur á það sem við þurfum að láta af í skiptum fyrir meira af honum. Til menntunar í réttlæti: Með því að lesa orð Guðs eignumst við þekkingu á Guði sjálfum — orðið umvandar, leiðréttir og menntar okkur í réttlæti. Orð Guðs skilur okkur ekki eftir í vonleysi heldur leiðir okkur inn í réttlæti Guðs að hann fyrirgefur, er fullur elsku, kærleika, hann er náðaríkur og miskunnsamur lifandi Guð. Sá sem tilheyrir Guði: Hann hefur kallað okkur, hann er frelsari okkar og við erum frátekin fyrir hann, erum þjónar hans. Sé albúinn í andlegt stríð okkar sem við erum í daglega. Hæfur gjör fyrir orð Guðs sem gjörir okkur hæf, mannlega séð erum við ekki hæf en fyrir það orð Guðs sem við meðtökum og varðveitum þannig erum við hæf til sérhvers góðs verks, að vaxa í Kristi, lifa í honum, vera lærisveinn Drottins, fylgja honum og þjóna honum, að vera eitt með honum um alla eilífð. Lesandi góður, ég vil hvetja þig til að lesa orð Guðs á hverjum degi. Biblían er bókin sem lifir með þér um eilífð.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar