Erlent

Segir að jólin verði „sýndarleikur“

Samúel Karl Ólason skrifar
Francis páfi.
Francis páfi. Vísir/EPA
Francis Páfi segir að jólin verði einungis „sýndarleikur“ þetta árið. Við messu í Vatíkaninu í gær sagði páfinn að svo væri þar sem heimurinn allur stæði í stríði. Hann talaði um fjölmörg saklaus fórnarlömb stríðs og að börn yxu úr grasi án þess að öðlast menntun.

„Við nálgumst jólin. Ljós verða sett upp, það verða haldin samkvæmi, upplýst tré og jafnvel jólaguðspjallið. Allt á meðan heimurinn heldur áfram að heyja stríð. Þetta er allt sýnarleikur. Heimurinn hefur ekki skilið leið friðar. Allur heimurinn stendur í stríði.“

Samkvæmt frétt Indepentent sagði páfinn að stríð gætu verið réttmætaleg, en þegar stríðsrekstur væri jafn umfangsmikill og hann væri í heiminum í dag, væri ekki hægt að réttmæta það.

„Hvað verður eftir í kjölfari þessa stríðs, sem við upplifum nú? Rústir, þúsundir barna án menntundar, fjölmörg saklaus fórnarlömb og miklir peningar í vösum vopnasala.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×