Frá sjóræningjaumhverfi til viðskipta Guðrún Björk Bjarnadóttir skrifar 20. nóvember 2015 07:00 Nokkur stærstu rétthafasamtök landsins sem eru fulltrúar tónhöfunda, flytjenda, hljómplötuframleiðenda, kvikmyndagerðarmanna og myndrétthafa, gerðu nýverið samkomulag við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um túlkun dómstóls í máli sem þau varðaði og sneri að lokun tveggja vefsvæða sem hafa það að yfirlýstu markmiði að deila á ólögmætan hátt höfundarréttarvörðu efni. Samkomulag þetta varð uppspretta umræðna og var m.a. gagnrýnt af þingmanni Pírata sem sagði að með þessu ætti sér stað ritskoðun, þarna „sé verið að taka fram fyrir hendur dómsvaldsins á Íslandi“ og að umræddar síður væru leitarsíður svipaðar og Google og Yahoo og „af hverju ekki að fara bara alla leið og loka öllum leitarsíðum“. Umrædd ummæli eru úr viðtali við þingmanninn sem birtist á Vísi þann 16. september sl. Er því til að svara að umrætt samkomulag felur ekki í sér ritskoðun af hálfu rétthafasamtaka eða fjarskiptafyrirtækja, það lýtur einfaldlega að aðgengi að þeim vefsvæðum sem dómstóll hefur nú þegar dæmt ólögleg, burtséð frá því undir hvaða léni þau eru vistuð. Í raun felur samkomulagið ekki annað í sér en að mæla fyrir um tiltekna framkvæmd á úrskurði dómstóls um staðfestingu lögbanns. Þá er vandséð hver líkindin eru með leitarvélunum Google og Yahoo annars vegar og vefsvæðunum deildu.net og Pirate Bay hins vegar, sem bersýnilega eru sett upp í því markmiði að deila höfundarréttarvörðu efni í óþökk rétthafa.Fordæmi dómstóla Réttarreglur íslensks réttar byggjast á réttarheimildum og eru réttarheimildir fleiri en sett lög Alþingis. Ein mikilvægasta réttarheimildin í íslenskum rétti eru fordæmi dómstóla. Í stuttu máli þýðir það að leggja beri fordæmi til grundvallar úrlausn í sambærilegu yngra máli, nema dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að sú meðferð réttarheimilda sem réð fyrri niðurstöðinni hafi verið röng. Ekki á því að þurfa að fara með sambærileg mál til úrlausnar dómstóla í hvert sinn, heldur hafa fordæmi dómstóla lagagildi gagnvart úrlausn þeirra og ber að fylgja þeim. Í ljósi þessarar réttarreglu er það skoðun undirritaðrar að hérlendum fjarskiptafyrirtækjum beri að fylgja því fordæmi sem nú liggur fyrir og hægt sé að loka vefsvæðum sem eru sambærileg þeim vefsvæðum sem dómur hefur þegar gengið um. Verður það að teljast mjög sérstakt ef fjarskiptafyrirtækin munu ekki hlíta þessu fordæmi. Það að þurfa að fara í nýtt lögbannsmál með tilheyrandi kostnaði í hvert skipti sem ný deilisíða skýtur upp kollinum á að vera óþarfi. Á þessu sviði eiga að gilda sömu leikreglur og almennt gilda í þjóðfélaginu og þá komum við eiginlega að kjarna málsins. Af einhverjum ástæðum er sú rödd hávær að í netheimum eigi allt að vera leyfilegt og þar sem ekki sé hægt að koma að fullu í veg fyrir brot á netinu, eigi að hætta að reyna slíkt. Þessi í stað er kallað eftir nýjum viðskiptamódelum. Rétthafasamtök þau sem staðið hafa að þessum aðgerðum gera sér fulla grein fyrir því að seint verður hægt að koma í veg fyrir brot á höfundarrétti á netinu ekki frekar en seint verður hægt að koma í veg fyrir alla glæpi í þjóðfélaginu. Við höfum séð markverðan árangur af aðgerðunum bæði svart á hvítu í tölum um umferð á þessar ólöglegu síður svo og óbeint því við teljum okkur vita að öll umræða og fræðsla um þessi mál sé af hinu góða og hafi fyrirbyggjandi áhrif. Netið er ein mikilvægasta leið fyrirtækja til markaðssetningar og á netinu eiga sér stað mikil viðskipti. Skiptir það öll fyrirtæki máli að höfundarréttur þeirra á því efni sem þeir setja inn á heimasíður sínar sé virtur. Það að hægt sé að stela efninu með tæknilegum ráðstöfunum, getur aldrei verið afsökun fyrir því að það sé gert án afleiðinga. Ákall um ný viðskiptamódel átti klárlega rétt á sér fyrir nokkrum árum síðan, en virkar hjákátlega í dag, þegar framboð af bæði tónlist og myndefni sem hægt er að sækja á löglegan hátt, er gífurlega mikið hérlendis sem erlendis. Allar helstu sjónvarpsstöðvar landsins gera nú notendum kleift að sækja dagskrárefni á þeim tíma og stað sem hver og einn kýs, hvort heldur sem það er í gegnum sjónvarpið eða í gegnum tölvur og snjallsíma. Hefur notkun á slíkri þjónustu aukist mjög mikið, eða um tæp 300% frá árinu 2011, þegar þjónustan var fyrst tekin upp. Lista yfir löglegar leiðir til að nálgast afþreyingarefni á Íslandi er að finna á netsíðunni www.tonlistogmyndir.is Hvort þessi viðskiptamódel séu hins vegar að skila nægilegum og sanngjörnum tekjum til höfunda og annarra sem hafa búið til þau verk sem þar er dreift er annað mál. Aðalmálið er þó að þarna eru komnir samstarfsaðilar sem telja eðlilegt að greiða fyrir notkun verka á netinu og hægt er að vinna með til framtíðar í þá átt að skapa eðlilegt viðskiptaumhverfi fyrir rétthafa. Það er allt önnur og betri staða en var hér fyrir nokkrum árum síðan þegar umhverfið einkenndist af sjóræningjastarfsemi á netinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Nokkur stærstu rétthafasamtök landsins sem eru fulltrúar tónhöfunda, flytjenda, hljómplötuframleiðenda, kvikmyndagerðarmanna og myndrétthafa, gerðu nýverið samkomulag við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um túlkun dómstóls í máli sem þau varðaði og sneri að lokun tveggja vefsvæða sem hafa það að yfirlýstu markmiði að deila á ólögmætan hátt höfundarréttarvörðu efni. Samkomulag þetta varð uppspretta umræðna og var m.a. gagnrýnt af þingmanni Pírata sem sagði að með þessu ætti sér stað ritskoðun, þarna „sé verið að taka fram fyrir hendur dómsvaldsins á Íslandi“ og að umræddar síður væru leitarsíður svipaðar og Google og Yahoo og „af hverju ekki að fara bara alla leið og loka öllum leitarsíðum“. Umrædd ummæli eru úr viðtali við þingmanninn sem birtist á Vísi þann 16. september sl. Er því til að svara að umrætt samkomulag felur ekki í sér ritskoðun af hálfu rétthafasamtaka eða fjarskiptafyrirtækja, það lýtur einfaldlega að aðgengi að þeim vefsvæðum sem dómstóll hefur nú þegar dæmt ólögleg, burtséð frá því undir hvaða léni þau eru vistuð. Í raun felur samkomulagið ekki annað í sér en að mæla fyrir um tiltekna framkvæmd á úrskurði dómstóls um staðfestingu lögbanns. Þá er vandséð hver líkindin eru með leitarvélunum Google og Yahoo annars vegar og vefsvæðunum deildu.net og Pirate Bay hins vegar, sem bersýnilega eru sett upp í því markmiði að deila höfundarréttarvörðu efni í óþökk rétthafa.Fordæmi dómstóla Réttarreglur íslensks réttar byggjast á réttarheimildum og eru réttarheimildir fleiri en sett lög Alþingis. Ein mikilvægasta réttarheimildin í íslenskum rétti eru fordæmi dómstóla. Í stuttu máli þýðir það að leggja beri fordæmi til grundvallar úrlausn í sambærilegu yngra máli, nema dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að sú meðferð réttarheimilda sem réð fyrri niðurstöðinni hafi verið röng. Ekki á því að þurfa að fara með sambærileg mál til úrlausnar dómstóla í hvert sinn, heldur hafa fordæmi dómstóla lagagildi gagnvart úrlausn þeirra og ber að fylgja þeim. Í ljósi þessarar réttarreglu er það skoðun undirritaðrar að hérlendum fjarskiptafyrirtækjum beri að fylgja því fordæmi sem nú liggur fyrir og hægt sé að loka vefsvæðum sem eru sambærileg þeim vefsvæðum sem dómur hefur þegar gengið um. Verður það að teljast mjög sérstakt ef fjarskiptafyrirtækin munu ekki hlíta þessu fordæmi. Það að þurfa að fara í nýtt lögbannsmál með tilheyrandi kostnaði í hvert skipti sem ný deilisíða skýtur upp kollinum á að vera óþarfi. Á þessu sviði eiga að gilda sömu leikreglur og almennt gilda í þjóðfélaginu og þá komum við eiginlega að kjarna málsins. Af einhverjum ástæðum er sú rödd hávær að í netheimum eigi allt að vera leyfilegt og þar sem ekki sé hægt að koma að fullu í veg fyrir brot á netinu, eigi að hætta að reyna slíkt. Þessi í stað er kallað eftir nýjum viðskiptamódelum. Rétthafasamtök þau sem staðið hafa að þessum aðgerðum gera sér fulla grein fyrir því að seint verður hægt að koma í veg fyrir brot á höfundarrétti á netinu ekki frekar en seint verður hægt að koma í veg fyrir alla glæpi í þjóðfélaginu. Við höfum séð markverðan árangur af aðgerðunum bæði svart á hvítu í tölum um umferð á þessar ólöglegu síður svo og óbeint því við teljum okkur vita að öll umræða og fræðsla um þessi mál sé af hinu góða og hafi fyrirbyggjandi áhrif. Netið er ein mikilvægasta leið fyrirtækja til markaðssetningar og á netinu eiga sér stað mikil viðskipti. Skiptir það öll fyrirtæki máli að höfundarréttur þeirra á því efni sem þeir setja inn á heimasíður sínar sé virtur. Það að hægt sé að stela efninu með tæknilegum ráðstöfunum, getur aldrei verið afsökun fyrir því að það sé gert án afleiðinga. Ákall um ný viðskiptamódel átti klárlega rétt á sér fyrir nokkrum árum síðan, en virkar hjákátlega í dag, þegar framboð af bæði tónlist og myndefni sem hægt er að sækja á löglegan hátt, er gífurlega mikið hérlendis sem erlendis. Allar helstu sjónvarpsstöðvar landsins gera nú notendum kleift að sækja dagskrárefni á þeim tíma og stað sem hver og einn kýs, hvort heldur sem það er í gegnum sjónvarpið eða í gegnum tölvur og snjallsíma. Hefur notkun á slíkri þjónustu aukist mjög mikið, eða um tæp 300% frá árinu 2011, þegar þjónustan var fyrst tekin upp. Lista yfir löglegar leiðir til að nálgast afþreyingarefni á Íslandi er að finna á netsíðunni www.tonlistogmyndir.is Hvort þessi viðskiptamódel séu hins vegar að skila nægilegum og sanngjörnum tekjum til höfunda og annarra sem hafa búið til þau verk sem þar er dreift er annað mál. Aðalmálið er þó að þarna eru komnir samstarfsaðilar sem telja eðlilegt að greiða fyrir notkun verka á netinu og hægt er að vinna með til framtíðar í þá átt að skapa eðlilegt viðskiptaumhverfi fyrir rétthafa. Það er allt önnur og betri staða en var hér fyrir nokkrum árum síðan þegar umhverfið einkenndist af sjóræningjastarfsemi á netinu.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar