Öll spjót standa nú á Vigdísi Jakob Bjarnar skrifar 30. nóvember 2015 16:31 Nú er þjarmað að Vigdísi úr öllum áttum, hún er atyrt jafnvel af fyrrverandi þingmönnum Framsóknarflokksins. Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins vandar Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar, ekki kveðjurnar og telur freistandi að reyna að sjúkdómsgreina hana. Um er að ræða Helgu Sigrúnu Harðardóttur en hún sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2008 til 2009.Ekki fundafært vegna VigdísarNú standa öll spjót á Vigdísi en svo virðist sem orð hennar um Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans, þess efnis að hann væri að beita sig andlegu ofbeldi þegar hann hefur verið að fara fram á aukið fjármagn til starfssemi spítalans, hafi orðið til að soðið er uppúr. Tveir fyrrverandi þingmenn, Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir hafa lýst framgöngu Vigdísar á nefndarfundum, að það hafi vart verið fundarfært vegna framkomu Vigdísar. „Hún hnussaði hástöfum, stundi, dæsti, fórnaði höndum, greip fram í, ranghvolfdi augum, hækkaði málróminn þannig að hún beitti sér og truflaði ... hún notaði öll þessi skítatrikk sem fantar nota til að gera nærstadda órólega,“ segir Margrét. RÚV greinir frá þessu.Skorar á Framsókna að finna Vigdísi annað að geraStjórnarandstæðingar beina nú spjótum sínum að Vigdísi, eins og Vísir greindi frá fyrir stundu og heldur er farið að þrengjast um þegar fyrrum samherjar þjarma að henni, líkt og Helga Sigrún gerir: „Það er freistandi að reyna að sjúkdómsgreina þessa konu og reyna að finna merkimiða á hrokann, sjálfhverfuna, frekjuna og þetta fárveika egó. Aðallega freistar það mín þó að hún finni sér eitthvað annað að gera. Framkoma hennar og yfirlýsingar í framhaldi fundar með forstjóra LSH var kornið sem fyllti mælinn hvað mig varðar. Ég get ekki meira. Ég hef reynslu af LSH. Hún var ekki góð. Það er ekki vegna þess að þar starfi svo glatað fólk. Það er vegna þess að spítalinn er fjársveltur og hefur ekki burði til að takast á við verkefnin sem að honum steðja. Vegna þess líður fólk kvalir, það fær ekki rétta meðhöndlun og jafnvel deyr. Þessari konu er alveg sama... líklega þó aðeins þar til það fer að bíta hana sjálfa... Ég tel mig ekki hafa efni á að hafa þessa konu í vinnu lengur. Ég skora á gamla félaga í Framsóknarflokknum að axla ábyrgð og finna henni annað að gera. Núna strax.“Kosningaloforðin hennar Vigdísar Önnur sem hefur sent Vigdísi tóninn í gegnum tíðina er Lára Hanna Einarsdóttir bloggari, en hún hefur talið þetta tilefni til að setja í dreifingu klippu frá kosningasjónvarpi RÚV, í kosningabaráttunni, þar sem Vigdís tjáir sig um málefni Landsspítalans, en þar kveður heldur við annan tón en nú.Það er freistandi að reyna að sjúkdómsgreina þessa konu og reyna að finna merkimiða á hrokann, sjálfhverfuna, frekjuna...Posted by Helga Sigrún Harðardóttir on 30. nóvember 2015 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins vandar Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar, ekki kveðjurnar og telur freistandi að reyna að sjúkdómsgreina hana. Um er að ræða Helgu Sigrúnu Harðardóttur en hún sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2008 til 2009.Ekki fundafært vegna VigdísarNú standa öll spjót á Vigdísi en svo virðist sem orð hennar um Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans, þess efnis að hann væri að beita sig andlegu ofbeldi þegar hann hefur verið að fara fram á aukið fjármagn til starfssemi spítalans, hafi orðið til að soðið er uppúr. Tveir fyrrverandi þingmenn, Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir hafa lýst framgöngu Vigdísar á nefndarfundum, að það hafi vart verið fundarfært vegna framkomu Vigdísar. „Hún hnussaði hástöfum, stundi, dæsti, fórnaði höndum, greip fram í, ranghvolfdi augum, hækkaði málróminn þannig að hún beitti sér og truflaði ... hún notaði öll þessi skítatrikk sem fantar nota til að gera nærstadda órólega,“ segir Margrét. RÚV greinir frá þessu.Skorar á Framsókna að finna Vigdísi annað að geraStjórnarandstæðingar beina nú spjótum sínum að Vigdísi, eins og Vísir greindi frá fyrir stundu og heldur er farið að þrengjast um þegar fyrrum samherjar þjarma að henni, líkt og Helga Sigrún gerir: „Það er freistandi að reyna að sjúkdómsgreina þessa konu og reyna að finna merkimiða á hrokann, sjálfhverfuna, frekjuna og þetta fárveika egó. Aðallega freistar það mín þó að hún finni sér eitthvað annað að gera. Framkoma hennar og yfirlýsingar í framhaldi fundar með forstjóra LSH var kornið sem fyllti mælinn hvað mig varðar. Ég get ekki meira. Ég hef reynslu af LSH. Hún var ekki góð. Það er ekki vegna þess að þar starfi svo glatað fólk. Það er vegna þess að spítalinn er fjársveltur og hefur ekki burði til að takast á við verkefnin sem að honum steðja. Vegna þess líður fólk kvalir, það fær ekki rétta meðhöndlun og jafnvel deyr. Þessari konu er alveg sama... líklega þó aðeins þar til það fer að bíta hana sjálfa... Ég tel mig ekki hafa efni á að hafa þessa konu í vinnu lengur. Ég skora á gamla félaga í Framsóknarflokknum að axla ábyrgð og finna henni annað að gera. Núna strax.“Kosningaloforðin hennar Vigdísar Önnur sem hefur sent Vigdísi tóninn í gegnum tíðina er Lára Hanna Einarsdóttir bloggari, en hún hefur talið þetta tilefni til að setja í dreifingu klippu frá kosningasjónvarpi RÚV, í kosningabaráttunni, þar sem Vigdís tjáir sig um málefni Landsspítalans, en þar kveður heldur við annan tón en nú.Það er freistandi að reyna að sjúkdómsgreina þessa konu og reyna að finna merkimiða á hrokann, sjálfhverfuna, frekjuna...Posted by Helga Sigrún Harðardóttir on 30. nóvember 2015
Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira