Furðuleg handtaka í umfangsmiklu fíkniefnamáli ekki á borð ríkissaksóknara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2015 10:00 Í skýrslu sem sérsveitarmaður skilaði vegna aðgerðarinnar, og fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að ástæða handtökunnar hafi verið "til að koma í veg fyrir að sönnunargögnum verði spillt.“ Þó voru engin fíkniefni í töskunni. Mynd af vef lögreglunnar Óútskýrð handtaka sendisveins í einu umfangsmikla fíkniefnamáli Íslandssögunnar hefur ekki verið tekin til skoðunar hjá ríkissaksóknara. Engar aðrar ástæður hafa verið gefnar fyrir handtökunni en þær sem rannsóknarlögreglumaður og sérsveitarmaður gáfu fyrir dómi. Annars vegar að um almannahættu hafi verið að ræða og hins vegar að tæknilegir örðugleikar hafi verið. Lögreglustjóri sem málið heyrði undir segist ekki hafa íhugað að óska eftir rannsókn ríkissaksóknara á því hvers vegna lyktir málsins voru allt aðrar en lagt hafði verið upp með.Í skýrslu sem sérsveitarmaður skilaði vegna aðgerðarinnar, og fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að ástæða handtökunnar hafi verið „til að koma í veg fyrir að sönnunargögnum verði spillt.“ Hafa verður í huga að fíkniefnum hafði verið skipt út fyrir gerviefni. Gerviefnin höfðu verið afhent sendisveini og komið fyrir inni í bíl þegar maðurinn var handtekinn. Erfitt er að gera sér í hugarlund hver umrædd sönnunargögn voru.Mæðgurnar voru handteknar við komuna til landsins á föstudaginn langa 3. apríl.vísir/andri marinóBauð fram aðstoð að fyrra bragðiLíkt og fram hefur komið var málið á ábyrgð lögreglustjórans á Suðurnesjum en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skipulagði tálbeituaðgerð þar sem fylgja átti efnum eftir. Í gögnum lögreglu kemur fram að hollenska konan, sem dæmd var í ellefu ára fangelsi í október fyrir að smygla fíkniefnum til Íslands, sýndi fádæma samstarfsvilja. Í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu eftir að hún var handtekin ásamt dóttur sinni við komuna til landsins 3. apríl, á föstudaginn langa, bauðst hún að fyrra bragði til að aðstoða lögreglu eins og hún gæti. Hún hafði á þeim tímapunkti ekki enn hitt verjanda sinn. Sjá einnig:„Hér eftir þarf ég alltaf að horfa mér um öxl“ Forsendur fyrir því að tálbeituaðgerð ætti möguleika á að ganga eftir virðast því hafa verið eins góðar og þær gerast. Konan hafði komið til landsins ásamt dóttur sinni á táningsaldri en ekkert bendir til þess að dóttirin hafi verið meðvituð um tilgang ferðarinnar.Málið var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness þar sem dómur féll. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar.Vísir/ValliKonunni tókst að sannfæra innflytjendurnaMikið magn fíkniefna fannst í töskum þeirra tveimur. Konan bauð sem fyrr segir strax fram aðstoð sína og ákveðið var að setja á svið tálbeituaðgerð. Ýmislegt olli því að erfiðlega gekk fyrir konuna að hringja í þá aðila sem veita áttu efnunum viðtöku á Íslandi. Að lokinni páskahelginni hófust símasamskipti konunnar við óþekktan aðila sem greinilega tengdist innflutningnum og á þriðjudeginum fóru hlutirnir að gerast.Úrskurður fékkst hjá Héraðsdómi Reykjaness umræddan þriðjudag til að notast við hlerunar- og eftirfararbúnað sem komið var fyrir í töskunum tveimur. Konan var í símasamskiptum við óþekkta aðila yfir daginn sem sökuðu hana um að vinna með lögreglu og drógu í efa að hún væri í raun og veru enn með efnin. Vísir hefur undir höndum uppskrifuð símtöl yfir daginn þar sem konunni tekst að sannfæra aðilana um að láta afhendinguna fara fram. Lauk þeim samskiptum með því að konunni var sagt að taka efnin úr annarri töskunni og fara efnin ásamt hinni töskunni fyrir utan Hótel Frón þangað sem maður væri kominn. Konan brást við því, fór niður og afhenti meint efni. Hún hafði komið tösku af gerviefnum ásamt hlerunar- og eftirfararbúnaði fyrir í bifreið mannsins en í stað þess að fylgja honum eftir var hann handtekinn á staðnum.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.„Ljóst að skerpa þarf verklagsreglur“Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í samtali við Vísi á dögunum að framkvæmd tálbeituaðgerðarinnar hefði ekki verið í takti við það sem lagt var upp með. Þá hafði lögreglustjóri ekki fengið neinar skýringar frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu um ástæður þess að sendisveinninn var handtekinn.„Ég skil ekki hvers vegna það gerist,“ sagði Ólafur Helgi við Vísi í lok október. Vísir spurði Ólaf Helga hvort hann hefði farið fram á útskýringar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna handtökunnar. Ólafur svaraði spurningunni ekki beint en sagði þó:Sjá einnig:Dómarar komnir í ógöngur með refsingar í fíkniefnamálum„Lögregluembættin á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu hafa farið í gegnum þetta tiltekna mál. Ljóst er að skerpa þarf á verklagsreglum í tilvikum sem þessu og stytta boðleiðir. Það verk er þegar hafið.“Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar hjá lögreglu sagði í samtali við Vísi á dögunum að hún liti ekki svo á að handtakan hefði verið mistök. Aðstæður hefðu spilast þannig að á þessum tímapunkti hefði verið metið rétt að handtaka sendisveininn. Hún vildi þó ekki gefa upp hvernig aðstæður hefðu breyst. Reglur um sérstakar aðferðir og aðgerðir lögreglu má finna á vef innanríkisráðuneytisins. Ríkissaksóknari gegnir þar eftirlitshlutverki. Vísir/ValliReglur um eftirlit með fíkniefnasendingumÍ reglum um sérstakar aðferðir og aðgerðir lögreglu við rannsókn sakamála, sem finna má á vef innanríkisráðuneytisins, kemur fram að ríkissaksóknari eigi að hafa eftirlit með framkvæmd aðferða og aðgerða. Lögreglustjórar eigi að tilkynna ríkissaksóknara um beitingu aðferð og aðgerða skv. reglum þessum.Ein af þeim aðgerðum sem falla undir fyrrnefndar reglur er „afhending undir eftirliti“. Í því felst að hafa undir stöðugu eftirliti fíkniefnasendingu um landið með það að markmiði að upplýsa um viðtakanda, aðferðir við flutning og hugsanlegt dreifikerfi og afla þannig sönnunargagna um refsiverða háttsemi. Ríkislögreglustjóri tekur ákvörðun um afhendingu og mælir fyrir um stjórn aðgerða. Að aðgerð lokinni á ríkislögreglustjóri að skila skýrslu til ríkissaksóknara vegna málsins.Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Atla Freys Fjölnissonar.Ekki aðgerð undir eftirlitiÍ skriflegu svari Huldu Maríu Stefánsdóttur, saksóknara hjá ríkissaksóknara sem sótti málið í héraði, til Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, verjanda sendisveinsins Atla Freys Fjölnissonar sem handtekinn var utan við Hótel Frón og síðar dæmdur í fimm ára fangelsi, segir að málið hafi ekki komið inn á borð ríkissaksóknara þar sem ekki hafi verið um aðgerð undir eftirliti að ræða. Ástæðan er sú að um gerviefni hafi verið að ræða, ekki fíkniefni. Hins vegar má vera ljóst að Atli Freyr hafði ekki hugmynd um að um gerviefni var að ræða. Ekki frekar en þeir sem hann átti að flytja efnin til. Þvert á upplegg tálbeituaðgerðarinnar var hann handtekinn á staðnum. Vilhjálmur hefur gagnrýnt starfshætti lögreglu í málinu, meðal annars í hæðnum pistli undir titlinum „Skapti og Skafti“, þar sem hann vísar til samnefndra lögreglumanna og klaufabárða í bókunum um Tinna. Gagnrýnir hann handtökuna undarlegu harðlega og segir: „Til þess að fyllstu sanngirni sé gætt er rétt að halda því til haga að þessi vinnubrögð lögreglu eru þó ekki með öllu fordæmalaus því þau minna um margt á vinnubrögð lögreglunnar í bókinni ,,Krabbinn með gylltu klærnar” þar sem lögreglumennirnir Skapti og Skafti tilkynntu Tinna, að glæpamaðurinn Ómar Ben Salad væri alsaklaus af öllum ásökunum um fíkniefnasmygl, því hann hefði sagt þeim það.“ Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu, segir engan grun um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í röðum lögreglu.Óskar ekki eftir óháðri úttektAthugasemdakerfi við fyrri fréttir Vísis hafa logað og margir sem telja augljóst að um leka eða spillingu hljóti að vera að ræða innan lögreglu. Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar sem skipulagði tálbeituaðgerðina, blés á þær ásakanir í samtali við Vísi í síðasta mánuði.„Það er ekki grunur um að eitthvað slæmt hafi átt sér stað,“ segir Aldís. Vísir spurði Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum sem bar ábyrgð á málinu, hvort hann hefði íhugað að vísa málinu til ríkissaksóknara til þess að fá óháða úttekt á því sem miður fór fyrir utan Hótel Frón þriðjudaginn 7. apríl. Svarið var „Nei“.Saksóknarinn Hulda María segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að embætti ríkissaksóknara hafi ekki haft nokkra aðkomu að málinu fyrir utan að sækja það fyrir dómi. Að neðan má sjá tímalínu málsins frá því að mæðgurnar voru handteknar á föstudaginn langa og þar til dómur féll í héraði í október. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Mirjam Foekje van Twuijver fékk ellefu ára dóm og Atli Freyr Fjölnisson, sem veitti fíkniefnunum viðtöku, fékk fimm ára dóm. 8. október 2015 10:24 Höfuðpaurar ganga lausir vegna óútskýrðrar ákvörðunar lögreglu sem axlar enga ábyrgð Lögregluumdæmi benda hvort á annað og vilja engum spurningum svara. Hollenskt burðardýr var dæmt í ellefu ára fangelsi og Íslendingur á þrítugsaldri, nýkominn útaf geðdeild, fékk fimm ára dóm. 26. október 2015 09:15 Yfirmaður telur ekki að handtakan við Hótel Frón hafi verið mistök Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stýrði tálbeituaðgerð þar sem sendisveinn, nýkominn útaf geðdeild, var handtekinn í stað þess að fylgja honum eftir. „Við vinnum ekki alltaf,“ segir yfirmaður fíkniefnadeildar. 30. október 2015 10:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Óútskýrð handtaka sendisveins í einu umfangsmikla fíkniefnamáli Íslandssögunnar hefur ekki verið tekin til skoðunar hjá ríkissaksóknara. Engar aðrar ástæður hafa verið gefnar fyrir handtökunni en þær sem rannsóknarlögreglumaður og sérsveitarmaður gáfu fyrir dómi. Annars vegar að um almannahættu hafi verið að ræða og hins vegar að tæknilegir örðugleikar hafi verið. Lögreglustjóri sem málið heyrði undir segist ekki hafa íhugað að óska eftir rannsókn ríkissaksóknara á því hvers vegna lyktir málsins voru allt aðrar en lagt hafði verið upp með.Í skýrslu sem sérsveitarmaður skilaði vegna aðgerðarinnar, og fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að ástæða handtökunnar hafi verið „til að koma í veg fyrir að sönnunargögnum verði spillt.“ Hafa verður í huga að fíkniefnum hafði verið skipt út fyrir gerviefni. Gerviefnin höfðu verið afhent sendisveini og komið fyrir inni í bíl þegar maðurinn var handtekinn. Erfitt er að gera sér í hugarlund hver umrædd sönnunargögn voru.Mæðgurnar voru handteknar við komuna til landsins á föstudaginn langa 3. apríl.vísir/andri marinóBauð fram aðstoð að fyrra bragðiLíkt og fram hefur komið var málið á ábyrgð lögreglustjórans á Suðurnesjum en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skipulagði tálbeituaðgerð þar sem fylgja átti efnum eftir. Í gögnum lögreglu kemur fram að hollenska konan, sem dæmd var í ellefu ára fangelsi í október fyrir að smygla fíkniefnum til Íslands, sýndi fádæma samstarfsvilja. Í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu eftir að hún var handtekin ásamt dóttur sinni við komuna til landsins 3. apríl, á föstudaginn langa, bauðst hún að fyrra bragði til að aðstoða lögreglu eins og hún gæti. Hún hafði á þeim tímapunkti ekki enn hitt verjanda sinn. Sjá einnig:„Hér eftir þarf ég alltaf að horfa mér um öxl“ Forsendur fyrir því að tálbeituaðgerð ætti möguleika á að ganga eftir virðast því hafa verið eins góðar og þær gerast. Konan hafði komið til landsins ásamt dóttur sinni á táningsaldri en ekkert bendir til þess að dóttirin hafi verið meðvituð um tilgang ferðarinnar.Málið var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness þar sem dómur féll. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar.Vísir/ValliKonunni tókst að sannfæra innflytjendurnaMikið magn fíkniefna fannst í töskum þeirra tveimur. Konan bauð sem fyrr segir strax fram aðstoð sína og ákveðið var að setja á svið tálbeituaðgerð. Ýmislegt olli því að erfiðlega gekk fyrir konuna að hringja í þá aðila sem veita áttu efnunum viðtöku á Íslandi. Að lokinni páskahelginni hófust símasamskipti konunnar við óþekktan aðila sem greinilega tengdist innflutningnum og á þriðjudeginum fóru hlutirnir að gerast.Úrskurður fékkst hjá Héraðsdómi Reykjaness umræddan þriðjudag til að notast við hlerunar- og eftirfararbúnað sem komið var fyrir í töskunum tveimur. Konan var í símasamskiptum við óþekkta aðila yfir daginn sem sökuðu hana um að vinna með lögreglu og drógu í efa að hún væri í raun og veru enn með efnin. Vísir hefur undir höndum uppskrifuð símtöl yfir daginn þar sem konunni tekst að sannfæra aðilana um að láta afhendinguna fara fram. Lauk þeim samskiptum með því að konunni var sagt að taka efnin úr annarri töskunni og fara efnin ásamt hinni töskunni fyrir utan Hótel Frón þangað sem maður væri kominn. Konan brást við því, fór niður og afhenti meint efni. Hún hafði komið tösku af gerviefnum ásamt hlerunar- og eftirfararbúnaði fyrir í bifreið mannsins en í stað þess að fylgja honum eftir var hann handtekinn á staðnum.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.„Ljóst að skerpa þarf verklagsreglur“Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í samtali við Vísi á dögunum að framkvæmd tálbeituaðgerðarinnar hefði ekki verið í takti við það sem lagt var upp með. Þá hafði lögreglustjóri ekki fengið neinar skýringar frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu um ástæður þess að sendisveinninn var handtekinn.„Ég skil ekki hvers vegna það gerist,“ sagði Ólafur Helgi við Vísi í lok október. Vísir spurði Ólaf Helga hvort hann hefði farið fram á útskýringar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna handtökunnar. Ólafur svaraði spurningunni ekki beint en sagði þó:Sjá einnig:Dómarar komnir í ógöngur með refsingar í fíkniefnamálum„Lögregluembættin á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu hafa farið í gegnum þetta tiltekna mál. Ljóst er að skerpa þarf á verklagsreglum í tilvikum sem þessu og stytta boðleiðir. Það verk er þegar hafið.“Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar hjá lögreglu sagði í samtali við Vísi á dögunum að hún liti ekki svo á að handtakan hefði verið mistök. Aðstæður hefðu spilast þannig að á þessum tímapunkti hefði verið metið rétt að handtaka sendisveininn. Hún vildi þó ekki gefa upp hvernig aðstæður hefðu breyst. Reglur um sérstakar aðferðir og aðgerðir lögreglu má finna á vef innanríkisráðuneytisins. Ríkissaksóknari gegnir þar eftirlitshlutverki. Vísir/ValliReglur um eftirlit með fíkniefnasendingumÍ reglum um sérstakar aðferðir og aðgerðir lögreglu við rannsókn sakamála, sem finna má á vef innanríkisráðuneytisins, kemur fram að ríkissaksóknari eigi að hafa eftirlit með framkvæmd aðferða og aðgerða. Lögreglustjórar eigi að tilkynna ríkissaksóknara um beitingu aðferð og aðgerða skv. reglum þessum.Ein af þeim aðgerðum sem falla undir fyrrnefndar reglur er „afhending undir eftirliti“. Í því felst að hafa undir stöðugu eftirliti fíkniefnasendingu um landið með það að markmiði að upplýsa um viðtakanda, aðferðir við flutning og hugsanlegt dreifikerfi og afla þannig sönnunargagna um refsiverða háttsemi. Ríkislögreglustjóri tekur ákvörðun um afhendingu og mælir fyrir um stjórn aðgerða. Að aðgerð lokinni á ríkislögreglustjóri að skila skýrslu til ríkissaksóknara vegna málsins.Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Atla Freys Fjölnissonar.Ekki aðgerð undir eftirlitiÍ skriflegu svari Huldu Maríu Stefánsdóttur, saksóknara hjá ríkissaksóknara sem sótti málið í héraði, til Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, verjanda sendisveinsins Atla Freys Fjölnissonar sem handtekinn var utan við Hótel Frón og síðar dæmdur í fimm ára fangelsi, segir að málið hafi ekki komið inn á borð ríkissaksóknara þar sem ekki hafi verið um aðgerð undir eftirliti að ræða. Ástæðan er sú að um gerviefni hafi verið að ræða, ekki fíkniefni. Hins vegar má vera ljóst að Atli Freyr hafði ekki hugmynd um að um gerviefni var að ræða. Ekki frekar en þeir sem hann átti að flytja efnin til. Þvert á upplegg tálbeituaðgerðarinnar var hann handtekinn á staðnum. Vilhjálmur hefur gagnrýnt starfshætti lögreglu í málinu, meðal annars í hæðnum pistli undir titlinum „Skapti og Skafti“, þar sem hann vísar til samnefndra lögreglumanna og klaufabárða í bókunum um Tinna. Gagnrýnir hann handtökuna undarlegu harðlega og segir: „Til þess að fyllstu sanngirni sé gætt er rétt að halda því til haga að þessi vinnubrögð lögreglu eru þó ekki með öllu fordæmalaus því þau minna um margt á vinnubrögð lögreglunnar í bókinni ,,Krabbinn með gylltu klærnar” þar sem lögreglumennirnir Skapti og Skafti tilkynntu Tinna, að glæpamaðurinn Ómar Ben Salad væri alsaklaus af öllum ásökunum um fíkniefnasmygl, því hann hefði sagt þeim það.“ Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu, segir engan grun um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í röðum lögreglu.Óskar ekki eftir óháðri úttektAthugasemdakerfi við fyrri fréttir Vísis hafa logað og margir sem telja augljóst að um leka eða spillingu hljóti að vera að ræða innan lögreglu. Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar sem skipulagði tálbeituaðgerðina, blés á þær ásakanir í samtali við Vísi í síðasta mánuði.„Það er ekki grunur um að eitthvað slæmt hafi átt sér stað,“ segir Aldís. Vísir spurði Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum sem bar ábyrgð á málinu, hvort hann hefði íhugað að vísa málinu til ríkissaksóknara til þess að fá óháða úttekt á því sem miður fór fyrir utan Hótel Frón þriðjudaginn 7. apríl. Svarið var „Nei“.Saksóknarinn Hulda María segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að embætti ríkissaksóknara hafi ekki haft nokkra aðkomu að málinu fyrir utan að sækja það fyrir dómi. Að neðan má sjá tímalínu málsins frá því að mæðgurnar voru handteknar á föstudaginn langa og þar til dómur féll í héraði í október.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Mirjam Foekje van Twuijver fékk ellefu ára dóm og Atli Freyr Fjölnisson, sem veitti fíkniefnunum viðtöku, fékk fimm ára dóm. 8. október 2015 10:24 Höfuðpaurar ganga lausir vegna óútskýrðrar ákvörðunar lögreglu sem axlar enga ábyrgð Lögregluumdæmi benda hvort á annað og vilja engum spurningum svara. Hollenskt burðardýr var dæmt í ellefu ára fangelsi og Íslendingur á þrítugsaldri, nýkominn útaf geðdeild, fékk fimm ára dóm. 26. október 2015 09:15 Yfirmaður telur ekki að handtakan við Hótel Frón hafi verið mistök Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stýrði tálbeituaðgerð þar sem sendisveinn, nýkominn útaf geðdeild, var handtekinn í stað þess að fylgja honum eftir. „Við vinnum ekki alltaf,“ segir yfirmaður fíkniefnadeildar. 30. október 2015 10:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Mirjam Foekje van Twuijver fékk ellefu ára dóm og Atli Freyr Fjölnisson, sem veitti fíkniefnunum viðtöku, fékk fimm ára dóm. 8. október 2015 10:24
Höfuðpaurar ganga lausir vegna óútskýrðrar ákvörðunar lögreglu sem axlar enga ábyrgð Lögregluumdæmi benda hvort á annað og vilja engum spurningum svara. Hollenskt burðardýr var dæmt í ellefu ára fangelsi og Íslendingur á þrítugsaldri, nýkominn útaf geðdeild, fékk fimm ára dóm. 26. október 2015 09:15
Yfirmaður telur ekki að handtakan við Hótel Frón hafi verið mistök Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stýrði tálbeituaðgerð þar sem sendisveinn, nýkominn útaf geðdeild, var handtekinn í stað þess að fylgja honum eftir. „Við vinnum ekki alltaf,“ segir yfirmaður fíkniefnadeildar. 30. október 2015 10:00