Handbolti

Danir og Rússar einu liðin sem hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ann Grete Norgaard fagnar marki hjá Dönum í kvöld.
Ann Grete Norgaard fagnar marki hjá Dönum í kvöld. Vísir/Getty
Danmörk og Rússland héldu bæði sigurgöngu sinni áfram á heimsmeistarakeppni kvenna í handbolta í Danmörku í kvöld. Svíar og Hollendingar töpuðu sínum fyrstu stigum.

Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska landsliðinu unnu annan stórsigurinn í röð, nú 21 marks sigur á Kasakstan. Noregur tapaði með einu marki á móti Rússlandi í fyrsta leik en Rússarnir hafa unnið alla sína leiki þar á meðal 45-18 sigur á Púertó Ríkó í dag. Rússland er efst í D-riðli en Noregur, Spánn og Rúmenía hafa öll fjögur stig.

Norska liðið er komið áfram eins og Rússland og Rúmenía þrátt fyrir að tvær umferðir eru eftir en fjögur af sex liðum komast áfram í sextán liða úrslitin.

Dönsku stelpurnar unnu níu marka sigur á Serbíu í kvöld, 29-20, en þær höfðu áður unnið tólf marka sigur á Túnis og níu marka sigur á Japan. Danmörk er líka komið áfram.

Svartfjallaland gerði jafntefli á móti Serbíu í fyrsta leik en hefur síðan unnið tvo leiki þar af sautján marka sigur á Ungverjalandi í dag.

Svíþjóð og Holland eru jöfn á toppi B-riðils eftir 28-28 innbyrðisjafntefli í kvöld. Linnea Torstenson skoraði jöfnunarmarkið fyrir Svía en bæði lið unnu tvo fyrstu leiki sína. Pólland er í þriðja sæti, stigi á eftir efstu liðunum, eftir fimm marka sigur á Kína, 29-24.

Brasilía vann  þriggja marka sigur á Þýskalandi, 24-21, og er á toppi C-riðils ásamt Frakklandi en báðar þjóðir hafa fimm stig. Suður Kórea vann Kóngó í dag 35-17 og er í þriðja sætinu.

Úrslitin á HM kvenna í dag:

A-riðill

Japan - Túnis 31-21

Svartfjallaland - Ungverjaland 32-15

Danmörk - Serbía 29-20

B-riðill

Kúba - Angóla 23-38

Pólland - Kína 29-24

Svíþjóð - Holland 28-28

C-riðill

Suður Kórea - Kóngó 35-17

Frakkland - Argentína 20-12

Brasilía - Þýskaland 24-21

D-riðill

Rússland - Púertó Ríkó 45-18

Spánn - Rúmenía 26-18

Noregur - Kasakstan 40-19




Fleiri fréttir

Sjá meira


×