Handbolti

Vignir í liði umferðarinnar í dönsku deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vignir hefur átt gott tímabil með Midtjylland.
Vignir hefur átt gott tímabil með Midtjylland. mynd/facebook-síða midtjylland
Vignir Svavarsson var valinn í lið 14. umferðar í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Vignir átti afbragðsleik þegar Midtjylland tapaði fyrir Mors-Thy, 33-31, á útivelli á mánudaginn í síðustu viku en landsliðsmaðurinn öflugi skoraði skoraði átta mörk í leiknum og var markahæstur í Midtjylland ásamt Jacob Östergaard.

Þetta er í þriðja sinn í vetur sem Vignir er valinn í lið umferðarinnar en hann hefur spilað vel fyrir Midtjylland sem er í 9. sæti deildarinnar með 12 stig. Eftir tímabilið færir Vignir sig svo um set til Team Tvis Holstebro en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við liðið.

Sjá einnig: Dvölin hjá Minden var svo leiðinleg að þetta var spurning um að hætta í handbolta

Vignir hefur alls skorað 45 mörk á tímabilinu en hann er í 31. sæti yfir markahæstu leikmenn dönsku deildarinnar. Þá er hann markahæsti Íslendingurinn í deildinni í vetur.

Lið 14. umferðar:

Markvörður: Kristian Dahl Pedersen, Nordsjælland (1 sinni í liði umferðarinnar)

Vinstra horn: Henrik Tilsted, Mors-Thy (2x)

Vinstri skytta: Bo Spellerberg, KIF Kolding Köbenhavn (4x)

Leikstjórnandi: Jonas Larholm, Team Tvis Holstebro (1x)

Hægri skytta: Morten Nyberg, Ribe-Esbjerg (2x)

Hægra horn: Dennis Albæk, Skive (1x)

Línumaður: Vignir Svavarsson, Midtjylland (3x)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×