Hættustigi hefur verið lýst yfir í Vestmannaeyjum. Óveðrið skall þar á um klukkan hálf sjö og vindhraði mældist upp í 49 metra á sekúndu á Stórhöfða en 23 metra í Vestmannaeyjabæ.
Eins og Vísir greindi frá fyrr í kvöld er vindmælirinn á Stórhöfða fokinn.
Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum.
Þar eru þök farin að fjúka, rúður að brotna og rusl og brak að fjúka um bæinn. Óvissustigi hefur einnig verið lýst yfir vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi, norðanverðum Vestfjörðum og á Austurlandi.
Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn
Aðalsteinn Kjartansson skrifar
