Erlent

Forsætisráðherra Lettlands segir af sér

Atli Ísleifsson skrifar
Laimdota Straujuma hefur harðlega gagnrýnt Rússa síðustu mánuði vegna deilunnar í Úkraínu.
Laimdota Straujuma hefur harðlega gagnrýnt Rússa síðustu mánuði vegna deilunnar í Úkraínu. Vísir/AFP
Laimdota Straujuma, forsætisráðherra Lettlands, sagði af sér embætti í morgun. Tilkynnt var um afsögnina í kjölfar fundar Straujuma og Raimonds Vejonis, forseta landsins.

Straujuma gaf ekkert upp um ástæðu uppsagnarinnar eftir fundinn.

Hægriflokkur Straujuma og samstarfsflokkar hennar náðu meirihluta á lettneska þinginu í þingkosningunum 2014.

Straujuma hefur harðlega gagnrýnt Rússa síðustu mánuði vegna deilunnar í Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×