Handbolti

Snorri Steinn valinn í stjörnuleikinn í Frakklandi | Í liði vikunnar í fjórða sinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Snorri Steinn í leik með íslenska landsliðinu.
Snorri Steinn í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/getty
Snorri Steinn Guðjónsson, leikmaður USAM Nimes, var í dag valinn í lið vikunnar í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta en þetta er í fjórða sinn sem hann er valinn í liðið að tólf umferðum loknum.

Snorri Steinn og félagar sitja í 3. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 15 stig, átta stigum á eftir stórliði PSG, en eftir frábært gengi í upphafi tímabilsins hefur spilamennska liðsins ekki náð sama flugi undanfarnar vikur.

Snorri var þrátt fyrir það valinn í úrvalslið 12 umferðar ásamt Nemanja Ilic, Mikkel Hansen, Dejan Malinovic, Aymen Toumi, Juan Andreu Condou og Mihal Popescu.

Er þetta í fjórða sinn sem Snorri Steinn er valinn í úrvalslið umferðarinnar í Frakklandi en aðeins Mikkel Hansen, leikmaður PSG og danska landsliðsins, hefur verið valinn oftar eða alls fimm sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×