Handbolti

Guðjón Valur og félagar töpuðu óvænt á heimavelli

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guðjón Valur og félagar eru ekki vanir að tapa á heimavelli.
Guðjón Valur og félagar eru ekki vanir að tapa á heimavelli. Vísir/getty
Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Barcelona töpuðu nokkuð óvænt á heimavelli 31-33 gegn pólska liðinu Kielce á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í dag.

Leikmenn Barcelona byrjuðu leikinn vel og leiddu tóku verðskuldað þriggja marka forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 19-16. Í seinni hálfleik var pólska liðið hinsvegar mun sterkari aðilinn og vann að lokum nauman þriggja marka sigur.

Kiril Lazarov var atkvæðamestur í liði Barcelona með tólf mörk en næstur kom Guðjón Valur með fjögur mörk en í liði Kielce var það Karol Bielecki atkvæðamestur með níu mörk.

Var þetta fyrsta tap Barcelona á heimavelli í öllum keppnum frá 3. maí 2013 gegn Atletico Madrid en spænska stórveldið tapar ekki mörgum leikjum.

Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki í leikmannahóp Kristianstad sem hélt lengi vel í við franska stórveldið Montpellier en franska náði að tryggja sér sigur rétt fyrir lok leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×