Handbolti

Duvnjak framlengdi við Kiel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Duvnjak í leik með Kiel.
Duvnjak í leik með Kiel. vísir/getty
Króatinn Domagoj Duvnjak kann vel við sig hjá Alfreð Gíslasyni, þjálfara Kiel, og er búinn að framlengja samningi sínum við félagið.

Nýi samningurinn er til ársins 2020. Góð tíðindi fyrir Kiel að halda þessum sterka 27 ára leikmanni.

Hann kom til félagsins frá þrotabúi Hamborg á síðasta ári og gerði þá samning til 2017. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og því er búið að húrra upp nýjum samningi.

„Hann er ótrúlega útsjóanrsamur leikmaður og er líka sterkur í vörninni. Það er virkilega gott að hugsa til þess að hann verði hjá okkur næstu árin," sagði Alfreð.

Kiel verður í beinni á Stöð 2 Sport á sunnudag er liðið tekur á móti Aroni Pálmarssyni og félögum í Veszprém. Þá verður Duvnjak í banni eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í síðasta leik liðsins í keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×