Kallaði fyrirspurn um lágt veiðigjald „vitleysisfyrirspurn“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. desember 2015 14:39 Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, spurði Sigmund Davíð forsætisráðherra út í upphæð veiðigjalda í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Vísir/Daníel „Maður veit ekki hvernig maður á að svara svona vitleysisfyrirspurn,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í umræðum um upphæð fyrirhugaðs veiðigjalds á næsta ári. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, spurði ráðherrann hvernig standi á því að veiðigjaldið sé í sögulegu lágmarki samkvæmt áætlun þegar sjávarútvegurinn væri í blússandi uppsiglingu. Björt spurði hvernig stæði á því að þjóðin fengi ekki krónu úr sjávarútveginum á meðan eigendur fengju milljarða arð.Vísir/AntonÁ annan tug milljarða í arð „Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja var 43 milljarðar í fyrra. Fyrirtækin greiddu sjálfum sér 13,5 milljarða kr. í arð í fyrra. Er þá eðlilegt að arðurinn til þjóðarinnar sé í raun 0 krónur?“ spurði Björt meðal annars í fyrirspurn sinni. „Er eðlilegt að gjöldin þegar svona vel gengur fari bara í sjávarútveginn sjálfan og þjóðin fái 0 krónur í sinn vasa?“ Vísaði hún til þess að heilmikill kostnaður væri hjá ríkinu vegna sjávarútvegsins og taldi meðal annars til Hafrannsóknarstofnun, sem stuðlaði að sjálfbærum veiðum, Fiskistofu og svo hluta Landhelgisgæslunnar. Milljarðar á milljarðatugi ofanSigmundur Davíð sagði þessa útreikninga Bjartrar hæpna. „Þetta er það sem í tíð Reagans Bandaríkjaforseta var kölluð vúduhagfræði eða vúdútölfræði, að fá það út að sjávarútvegur á Íslandi skili 0 krónum vegna þess að við þurfum að reka ráðuneyti og gæta fiskimiðanna og landhelginnar og vera með Hafrannsóknastofnun til að stunda sjálfbærar veiðar,“ sagði hann.Sigmundur benti á að íslenskur sjávarútvegur væri ekki niðurgreiddur af ríkinu en Björt spurði þá hvort það væri nóg.vísir/pjetur„En þar til viðbótar, og þessu virðist háttvirtur þingmaður algjörlega gleyma, skilar sjávarútvegurinn milljörðum á milljarðatugi ofan með óbeinum hætti til samfélagsins í formi fjárfestingar, launa, alls lags umsvifa bæði sjávarútvegsfyrirtækjanna sjálfra og þeirra fyrirtækja sem á einn eða annan hátt tengjast sjávarútveginum og þau eru býsna mörg,“ bætti hann svo við. Björt vísaði þessum ásökunum um vúdúhagfræði til föðurhúsanna, eins og hún orðaði það. „Þetta stendur beinlínis í frumvarpinu frá hæstvirtur fjármálaráðherra, frá þér karlinn minn, og fjármálaráðuneytið hefur bestu upplýsingar um þessa stöðu hverju sinni,“ sagði hún.Enginn ríkisstyrkur Sigmundur minnti þá einnig á að sjávarútvegur sé víðast hvar ríkisstyrktur; meðal annars í Noregi þar sem forsætisráðherra sagði að 20 þúsund íslenskar krónur, eða því sem nemur, sé greitt með hverju lönduðu tonni. Björt spurði þá hvort það væri nógu gott.„Er hæstvirtur ráðherra að segja að það sé í lagi, að það sé ásættanlegt, að ríkiskassinn komi nokkurn veginn út á sléttu? Af því að við erum ekki að ríkisstyrkja sjávarútveginn þá séum við bara góð að halda sjó í því? Er það í lagi þegar sjávarútvegurinn skilar sjálfum sér 13,5 milljörðum kr. í arð?“ Ekkert svar fékkst við því heldur endurtók Sigmundur að honum þætti framsetning þingkonunnar fráleit og að hún liti fram hjá allri fjárfestingu sem ætti sér stað í sjávarútvegi, öllum þeim tekjum sem ríkið fengi í formi tekna af hagnaði fyrirtækja, í formi tekna af launum, tekna af virðisaukaskatti, í formi útflutningsverðmæta og svo í formi veiðigjalda. Alþingi Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira
„Maður veit ekki hvernig maður á að svara svona vitleysisfyrirspurn,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í umræðum um upphæð fyrirhugaðs veiðigjalds á næsta ári. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, spurði ráðherrann hvernig standi á því að veiðigjaldið sé í sögulegu lágmarki samkvæmt áætlun þegar sjávarútvegurinn væri í blússandi uppsiglingu. Björt spurði hvernig stæði á því að þjóðin fengi ekki krónu úr sjávarútveginum á meðan eigendur fengju milljarða arð.Vísir/AntonÁ annan tug milljarða í arð „Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja var 43 milljarðar í fyrra. Fyrirtækin greiddu sjálfum sér 13,5 milljarða kr. í arð í fyrra. Er þá eðlilegt að arðurinn til þjóðarinnar sé í raun 0 krónur?“ spurði Björt meðal annars í fyrirspurn sinni. „Er eðlilegt að gjöldin þegar svona vel gengur fari bara í sjávarútveginn sjálfan og þjóðin fái 0 krónur í sinn vasa?“ Vísaði hún til þess að heilmikill kostnaður væri hjá ríkinu vegna sjávarútvegsins og taldi meðal annars til Hafrannsóknarstofnun, sem stuðlaði að sjálfbærum veiðum, Fiskistofu og svo hluta Landhelgisgæslunnar. Milljarðar á milljarðatugi ofanSigmundur Davíð sagði þessa útreikninga Bjartrar hæpna. „Þetta er það sem í tíð Reagans Bandaríkjaforseta var kölluð vúduhagfræði eða vúdútölfræði, að fá það út að sjávarútvegur á Íslandi skili 0 krónum vegna þess að við þurfum að reka ráðuneyti og gæta fiskimiðanna og landhelginnar og vera með Hafrannsóknastofnun til að stunda sjálfbærar veiðar,“ sagði hann.Sigmundur benti á að íslenskur sjávarútvegur væri ekki niðurgreiddur af ríkinu en Björt spurði þá hvort það væri nóg.vísir/pjetur„En þar til viðbótar, og þessu virðist háttvirtur þingmaður algjörlega gleyma, skilar sjávarútvegurinn milljörðum á milljarðatugi ofan með óbeinum hætti til samfélagsins í formi fjárfestingar, launa, alls lags umsvifa bæði sjávarútvegsfyrirtækjanna sjálfra og þeirra fyrirtækja sem á einn eða annan hátt tengjast sjávarútveginum og þau eru býsna mörg,“ bætti hann svo við. Björt vísaði þessum ásökunum um vúdúhagfræði til föðurhúsanna, eins og hún orðaði það. „Þetta stendur beinlínis í frumvarpinu frá hæstvirtur fjármálaráðherra, frá þér karlinn minn, og fjármálaráðuneytið hefur bestu upplýsingar um þessa stöðu hverju sinni,“ sagði hún.Enginn ríkisstyrkur Sigmundur minnti þá einnig á að sjávarútvegur sé víðast hvar ríkisstyrktur; meðal annars í Noregi þar sem forsætisráðherra sagði að 20 þúsund íslenskar krónur, eða því sem nemur, sé greitt með hverju lönduðu tonni. Björt spurði þá hvort það væri nógu gott.„Er hæstvirtur ráðherra að segja að það sé í lagi, að það sé ásættanlegt, að ríkiskassinn komi nokkurn veginn út á sléttu? Af því að við erum ekki að ríkisstyrkja sjávarútveginn þá séum við bara góð að halda sjó í því? Er það í lagi þegar sjávarútvegurinn skilar sjálfum sér 13,5 milljörðum kr. í arð?“ Ekkert svar fékkst við því heldur endurtók Sigmundur að honum þætti framsetning þingkonunnar fráleit og að hún liti fram hjá allri fjárfestingu sem ætti sér stað í sjávarútvegi, öllum þeim tekjum sem ríkið fengi í formi tekna af hagnaði fyrirtækja, í formi tekna af launum, tekna af virðisaukaskatti, í formi útflutningsverðmæta og svo í formi veiðigjalda.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira