Erlent

Íslenskur fjárkúgari í haldi í Dubai

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ian Strachan eða Charles Goldstein líkt og hann heitir í dag. Myndin af Ian er tekin árið 2007.
Ian Strachan eða Charles Goldstein líkt og hann heitir í dag. Myndin af Ian er tekin árið 2007.
Hinn íslensk ættaði Ian Strachan Aðalsteinsson, krúnukúgarinn svokallaði, sætir farbanni í Dubai. Hann er sagður skulda bílaleigu 100 þúsund pund vegna skemmda á bifreið af gerðinni Audi R8. Ian var árið 2008 dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að reyna kúga fé út úr bresku kóngafólki.

Í frétt Daily Mail segir að Ian gangi nú undir nafninu Charles Goldstein. Hann hafi verið fastur í Dubai í átta mánuði vegna málsins en að Ian neiti alfarið sök. Hann viðurkennir að skulda bílaleigunni pening, en segir hana hljóða upp á eitt þúsund pund, eða tæpar 200 þúsund krónur.  Hann var færður í hald lögreglu, en sjálfur segist hann fórnarlamb í málinu - skemmdirnar hafi verið unnar á bílnum áður.

Þá segir í fréttinni að Ian hafi eytt 34 þúsund pundum í lýtaaðgerðir, en þar neitar hann að hafa gengist undir slíkar aðgerðir í þeim tilgangi að geta farið huldu höfðu.

Ian komst í heimspressuna árið 2007 þegar hann var sakaður um að hafa hótað að birta kynlífsmyndband af meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar. Þá hét hann Paul Aðalsteinsson og var skráður til heimilis í Vestmannaeyjum. Hann er Skoti af íslenskum ættum.

Athygli vakti að Ian fékk lögmanninn Giovanni di Stefano til að verja sig, en hann hefur varið menn eins og Slobodan Milosevic og Saddam Hussein. Þá varði hann jafnframt breska fjöldamorðingjann Harold Shipman og barnaníðinginn Gary Glitter. Stefano er sjálfur dæmdur svikahrappur og var gerður útlægur úr Bandaríkjunum.

Stöð 2 fjallaði nokkuð um málið á sínum tíma, líkt og sjá má hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×