Árið 2015 hefur verið ein sorgarsaga fyrir Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, og það mun enda á neikvæðum nótum.
Tveir háttsettir menn innan FIFA voru handteknir í morgun og nú er að koma í ljós að sambandið tapaði svakalegum peningum á árinu.
FIFA mun tilkynna um rúmlega 13 milljarða króna tap á árinu sem fjöldi FIFA-manna voru handteknir, forsetanum var vikið frá og endalausar sögur um spillingu voru í umræðunni.
FIFA er að funda núna í Zurich um leiðir til þess að bæta sambandið og ímynd þess.
Bandarísk yfirvöld hafa þegar ákært fjórtán meðlimi FIFA á árinu og fleiri gætu fengið ákæru. Nýr forseti sambandsins verður kosinn í lok febrúar.
Fótbolti