Húðflúra án starfsleyfis Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2015 07:00 Húðflúr verða sífellt vinsælli. Til að mynda fá þúsund Danir sér húðflúr á hverjum degi. Þróunin hefur verið svipuð á Íslandi og eru meðal annars haldnar húðflúrráðstefnur á landinu - en þaðan er þessi mynd fengin. vísir/daníel Húðflúrarar eru ekki með lögbundið starfsheiti og getur í raun hver sem er keypt sér tæki og tól til að gera húðflúr og selt þjónustuna á svörtum markaði. Vinsælt er að kaupa ódýrt blek frá Kína sem ekki hefur verið ofnæmisprófað og inniheldur meðal annars blý. Húðflúrarar sem starfa á húðflúrstofum eru aftur á móti undir eftirliti heilbrigðiseftirlitsins sem kemur árlega til að athuga hreinlæti og búnað. Níu húðflúrstofur eru í Reykjavík sem eru undir eftirliti heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Rósa Magnúsdóttir deildarstjóri þar segir að vitað sé um svartan markað en að stofnunin hafi ekki heimild til að banka upp á hjá fólki og ryðjast inn til að kanna hvort verið sé að húðflúra. „Það er á ábyrgð rekstraraðilans að sækja um starfsleyfi. Við leitum ekki uppi ólöglega starfsemi en við höfum fengið ábendingar og þá fylgjum við þeim eftir en það er ekki margt sem við getum gert. Við sendum til dæmis bréf og látum Landlækni vita,“ segir Rósa og hvetur fólk til að senda inn ábendingar ef það verður vart við ólöglega starfsemi eða að börn undir átján ára aldri fái húðflúr án leyfis foreldra.Ása Steinunn hjá landlæknisembættinu heldur námskeið í sótthreinsun fyrir flúrara og reynir embættið að bæta lýðheilsu með fræðslu.Ábyrgðin hjá neytendum Ása Steinunn Atladóttir, verkefnastjóri á sóttvarnarsviði Embættis landlæknis, segir embættið veita húðflúrurum fræðslu. „Hlutverk landlæknis er að hafa eftirlit með faglærðu heilbrigðisstarfsfólki. Húðflúrarar eru ekki faglærðir en við gerum okkar besta að vernda lýðheilsu með fræðslu.“ Hægt er að fá alvarlegar sýkingar, blóðeitrun og smitsjúkdóma eins og lifrarbólgu C ef hreinlæti er ábótavant eða ef blekið er ekki gæðavottað. Í Danmörku fá til að mynda tólf prósent þeirra sem fá sér húðflúr óþægindi í kjölfarið. Dæmi eru um að fólk hafi misst útlim eða þurfi að fara í dýrar aðgerðir til að láta fjarlægja hluta af húðinni vegna sýkingar í húðflúri. Ása segir ekki vera hægt að rekja hversu margar sýkingar hafi komið upp í tengslum við húðflúr á Íslandi. „Fólk fer til heimilislæknis eða húðsjúkdómalæknis og við höfum enga skrá yfir slíkt. Enda eru engin gögn til um hve margir fá sér húðflúr og þar af leiðandi engin gögn til um hve margir fá aukaverkanir af húðflúri,” segir Ása og bætir við að það sé mikilvægt að almenningur sé upplýstur. „Ábyrgðin er fyrst og fremst hjá neytendum. Ef þú ákveður að fá þér húðflúr þá ættir þú að athuga hvort húðflúrarinn sé með starfsleyfi. Neytendur eiga að vera krítískir og ábyrgðin getur ekki legið öll hjá ríkinu.“Þyrfti að vera stéttarfélag Fjölnir og Búri starfa sem húðflúrarar á Íslenzku húðflúrstofunni og segja alvitað að margir stundi húðflúr án leyfis eða löglegs bleks. Þeir segja slíka fúskara setja svartan blett á stéttina, sem almennt vinni eftir ströngustu gæðakröfum á Íslandi. „Neytendur eiga að krefjast þess að sjá plagg frá heilbrigðiseftirlitinu,“ segir Búri. Hann segist hafa heyrt af fólki sem lendi í vandræðum með húðflúrin eftir að hafa farið til einhvers ekki með leyfi en erfitt sé að leita til viðeigandi aðila. „Það eru engir viðeigandi aðilar til að leita til sem geta gert eitthvað í málinu.“ Fjölnir Bragason húðflúrari tekur undir orð Búra. „Við erum að sjá alls kyns vitleysu. Yngri krakkar og fólk sem heldur að það sé að spara pening.“Fjölnir og Búri á Íslenzku húðflúrstofunni.vísir/ernirFjölnir segir þurfa ansi mikið að ganga á til að lögreglan taki í taumana enda sé hún líklega ekki með fjármagn og mannskap til að fara í þessi mál. „Ég veit um dæmi frá Ísafirði þar sem hakakrossinn var húðflúraður á hendi þrettán ára barns. Þá var tekið í taumana.“ Fjölnir segir grafalvarlegt mál að viðvaningar séu að húðflúra vegna sýkingarhættu en einnig komi þetta óorði á markaðinn. Húðflúrarar fara ekki í formlegt nám heldur læra hjá lærimeistara. Námið getur tekið tvö til fjögur ár og er tekið alvarlega meðal fagmanna á markaðnum. „Það þyrfti að vera stéttarfélag húðflúrara og nefnd sem gæfi út löggildingu eins og tíðkast í iðngreinunum. En það er bara ekki fjármagn til slíks. Maður skilur alveg krakka sem vilja prófa sig áfram en það er bara ekki hægt. Maður kaupir ekki hamar og gerist tannlæknir. Það er eins með húðflúr, maður kaupir ekki ódýrar græjur og ónýtt blek frá Kína og gerist húðflúrari.“ Fjölnir og Búri vita um mörg dæmi þess að fólk panti tæki og blek á netinu. Fjölnir bendir á að ekkert eftirlit sé með litum sem komi frá Kína. „Við pöntum sjálfir eingöngu blek sem hefur verið ofnæmisprófað og er gæðavottað.“ Búri segir mikið og gott eftirlit vera með húðflúrurum á Íslandi – það er að segja þeim sem stunda viðskipti sín fyrir opnum tjöldum. „Ég hef unnið í Svíþjóð þar sem er mikið regluverk en eftirlitið er betra hér heima. Við fögnum því. Það er gæðamerki og setur fagið upp á hærra plan. Ég hvet þá sem vilja fá sér húðflúr að velja meðvitað hvaða húðflúrara þeir leita til. Ekki bara upp á hreinlætið heldur líka fagmennskuna. Þú vilt ekki enda með forljótt húðflúr."Stjórnlaust í Danmörku Ekkert eftirlit er með húðflúrurum í Danmörku en talið er að um þúsund Danir fái sér húðflúr á degi hverjum. Reynt hefur verið að stofna stéttarfélag húðflúrara til að knýja á um breytingar en það hefur ekki tekist vegna skorti á fjármagni. Í nýlegri heimildamynd TV2 um húðflúr í Danmörku kemur fram að tólf prósent Dana endi með einhvers konar sýkingu eftir að hafa fengið sér húðflúr. Vitað er um dæmi um ungan mann sem missti fót vegna sýkingar og fjölmargir fara í rándýrar aðgerðir til að láta fjarlægja sýkta húð vegna húðflúrs. Tengdar fréttir Sumarlífið: Endaði með því að fá sér tattoo í miðju viðtali við Gísla Pálma Ný vefþáttur hefur göngu sína hér á Lífinu á Vísi á morgun en hann verður í umsjón Davíðs Arnars Oddgeirssonar og Óskar Gunnarsdóttur. 4. júní 2015 10:28 Flúraði löpp á löppina María Lilja Þrastardóttir er meðal viðmælenda í húðflúrsumfjöllun í nýjasta Glamour. 6. júní 2015 09:30 Stafsetningarvilla í húðflúri Jóa Laxdal Jóhann Laxdal, bakvörður Stjörnunar í Pepsi-deild karla, hyggst breyta húðflúri sínu sem hann fékk sér vegna stafsetningarvillu. 16. maí 2015 13:29 Jón Gnarr húðflúrar Texas á sig: "Texas gaf mér nafn mitt“ Tattúum Jóns Gnarr hefur fjölgað um eitt. 10. apríl 2015 11:51 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira
Húðflúrarar eru ekki með lögbundið starfsheiti og getur í raun hver sem er keypt sér tæki og tól til að gera húðflúr og selt þjónustuna á svörtum markaði. Vinsælt er að kaupa ódýrt blek frá Kína sem ekki hefur verið ofnæmisprófað og inniheldur meðal annars blý. Húðflúrarar sem starfa á húðflúrstofum eru aftur á móti undir eftirliti heilbrigðiseftirlitsins sem kemur árlega til að athuga hreinlæti og búnað. Níu húðflúrstofur eru í Reykjavík sem eru undir eftirliti heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Rósa Magnúsdóttir deildarstjóri þar segir að vitað sé um svartan markað en að stofnunin hafi ekki heimild til að banka upp á hjá fólki og ryðjast inn til að kanna hvort verið sé að húðflúra. „Það er á ábyrgð rekstraraðilans að sækja um starfsleyfi. Við leitum ekki uppi ólöglega starfsemi en við höfum fengið ábendingar og þá fylgjum við þeim eftir en það er ekki margt sem við getum gert. Við sendum til dæmis bréf og látum Landlækni vita,“ segir Rósa og hvetur fólk til að senda inn ábendingar ef það verður vart við ólöglega starfsemi eða að börn undir átján ára aldri fái húðflúr án leyfis foreldra.Ása Steinunn hjá landlæknisembættinu heldur námskeið í sótthreinsun fyrir flúrara og reynir embættið að bæta lýðheilsu með fræðslu.Ábyrgðin hjá neytendum Ása Steinunn Atladóttir, verkefnastjóri á sóttvarnarsviði Embættis landlæknis, segir embættið veita húðflúrurum fræðslu. „Hlutverk landlæknis er að hafa eftirlit með faglærðu heilbrigðisstarfsfólki. Húðflúrarar eru ekki faglærðir en við gerum okkar besta að vernda lýðheilsu með fræðslu.“ Hægt er að fá alvarlegar sýkingar, blóðeitrun og smitsjúkdóma eins og lifrarbólgu C ef hreinlæti er ábótavant eða ef blekið er ekki gæðavottað. Í Danmörku fá til að mynda tólf prósent þeirra sem fá sér húðflúr óþægindi í kjölfarið. Dæmi eru um að fólk hafi misst útlim eða þurfi að fara í dýrar aðgerðir til að láta fjarlægja hluta af húðinni vegna sýkingar í húðflúri. Ása segir ekki vera hægt að rekja hversu margar sýkingar hafi komið upp í tengslum við húðflúr á Íslandi. „Fólk fer til heimilislæknis eða húðsjúkdómalæknis og við höfum enga skrá yfir slíkt. Enda eru engin gögn til um hve margir fá sér húðflúr og þar af leiðandi engin gögn til um hve margir fá aukaverkanir af húðflúri,” segir Ása og bætir við að það sé mikilvægt að almenningur sé upplýstur. „Ábyrgðin er fyrst og fremst hjá neytendum. Ef þú ákveður að fá þér húðflúr þá ættir þú að athuga hvort húðflúrarinn sé með starfsleyfi. Neytendur eiga að vera krítískir og ábyrgðin getur ekki legið öll hjá ríkinu.“Þyrfti að vera stéttarfélag Fjölnir og Búri starfa sem húðflúrarar á Íslenzku húðflúrstofunni og segja alvitað að margir stundi húðflúr án leyfis eða löglegs bleks. Þeir segja slíka fúskara setja svartan blett á stéttina, sem almennt vinni eftir ströngustu gæðakröfum á Íslandi. „Neytendur eiga að krefjast þess að sjá plagg frá heilbrigðiseftirlitinu,“ segir Búri. Hann segist hafa heyrt af fólki sem lendi í vandræðum með húðflúrin eftir að hafa farið til einhvers ekki með leyfi en erfitt sé að leita til viðeigandi aðila. „Það eru engir viðeigandi aðilar til að leita til sem geta gert eitthvað í málinu.“ Fjölnir Bragason húðflúrari tekur undir orð Búra. „Við erum að sjá alls kyns vitleysu. Yngri krakkar og fólk sem heldur að það sé að spara pening.“Fjölnir og Búri á Íslenzku húðflúrstofunni.vísir/ernirFjölnir segir þurfa ansi mikið að ganga á til að lögreglan taki í taumana enda sé hún líklega ekki með fjármagn og mannskap til að fara í þessi mál. „Ég veit um dæmi frá Ísafirði þar sem hakakrossinn var húðflúraður á hendi þrettán ára barns. Þá var tekið í taumana.“ Fjölnir segir grafalvarlegt mál að viðvaningar séu að húðflúra vegna sýkingarhættu en einnig komi þetta óorði á markaðinn. Húðflúrarar fara ekki í formlegt nám heldur læra hjá lærimeistara. Námið getur tekið tvö til fjögur ár og er tekið alvarlega meðal fagmanna á markaðnum. „Það þyrfti að vera stéttarfélag húðflúrara og nefnd sem gæfi út löggildingu eins og tíðkast í iðngreinunum. En það er bara ekki fjármagn til slíks. Maður skilur alveg krakka sem vilja prófa sig áfram en það er bara ekki hægt. Maður kaupir ekki hamar og gerist tannlæknir. Það er eins með húðflúr, maður kaupir ekki ódýrar græjur og ónýtt blek frá Kína og gerist húðflúrari.“ Fjölnir og Búri vita um mörg dæmi þess að fólk panti tæki og blek á netinu. Fjölnir bendir á að ekkert eftirlit sé með litum sem komi frá Kína. „Við pöntum sjálfir eingöngu blek sem hefur verið ofnæmisprófað og er gæðavottað.“ Búri segir mikið og gott eftirlit vera með húðflúrurum á Íslandi – það er að segja þeim sem stunda viðskipti sín fyrir opnum tjöldum. „Ég hef unnið í Svíþjóð þar sem er mikið regluverk en eftirlitið er betra hér heima. Við fögnum því. Það er gæðamerki og setur fagið upp á hærra plan. Ég hvet þá sem vilja fá sér húðflúr að velja meðvitað hvaða húðflúrara þeir leita til. Ekki bara upp á hreinlætið heldur líka fagmennskuna. Þú vilt ekki enda með forljótt húðflúr."Stjórnlaust í Danmörku Ekkert eftirlit er með húðflúrurum í Danmörku en talið er að um þúsund Danir fái sér húðflúr á degi hverjum. Reynt hefur verið að stofna stéttarfélag húðflúrara til að knýja á um breytingar en það hefur ekki tekist vegna skorti á fjármagni. Í nýlegri heimildamynd TV2 um húðflúr í Danmörku kemur fram að tólf prósent Dana endi með einhvers konar sýkingu eftir að hafa fengið sér húðflúr. Vitað er um dæmi um ungan mann sem missti fót vegna sýkingar og fjölmargir fara í rándýrar aðgerðir til að láta fjarlægja sýkta húð vegna húðflúrs.
Tengdar fréttir Sumarlífið: Endaði með því að fá sér tattoo í miðju viðtali við Gísla Pálma Ný vefþáttur hefur göngu sína hér á Lífinu á Vísi á morgun en hann verður í umsjón Davíðs Arnars Oddgeirssonar og Óskar Gunnarsdóttur. 4. júní 2015 10:28 Flúraði löpp á löppina María Lilja Þrastardóttir er meðal viðmælenda í húðflúrsumfjöllun í nýjasta Glamour. 6. júní 2015 09:30 Stafsetningarvilla í húðflúri Jóa Laxdal Jóhann Laxdal, bakvörður Stjörnunar í Pepsi-deild karla, hyggst breyta húðflúri sínu sem hann fékk sér vegna stafsetningarvillu. 16. maí 2015 13:29 Jón Gnarr húðflúrar Texas á sig: "Texas gaf mér nafn mitt“ Tattúum Jóns Gnarr hefur fjölgað um eitt. 10. apríl 2015 11:51 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira
Sumarlífið: Endaði með því að fá sér tattoo í miðju viðtali við Gísla Pálma Ný vefþáttur hefur göngu sína hér á Lífinu á Vísi á morgun en hann verður í umsjón Davíðs Arnars Oddgeirssonar og Óskar Gunnarsdóttur. 4. júní 2015 10:28
Flúraði löpp á löppina María Lilja Þrastardóttir er meðal viðmælenda í húðflúrsumfjöllun í nýjasta Glamour. 6. júní 2015 09:30
Stafsetningarvilla í húðflúri Jóa Laxdal Jóhann Laxdal, bakvörður Stjörnunar í Pepsi-deild karla, hyggst breyta húðflúri sínu sem hann fékk sér vegna stafsetningarvillu. 16. maí 2015 13:29
Jón Gnarr húðflúrar Texas á sig: "Texas gaf mér nafn mitt“ Tattúum Jóns Gnarr hefur fjölgað um eitt. 10. apríl 2015 11:51