Er dómskerfið fyrir alla, eða bara fyrir suma? Guðbjörn Jónsson og fyrrverandi ráðgjafi skrifa 2. desember 2015 19:24 Um árabil hafa skoðanakannanir sýnt að almenningur ber lítið traust til dómstóla landsins. Það er hins vegar öllu merkilegra að þetta lága traust sem dómstólar virðast njóta meðal almennings, hefur ekki orðið kveikja að bættum vinnubrögðum innan dómstólanna, því stöðugt koma frá þeim dómar sem vekja undrun. Já jafnvel dómar þar sem niðurstaðan er augljóslega á skjön við fyrirmæli laga. Í yfirskrift er spurt hvort dómskerfið sé fyrir alla, eða bara suma. Afar eðlileg spurning þegar horft er til þess hversu dómstólar hafa verið gerðir óaðgengilegir almenningi. Það hefur verið gert í áföngum á tveimur áratugum eða svo. Einnig hafa vinnubrögð, alla vega sumra dómstóla, farið á skjön við þau lög sem þeir eiga að starfa eftir. Þar ber t. d. verulega á því að dómstólar víki til hliðar lögum um meðferð einkamála en vísi í þeirra stað til laga nr. 77/1998 um lögmenn. Einnig er í nokkrum dómstólum að minnsta kosti, að ENGINN dómari sitji í dómarasæti í réttarsal. Þar sitji aðstoðarmaður dómara í hans stað. Fyrir slíku eru engar lagaheimildir. Lítum aðeins nánar á atriði sem hér hefur verið drepið á. Í lögunum um meðferð einkamála, nr. 91/1991, eru mjög þokkalega skýrar reglur um alla almenna framkvæmd venjulegra réttarhalda. Til dæmis er í 7. grein þeirra laga afar skýrt ákvæði um hver skuli stýra þinghaldi í dómssal. Þar segir svo:7. gr. Dómari stýrir þinghaldi og gætir þess að það sé háð eftir réttum reglum. Þarna er afar skýrt kveðið að orði og varla hægt að ætlast til mikillar dómgreindar af þeim sem ekki skilja þetta. Þá er kannski rétt að spyrja hvort einhver verulegur munur sé á því hvort það er dómari eða aðstoðarmaður hans sem stýri þinghaldi. Já, á því er sá meginmunur að í þinghaldi geta komið upp atriði sem í þurfi dómaraúrskurð. Dómari sem skipaður er í embætti dómara hefur löglegt vald til að úrskurða. Honum ber að starfa sjálfstætt og bera einn fulla ábyrgð á þeim dómum og úrskurðum sem hann kveður upp. Aðstoðarmaður dómara er hins vegar skammtímaráðinn óbreyttur ríkisstarfsmaður. Honum ber að hlýða yfirmanni sínum og ber einungis ábyrgð gagnvart honum, en ekki verkum sínum. Yfirmaður hans ber ábyrgð á þeim. Aðstoðarmaðurinn hefur því ekki lagalega heimild til að fella úrskurði í ágreiningsatriðum í þinghaldi. Ég læt hérna fylgja litla dæmisögu sem sýnir nokkuð fjölþætta sniðgöngu dómstóls hjá þeim lögum sem hann á að starfa eftir. Málshefjandi (stefnandi) stefndi forstjóra fyrirtækis fyrir rétt, til að svara fyrir misgjörðir fyrirtækisins. Við þingfestingu málsins sat í dómarasæti aðstoðarmaður dómara en slíkt er ekki heimilt, eins og að framan er getið. Til þingfestingar mætti forstjórinn ekki en sjálfstætt starfandi lögmaður, sem með leyfi dómstólsins, hefur fast aðsetur alla þingdaga við málsvarnarborð réttarsalarins, sagðist vera mættur fyrir forstjórann. Þarna var afar mikilvægur punktur í stöðunni fyrir stefnanda málsins, því í 1. mgr. 96. gr. laga um meðferð einkamála segir svo:„96. gr. Nú sækir stefndi ekki þing þegar mál er þingfest og ekki er kunnugt að hann hafi lögmæt forföll, og skal þá málið tekið til dóms í þeim búningi sem það er,“ Eins og þarna kemur skýrt fram í lögunum var STEFNDA SJÁLFUM SKYLT að mæta við þingfestingu. Engin heimild er í lögum fyrir stefnda að senda einhvern fulltrúa fyrir sig við þingfestingu máls. Stefnandi gerði því kröfu um að málið yrði tekið til dóms á grundvelli 1. mgr. 96. greinar einkamálalaga. Á þetta vildi aðstoðarmaðurinn í dómarasætinu ekki fallast. Eðlilega gerði stefnandi þá kröfu um að sá lögmaður sem SAGÐIST mættur fyrir stefnda, legði fram löglegt umboð stefnda til að hann mætti mæta fyrir hönd stefnda. Þessu hafnaði lögmaðurinn. Stefnandi mótmælti því en aðstoðarmaðurinn í sæti dómara sagði það rétt hjá lögmanninum að hann þyrfti ekki umboð. Óskaði stefnandi þá eftir að krafa hans yrði bókuð í þingbók en aðstoðarmaðurinn í dómarasæti hafnaði því einnig. Þó segir afar skýrt um framkvæmd þinghalds í 2. mgr. 11. gr. laga um meðferð einkamála að:„Einnig er rétt að bóka um yfirlýsingar af hendi aðila sem hafa ekki komið fram skriflega.“ Þarna braut dómstóllinn ítrekað á stefnanda, í einu atriði þinghalds, með því að virða ekki þau lög sem dómstóllinn á EINGÖNGU að starfa eftir. Að segja lögmann ekki þurfa að leggja fram löglegt umboð er utan allra reglna um skjalaskyldu dómsmála. Dómara er skylt að hafa í sínum skjölum löglegt umboð allra sem segjast eiga aðild að málinu. Og í þeim skjölum væri að lágmarki umboð til að mæta við þingfestingu eða svonefndur Málflutningssamningur. Það sem hér hefur verið rakið er einungis lítið brot af allri þeirri sniðgöngu laga sem dómstólar eiga að starfa eftir. Stefnandi í framangreindu máli skrifaði bréf til dómstjóra viðkomandi héraðsdóms og kvartaði undan að brotið hafi verið á sér. Dómstjóri kvað heimilt að láta aðstoðarmann dómara sitja í dómarasæti við reglulegt þinghald sem kallað er, þegar stefna er þingfest eða aðilar skila greinargerðum. Fyrir slíku eru engar lagaheimildir. Um starf aðstoðarmanna segir svo í 17. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla:„17. gr. [Til aðstoðar dómurum má ráða lögfræðinga sem fullnægja skilyrðum 2.–6. tölul. 2. mgr. 12. gr. Aðstoðarmaður skal ráðinn til fimm ára og er heimilt að endurnýja þá ráðningu einu sinni. Að öðru leyti gilda um hann almennar reglur um starfsmenn ríkisins.Dómstjóri getur falið aðstoðarmanni önnur dómstörf en þau að fara með og leysa að efni til úr hvers konar einkamálum, þar sem vörnum er haldið uppi, og sakamálum frá því að þau koma til aðalmeðferðar. Dómstjóri ber ábyrgð á störfum aðstoðarmanns og getur gefið honum fyrirmæli um hvað eina sem lýtur að rækslu þeirra.“ Það sem dómstjóri var að vísa til sem heimild til að setja aðstoðarmann í dómarasæti er upphaf 2. mgr. þar sem segir að: Dómstjóri getur falið aðstoðarmanni önnur dómstörf en þau að fara með og leysa að efni til úr hvers konar einkamálum, þar sem vörnum er haldið uppi, og sakamálum frá því að þau koma til aðalmeðferðar. Í þessu atriði kemur afar skýrt fram dómgreindarbrestur dómstjóra. Í sæti dómara má ALDREI setja aðila sem ekki hefur verið skipaður dómari. Ástæða þess er sú að sá aðili sem situr í sæti dómara VERÐUR ævinlega að vera fær um að úrskurða um hvaða álitaefni sem upp kann að koma milli málsaðila. Skipaður dómari starfar á eigin ábyrgð en aðstoðarmaður dómara er ekki ábyrgðarlega sjálfstæður, heldur hefur hlýðniskyldu við yfirmann sinn. Neitun dómstjóra var lögð fyrir útskurðarnefnd um dómarastörf. Sú nefnd studdi dómstjóra að öllu leyti í sniðgöngu á þeim lögum sem dómurinn á undanbragðalaust að starfa eftir. Nefnd þess er skipuð þremur aðilum. Tveim fyrrverandi Hæstaréttardómurum og einum fyrrverandi dómstjóra héraðsdóms. Ekki var talið líklegt að það skilaði neinum frekari árangri að kvarta til dómstólaráðs því það er skipað 5 aðilum, þrem starfandi dómurum og tveimur starfandi dómstjórum. Það verður að teljast afar athyglisvert að það skuli einungis vera núverandi og fyrrverandi dómarar sem skipa þá eftirlitsaðila sem fylgjast eiga með því að dómarar fari í störfum sínum eftir þeim lögum sem dómstólunum er ætlað að starfa eftir. Það hefur greinilega sýnt sig að slíkt skilar engum árangri og leiðréttir ekki stöðu þeirra sem brotið er á. En hvernig skyldi standa á því að svo lítið er fjallað um þá ólöglegu starfsemi dómstóla sem að framan er getið. Líklega er skýringin sú að þeim einstaklingum fer fækkandi sem reyna sjálfir að leita réttar síns fyrir dómstólum. Nú er líka búið að loka fyrir að fólk geti fengið ættingja sína til að flytja fyrir sig mál, því þann 1. janúar 1999 féllu úr gildi lög sem heimiluðu slíkt en í staðinn komu lög nr. 77/1998 lög um lögmenn. Í 1. mgr. 2. gr. þeirra laga er kveðið afar skýrt að orði í sambandi við rétt til málflutnings. Þar segir svo:„2. gr. Ef aðili fer ekki sjálfur með mál sitt fyrir dómi eða sá sem að lögum getur verið fyrirsvarsmaður hans í dómsmáli VERÐUR EKKI ÖÐRUM EN LÖGMANNI FALIÐ AÐ GÆTA ÞAR HAGSMUNA HANS.“ Það vekur alveg sérstaka athygli að Alþingi skuli ganga svona harkalega fram í að færa lögmönnum einkarétt á málflutningi fyrir dómi, því fjölda dæma væri hægt að draga fram þar sem vanþekking lögmanns á málsástæðum veldur tapi málsins fyrir dómi. Af slíku er sýnt að einkaleyfi lögmanna á málflutningi bætir ekki réttarfarið. Það mætti hins vegar bæta stórlega með umtalsverðum breytingum á framkvæmd hefðbundins réttarfars. Einnig var á svipuðum tíma þrengt verulega að gjafsóknarmöguleikum. Með einkarétti lögmanna til málflutnings fyrir dómi og þrengingu skilyrða til gjafsóknar, var Alþingi hreinlega að LOKA RÉTTARFARSÚRRÆÐUM fyrir umtalsverðan fjölda landsmanna, sem ekki hafa fjárráð til að kaupa rándýra þjónustu lögmanna, sem enga ábyrgð bera á gæðum starfa sinna. Lögmenn virtust líka fljótir að nýta sér stöðuna því eftir því sem ég hef fengið upplýsingar um, eru upphæðirnar háar sem lögmenn vilja fá innborgað til sín, áður en þeir taki mál að sér. Það virðist alveg óþekkt hér á landi að lögmenn meti mál svo augljóst afbrot að þeir taki málið að sér upp á þann málskostnað sem þeir fái dæmdan á andstæðinginn. Væri slíkt fyrir hendi, hefðu upphæðir dæmds málskostnaðar hækkað meira til samræmis við hækkun á vinnutaxta lögmanna. En víkjum aftur að sniðgöngu dómstólanna á þeim lögum sem þeir eiga að starfa eftir. Hér að framan var vikið að nokkrum atriðum þar sem héraðsdómstólar víkja frá þeim lögum sem þeir eiga að starfa eftir. Er það allt alvarleg frávik frá því réttlæti sem stjórnarskráin boðar. Þó er enn eftir að nefna alvarlegasta brotið en það er þegar aðstoðarmenn dómara eru látnir KVEÐA UPP DÓMA í sakadómsmálum. Fyrir ári síðan þegar ég var að skoða framkvæmd réttarfars, tók ég saman fjölda dóma aðstoðarmanna hjá fjórum dómstólum. Það tímabil sem ég skoðaði var frá júní 2012 til október 2014. Niðurstaðan var þessi: Héraðsdómur Reykjavíkur, 10 dómar aðstoðarmanna dómara, Héraðsdómur Reykjaness, 10 dómar aðstoðarmanna dómara, Héraðsdómur Vesturlands 18 dómar aðstoðarmanna dómara, Héraðsdómur Suðurlands 78 dómar aðstoðarmanna dómara. Þetta eru samtals 116 sakadómar þar sem löglegur dómari situr ekki í dómarasæti eða kveður upp dóma. Af þessum dómum voru 63 án þess að sakborningur hefði verjanda sér við hlið. Tæplega 2/3 eða 40 þessara dóma án verjanda voru kveðnir upp hjá héraðsdómi Suðurlands. Þá skoðaði ég áætlun þessara dómstóla um setu aðstoðarmanna í dómarasæti nóvember og desember 2014. Þá leit málið öðruvísi út. Áætlað var að á þessu tímabili sætu aðstoðarmenn dómara í dómarasæti við þinghald sem hér segir: Héraðsdómur Suðurlands, 10 sinnum aðstoðarmaður dómara í dómarasæti, Héraðsdómur Vesturlands, 21 sinni aðstoðarmaður dómara í dómarasæti, Héraðsdómur Reykjaness, 38 sinnum aðstoðarmaður dómara í dómarasæti. Héraðsdómur Reykjavíkur, 121 sinni aðstoðarmaður dómara í dómarasæti. Samtals er þetta 190 sinnum sem áætlað var að aðstoðarmaður dómara sæti í dómarasæti á rúmlega einum og hálfum mánuði. Í tengslum við skrif þessarar greinar fór ég yfir dómaskrár þessara fjögurra dómstóla yfir tímabilið nóvember 2014 til 25. nóvember 2015, eða tæplega 13 mánaða tímabil, til að athuga hvort einhver breyting hefði orðið í kjölfar þeirra athugasemda sem gerðar voru. Niðurstaðan varð þessi, varðandi dóma sem aðstoðarmenn dómara voru skráðir dómarar: Héraðsdómur Reykjaness, 1 dómur. Hérðasdómur Reykjavíkur, 6 dómar. Héraðsdómur Vesturlands, 10 dómar. Héraðsdómur Suðurlands, 13 dómar. Hvað getur legið að baki því að dómstólar sniðgangi í svo miklum mæli þau lög sem þeir eiga að starfa eftir. Er það hugsanlega, eins og margt virðist benda til, gert til að auðvelda lögmönnum að vera með fleiri mál undir í einu en þeir komast í raun yfir að sinna á fullnægjandi hátt? Er t. d. hægt að segja að dómstóll sem veitir sjálfstætt starfandi lögmanni fasta starfsaðstöðu við verjendaborð í þingsal dómsins, alla fasta þingdaga, sé óháður og óhlutdrægur dómstóll? Ég dreg það stórlega í efa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Um árabil hafa skoðanakannanir sýnt að almenningur ber lítið traust til dómstóla landsins. Það er hins vegar öllu merkilegra að þetta lága traust sem dómstólar virðast njóta meðal almennings, hefur ekki orðið kveikja að bættum vinnubrögðum innan dómstólanna, því stöðugt koma frá þeim dómar sem vekja undrun. Já jafnvel dómar þar sem niðurstaðan er augljóslega á skjön við fyrirmæli laga. Í yfirskrift er spurt hvort dómskerfið sé fyrir alla, eða bara suma. Afar eðlileg spurning þegar horft er til þess hversu dómstólar hafa verið gerðir óaðgengilegir almenningi. Það hefur verið gert í áföngum á tveimur áratugum eða svo. Einnig hafa vinnubrögð, alla vega sumra dómstóla, farið á skjön við þau lög sem þeir eiga að starfa eftir. Þar ber t. d. verulega á því að dómstólar víki til hliðar lögum um meðferð einkamála en vísi í þeirra stað til laga nr. 77/1998 um lögmenn. Einnig er í nokkrum dómstólum að minnsta kosti, að ENGINN dómari sitji í dómarasæti í réttarsal. Þar sitji aðstoðarmaður dómara í hans stað. Fyrir slíku eru engar lagaheimildir. Lítum aðeins nánar á atriði sem hér hefur verið drepið á. Í lögunum um meðferð einkamála, nr. 91/1991, eru mjög þokkalega skýrar reglur um alla almenna framkvæmd venjulegra réttarhalda. Til dæmis er í 7. grein þeirra laga afar skýrt ákvæði um hver skuli stýra þinghaldi í dómssal. Þar segir svo:7. gr. Dómari stýrir þinghaldi og gætir þess að það sé háð eftir réttum reglum. Þarna er afar skýrt kveðið að orði og varla hægt að ætlast til mikillar dómgreindar af þeim sem ekki skilja þetta. Þá er kannski rétt að spyrja hvort einhver verulegur munur sé á því hvort það er dómari eða aðstoðarmaður hans sem stýri þinghaldi. Já, á því er sá meginmunur að í þinghaldi geta komið upp atriði sem í þurfi dómaraúrskurð. Dómari sem skipaður er í embætti dómara hefur löglegt vald til að úrskurða. Honum ber að starfa sjálfstætt og bera einn fulla ábyrgð á þeim dómum og úrskurðum sem hann kveður upp. Aðstoðarmaður dómara er hins vegar skammtímaráðinn óbreyttur ríkisstarfsmaður. Honum ber að hlýða yfirmanni sínum og ber einungis ábyrgð gagnvart honum, en ekki verkum sínum. Yfirmaður hans ber ábyrgð á þeim. Aðstoðarmaðurinn hefur því ekki lagalega heimild til að fella úrskurði í ágreiningsatriðum í þinghaldi. Ég læt hérna fylgja litla dæmisögu sem sýnir nokkuð fjölþætta sniðgöngu dómstóls hjá þeim lögum sem hann á að starfa eftir. Málshefjandi (stefnandi) stefndi forstjóra fyrirtækis fyrir rétt, til að svara fyrir misgjörðir fyrirtækisins. Við þingfestingu málsins sat í dómarasæti aðstoðarmaður dómara en slíkt er ekki heimilt, eins og að framan er getið. Til þingfestingar mætti forstjórinn ekki en sjálfstætt starfandi lögmaður, sem með leyfi dómstólsins, hefur fast aðsetur alla þingdaga við málsvarnarborð réttarsalarins, sagðist vera mættur fyrir forstjórann. Þarna var afar mikilvægur punktur í stöðunni fyrir stefnanda málsins, því í 1. mgr. 96. gr. laga um meðferð einkamála segir svo:„96. gr. Nú sækir stefndi ekki þing þegar mál er þingfest og ekki er kunnugt að hann hafi lögmæt forföll, og skal þá málið tekið til dóms í þeim búningi sem það er,“ Eins og þarna kemur skýrt fram í lögunum var STEFNDA SJÁLFUM SKYLT að mæta við þingfestingu. Engin heimild er í lögum fyrir stefnda að senda einhvern fulltrúa fyrir sig við þingfestingu máls. Stefnandi gerði því kröfu um að málið yrði tekið til dóms á grundvelli 1. mgr. 96. greinar einkamálalaga. Á þetta vildi aðstoðarmaðurinn í dómarasætinu ekki fallast. Eðlilega gerði stefnandi þá kröfu um að sá lögmaður sem SAGÐIST mættur fyrir stefnda, legði fram löglegt umboð stefnda til að hann mætti mæta fyrir hönd stefnda. Þessu hafnaði lögmaðurinn. Stefnandi mótmælti því en aðstoðarmaðurinn í sæti dómara sagði það rétt hjá lögmanninum að hann þyrfti ekki umboð. Óskaði stefnandi þá eftir að krafa hans yrði bókuð í þingbók en aðstoðarmaðurinn í dómarasæti hafnaði því einnig. Þó segir afar skýrt um framkvæmd þinghalds í 2. mgr. 11. gr. laga um meðferð einkamála að:„Einnig er rétt að bóka um yfirlýsingar af hendi aðila sem hafa ekki komið fram skriflega.“ Þarna braut dómstóllinn ítrekað á stefnanda, í einu atriði þinghalds, með því að virða ekki þau lög sem dómstóllinn á EINGÖNGU að starfa eftir. Að segja lögmann ekki þurfa að leggja fram löglegt umboð er utan allra reglna um skjalaskyldu dómsmála. Dómara er skylt að hafa í sínum skjölum löglegt umboð allra sem segjast eiga aðild að málinu. Og í þeim skjölum væri að lágmarki umboð til að mæta við þingfestingu eða svonefndur Málflutningssamningur. Það sem hér hefur verið rakið er einungis lítið brot af allri þeirri sniðgöngu laga sem dómstólar eiga að starfa eftir. Stefnandi í framangreindu máli skrifaði bréf til dómstjóra viðkomandi héraðsdóms og kvartaði undan að brotið hafi verið á sér. Dómstjóri kvað heimilt að láta aðstoðarmann dómara sitja í dómarasæti við reglulegt þinghald sem kallað er, þegar stefna er þingfest eða aðilar skila greinargerðum. Fyrir slíku eru engar lagaheimildir. Um starf aðstoðarmanna segir svo í 17. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla:„17. gr. [Til aðstoðar dómurum má ráða lögfræðinga sem fullnægja skilyrðum 2.–6. tölul. 2. mgr. 12. gr. Aðstoðarmaður skal ráðinn til fimm ára og er heimilt að endurnýja þá ráðningu einu sinni. Að öðru leyti gilda um hann almennar reglur um starfsmenn ríkisins.Dómstjóri getur falið aðstoðarmanni önnur dómstörf en þau að fara með og leysa að efni til úr hvers konar einkamálum, þar sem vörnum er haldið uppi, og sakamálum frá því að þau koma til aðalmeðferðar. Dómstjóri ber ábyrgð á störfum aðstoðarmanns og getur gefið honum fyrirmæli um hvað eina sem lýtur að rækslu þeirra.“ Það sem dómstjóri var að vísa til sem heimild til að setja aðstoðarmann í dómarasæti er upphaf 2. mgr. þar sem segir að: Dómstjóri getur falið aðstoðarmanni önnur dómstörf en þau að fara með og leysa að efni til úr hvers konar einkamálum, þar sem vörnum er haldið uppi, og sakamálum frá því að þau koma til aðalmeðferðar. Í þessu atriði kemur afar skýrt fram dómgreindarbrestur dómstjóra. Í sæti dómara má ALDREI setja aðila sem ekki hefur verið skipaður dómari. Ástæða þess er sú að sá aðili sem situr í sæti dómara VERÐUR ævinlega að vera fær um að úrskurða um hvaða álitaefni sem upp kann að koma milli málsaðila. Skipaður dómari starfar á eigin ábyrgð en aðstoðarmaður dómara er ekki ábyrgðarlega sjálfstæður, heldur hefur hlýðniskyldu við yfirmann sinn. Neitun dómstjóra var lögð fyrir útskurðarnefnd um dómarastörf. Sú nefnd studdi dómstjóra að öllu leyti í sniðgöngu á þeim lögum sem dómurinn á undanbragðalaust að starfa eftir. Nefnd þess er skipuð þremur aðilum. Tveim fyrrverandi Hæstaréttardómurum og einum fyrrverandi dómstjóra héraðsdóms. Ekki var talið líklegt að það skilaði neinum frekari árangri að kvarta til dómstólaráðs því það er skipað 5 aðilum, þrem starfandi dómurum og tveimur starfandi dómstjórum. Það verður að teljast afar athyglisvert að það skuli einungis vera núverandi og fyrrverandi dómarar sem skipa þá eftirlitsaðila sem fylgjast eiga með því að dómarar fari í störfum sínum eftir þeim lögum sem dómstólunum er ætlað að starfa eftir. Það hefur greinilega sýnt sig að slíkt skilar engum árangri og leiðréttir ekki stöðu þeirra sem brotið er á. En hvernig skyldi standa á því að svo lítið er fjallað um þá ólöglegu starfsemi dómstóla sem að framan er getið. Líklega er skýringin sú að þeim einstaklingum fer fækkandi sem reyna sjálfir að leita réttar síns fyrir dómstólum. Nú er líka búið að loka fyrir að fólk geti fengið ættingja sína til að flytja fyrir sig mál, því þann 1. janúar 1999 féllu úr gildi lög sem heimiluðu slíkt en í staðinn komu lög nr. 77/1998 lög um lögmenn. Í 1. mgr. 2. gr. þeirra laga er kveðið afar skýrt að orði í sambandi við rétt til málflutnings. Þar segir svo:„2. gr. Ef aðili fer ekki sjálfur með mál sitt fyrir dómi eða sá sem að lögum getur verið fyrirsvarsmaður hans í dómsmáli VERÐUR EKKI ÖÐRUM EN LÖGMANNI FALIÐ AÐ GÆTA ÞAR HAGSMUNA HANS.“ Það vekur alveg sérstaka athygli að Alþingi skuli ganga svona harkalega fram í að færa lögmönnum einkarétt á málflutningi fyrir dómi, því fjölda dæma væri hægt að draga fram þar sem vanþekking lögmanns á málsástæðum veldur tapi málsins fyrir dómi. Af slíku er sýnt að einkaleyfi lögmanna á málflutningi bætir ekki réttarfarið. Það mætti hins vegar bæta stórlega með umtalsverðum breytingum á framkvæmd hefðbundins réttarfars. Einnig var á svipuðum tíma þrengt verulega að gjafsóknarmöguleikum. Með einkarétti lögmanna til málflutnings fyrir dómi og þrengingu skilyrða til gjafsóknar, var Alþingi hreinlega að LOKA RÉTTARFARSÚRRÆÐUM fyrir umtalsverðan fjölda landsmanna, sem ekki hafa fjárráð til að kaupa rándýra þjónustu lögmanna, sem enga ábyrgð bera á gæðum starfa sinna. Lögmenn virtust líka fljótir að nýta sér stöðuna því eftir því sem ég hef fengið upplýsingar um, eru upphæðirnar háar sem lögmenn vilja fá innborgað til sín, áður en þeir taki mál að sér. Það virðist alveg óþekkt hér á landi að lögmenn meti mál svo augljóst afbrot að þeir taki málið að sér upp á þann málskostnað sem þeir fái dæmdan á andstæðinginn. Væri slíkt fyrir hendi, hefðu upphæðir dæmds málskostnaðar hækkað meira til samræmis við hækkun á vinnutaxta lögmanna. En víkjum aftur að sniðgöngu dómstólanna á þeim lögum sem þeir eiga að starfa eftir. Hér að framan var vikið að nokkrum atriðum þar sem héraðsdómstólar víkja frá þeim lögum sem þeir eiga að starfa eftir. Er það allt alvarleg frávik frá því réttlæti sem stjórnarskráin boðar. Þó er enn eftir að nefna alvarlegasta brotið en það er þegar aðstoðarmenn dómara eru látnir KVEÐA UPP DÓMA í sakadómsmálum. Fyrir ári síðan þegar ég var að skoða framkvæmd réttarfars, tók ég saman fjölda dóma aðstoðarmanna hjá fjórum dómstólum. Það tímabil sem ég skoðaði var frá júní 2012 til október 2014. Niðurstaðan var þessi: Héraðsdómur Reykjavíkur, 10 dómar aðstoðarmanna dómara, Héraðsdómur Reykjaness, 10 dómar aðstoðarmanna dómara, Héraðsdómur Vesturlands 18 dómar aðstoðarmanna dómara, Héraðsdómur Suðurlands 78 dómar aðstoðarmanna dómara. Þetta eru samtals 116 sakadómar þar sem löglegur dómari situr ekki í dómarasæti eða kveður upp dóma. Af þessum dómum voru 63 án þess að sakborningur hefði verjanda sér við hlið. Tæplega 2/3 eða 40 þessara dóma án verjanda voru kveðnir upp hjá héraðsdómi Suðurlands. Þá skoðaði ég áætlun þessara dómstóla um setu aðstoðarmanna í dómarasæti nóvember og desember 2014. Þá leit málið öðruvísi út. Áætlað var að á þessu tímabili sætu aðstoðarmenn dómara í dómarasæti við þinghald sem hér segir: Héraðsdómur Suðurlands, 10 sinnum aðstoðarmaður dómara í dómarasæti, Héraðsdómur Vesturlands, 21 sinni aðstoðarmaður dómara í dómarasæti, Héraðsdómur Reykjaness, 38 sinnum aðstoðarmaður dómara í dómarasæti. Héraðsdómur Reykjavíkur, 121 sinni aðstoðarmaður dómara í dómarasæti. Samtals er þetta 190 sinnum sem áætlað var að aðstoðarmaður dómara sæti í dómarasæti á rúmlega einum og hálfum mánuði. Í tengslum við skrif þessarar greinar fór ég yfir dómaskrár þessara fjögurra dómstóla yfir tímabilið nóvember 2014 til 25. nóvember 2015, eða tæplega 13 mánaða tímabil, til að athuga hvort einhver breyting hefði orðið í kjölfar þeirra athugasemda sem gerðar voru. Niðurstaðan varð þessi, varðandi dóma sem aðstoðarmenn dómara voru skráðir dómarar: Héraðsdómur Reykjaness, 1 dómur. Hérðasdómur Reykjavíkur, 6 dómar. Héraðsdómur Vesturlands, 10 dómar. Héraðsdómur Suðurlands, 13 dómar. Hvað getur legið að baki því að dómstólar sniðgangi í svo miklum mæli þau lög sem þeir eiga að starfa eftir. Er það hugsanlega, eins og margt virðist benda til, gert til að auðvelda lögmönnum að vera með fleiri mál undir í einu en þeir komast í raun yfir að sinna á fullnægjandi hátt? Er t. d. hægt að segja að dómstóll sem veitir sjálfstætt starfandi lögmanni fasta starfsaðstöðu við verjendaborð í þingsal dómsins, alla fasta þingdaga, sé óháður og óhlutdrægur dómstóll? Ég dreg það stórlega í efa.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar