Ekki skerða enn frekar útvarpsgjaldið! Dominique Plédel Jónsson skrifar 2. desember 2015 00:00 Setningar sem þessar hafa hljómað hvað eftir annað undanfarna daga í eyrum landsmanna: „Alþingismenn, hróflið ekki við hornsteinum íslenskrar menningar, tryggið Ríkisútvarpinu traustan fjárhagsgrundvöll“, „Mér þykir vænt um Ríkisútvarpið, ég skora á alþingismenn að skera ekki frekar niður útvarpsgjaldið“, „Stöndum vörð um Ríkisútvarpið, skerðum ekki útvarpsgjaldið“, „Alþingismenn, þjóðin reiðir sig á Ríkisútvarpið, skerðum ekki útvarpsgjaldið“. Ótalmargar þekktar raddir úr íslensku samfélagi hafa látið í sér heyra með þessu móti til að tjá hug þjóðarinnar – og komust færri að en vildu; þær eru úr öllum geirum samfélagsins, af höfuðborgarsvæðinu og utan af landi, frá leikhúsum og háskólum, jafnt frá manni sem hefur verið kallaður óskabarn þjóðarinnar og hinum óþekkta almenna borgara. Allar þessar raddir eiga eitt sameiginlegt: þær koma frá hollvinum Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið er vinamargt og ríkt að þessu leyti og hér kemur glöggt fram að á örlagatímum standa allir vinir þess saman, þeir stíga fram og hrópa: „Hingað og ekki lengra, Ríkisútvarpið er okkar, það er okkar arfur og okkar framtíð. Hróflið ekki við því, þið sem sitjið við völd.“Vilji þjóðarinnar Það kom fram í grein sem Svanhildur Óskarsdóttir skrifaði í Morgunblaðið 23. nóvember sl. að áætlanir um lækkun útvarpsgjalda þýða ekki mikinn sparnað fyrir skattgreiðendur: við mundum spara tæplega fjórar krónur á dag ef farið væri að tillögum í fjárlagafrumvarpinu um að lækka útvarpsgjöldin. En þessi „sparnaður“ mundi greiða Ríkisútvarpinu banahögg og það þyrfti þá að skera enn frekar niður í dagskrá og segja enn og aftur upp starfsfólki, nú dagskrárgerðarmönnum, því að ekki er lengur hægt að skera annars staðar niður – það var gert 2013. Á þessum fáu mánuðum sem ný framkvæmdastjórn hefur setið að störfum hefur náðst mikil hagræðing og kúvending til frambúðar í rekstri Ríkisútvarpsins – sem þarf samt sem áður að burðast með ósanngjarnar lífeyrissjóðsskuldir sem erfðust við ohf-væðinguna (eða sem mönnum „yfirsást“ við hana). Alþingismenn eru kosnir fulltrúar okkar og verða að hlusta á vilja þjóðarinnar. Var einhver þeirra kosinn á þing með stefnuyfirlýsingu um að hann eða hún vildi selja RÚV eða svelta það til bana? Þeir sem standa fyrir þessari aðför að Ríkisútvarpinu nú ættu að hugleiða hvort þeir hefðu verið kosnir, hefði þessi stefna falist í kosningaloforðum?… „Stundum er RÚV eini vinur minn – heilu dagana“ Þetta skrifar eldri kona af landsbyggðinni við færslu á Facebook þar sem hollvinir Ríkisútvarpsins voru hvattir til að láta í sér heyra. Fyrir mörgum er „landsbyggðin“ bara hugtak sem er nauðsynlegt að hampa við hátíðleg tækifæri því að þar býr enn fólk og þar leynast atkvæði, en fólkið þar, hinn almenni borgari, fær ekki oft orðið. Hættum nú að líta á allt sem heitir menning og listir, allt sem ekki verður metið til fjár, sem það sé einskis virði. Það er eðlileg krafa að stofnun eins og Ríkisútvarpið sé rekin í góðu jafnvægi eins og aðrar stofnanir sem hafa það hlutverk að stuðla að velferð almennra borgara og velmegun þeirra. En seljum ekki vin okkar, menningararfinn og framtíð okkar, markaðsöflum sem hafa einungis efnisleg verðmæti og ábata að markmiði. Stöndum vörð um Ríkisútvarpið, skerðum ekki frekar útvarpsgjaldið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Setningar sem þessar hafa hljómað hvað eftir annað undanfarna daga í eyrum landsmanna: „Alþingismenn, hróflið ekki við hornsteinum íslenskrar menningar, tryggið Ríkisútvarpinu traustan fjárhagsgrundvöll“, „Mér þykir vænt um Ríkisútvarpið, ég skora á alþingismenn að skera ekki frekar niður útvarpsgjaldið“, „Stöndum vörð um Ríkisútvarpið, skerðum ekki útvarpsgjaldið“, „Alþingismenn, þjóðin reiðir sig á Ríkisútvarpið, skerðum ekki útvarpsgjaldið“. Ótalmargar þekktar raddir úr íslensku samfélagi hafa látið í sér heyra með þessu móti til að tjá hug þjóðarinnar – og komust færri að en vildu; þær eru úr öllum geirum samfélagsins, af höfuðborgarsvæðinu og utan af landi, frá leikhúsum og háskólum, jafnt frá manni sem hefur verið kallaður óskabarn þjóðarinnar og hinum óþekkta almenna borgara. Allar þessar raddir eiga eitt sameiginlegt: þær koma frá hollvinum Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið er vinamargt og ríkt að þessu leyti og hér kemur glöggt fram að á örlagatímum standa allir vinir þess saman, þeir stíga fram og hrópa: „Hingað og ekki lengra, Ríkisútvarpið er okkar, það er okkar arfur og okkar framtíð. Hróflið ekki við því, þið sem sitjið við völd.“Vilji þjóðarinnar Það kom fram í grein sem Svanhildur Óskarsdóttir skrifaði í Morgunblaðið 23. nóvember sl. að áætlanir um lækkun útvarpsgjalda þýða ekki mikinn sparnað fyrir skattgreiðendur: við mundum spara tæplega fjórar krónur á dag ef farið væri að tillögum í fjárlagafrumvarpinu um að lækka útvarpsgjöldin. En þessi „sparnaður“ mundi greiða Ríkisútvarpinu banahögg og það þyrfti þá að skera enn frekar niður í dagskrá og segja enn og aftur upp starfsfólki, nú dagskrárgerðarmönnum, því að ekki er lengur hægt að skera annars staðar niður – það var gert 2013. Á þessum fáu mánuðum sem ný framkvæmdastjórn hefur setið að störfum hefur náðst mikil hagræðing og kúvending til frambúðar í rekstri Ríkisútvarpsins – sem þarf samt sem áður að burðast með ósanngjarnar lífeyrissjóðsskuldir sem erfðust við ohf-væðinguna (eða sem mönnum „yfirsást“ við hana). Alþingismenn eru kosnir fulltrúar okkar og verða að hlusta á vilja þjóðarinnar. Var einhver þeirra kosinn á þing með stefnuyfirlýsingu um að hann eða hún vildi selja RÚV eða svelta það til bana? Þeir sem standa fyrir þessari aðför að Ríkisútvarpinu nú ættu að hugleiða hvort þeir hefðu verið kosnir, hefði þessi stefna falist í kosningaloforðum?… „Stundum er RÚV eini vinur minn – heilu dagana“ Þetta skrifar eldri kona af landsbyggðinni við færslu á Facebook þar sem hollvinir Ríkisútvarpsins voru hvattir til að láta í sér heyra. Fyrir mörgum er „landsbyggðin“ bara hugtak sem er nauðsynlegt að hampa við hátíðleg tækifæri því að þar býr enn fólk og þar leynast atkvæði, en fólkið þar, hinn almenni borgari, fær ekki oft orðið. Hættum nú að líta á allt sem heitir menning og listir, allt sem ekki verður metið til fjár, sem það sé einskis virði. Það er eðlileg krafa að stofnun eins og Ríkisútvarpið sé rekin í góðu jafnvægi eins og aðrar stofnanir sem hafa það hlutverk að stuðla að velferð almennra borgara og velmegun þeirra. En seljum ekki vin okkar, menningararfinn og framtíð okkar, markaðsöflum sem hafa einungis efnisleg verðmæti og ábata að markmiði. Stöndum vörð um Ríkisútvarpið, skerðum ekki frekar útvarpsgjaldið!
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar