Lögreglan, vopnin og traustið Helgi Bergmann skrifar 2. desember 2015 14:58 Vilhjálmur Árnason skrifaði grein sem ber heitið ‘Staðreyndir um vopnaburð lögreglu’ sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi.is 1. desember sl. Greinin er skrifuð í tilefni af því að lögreglan hefur ákveðið að koma fyrir skotvopnum í kössum í lögreglubílum á höfuðborgarsvæðinu. Vilhjálmur heldur því fram að ekki sé hér um mikla breytingu að ræða, og enga stefnubreytingu. Það er mikill munur á því að lögreglan hafi aðgang að skotvopnum á lögreglustöð eða að skotvopn séu að finna í lögreglubílum. Að halda öðru fram stenst enga skoðun. Vilhjálmur notar það sem rök að í fyrra hafi komið fram að skotvopn væri að finna í lögreglubílum úti á landi. Sú ákvörðun að setja skotvopn í lögreglubíla úti á landi var gerð með leynd, án formlegs samþykkis eða vitneskju þjóðarinnar eða þingsins. Það er ekki hægt að skapa hefð í kyrrþey. Þó eitthvað sé gert í nokkur ár í laumi, án þess að spyrja kóng né prest, þá er ekki hægt að vitna í það eftir á og tala eins og þar með hafi myndast hefð. Sérstaklega ef eina ástæðan fyrir að talað er um það er að upp komst um leynimakkið og nú á að hlaupa til og skapa formlega réttlætingu. Þetta er argasta rökvilla. Vilhjálmur vísar til Áhættumatsgreiningar ríkislögreglustjóra í grein sinni. Áhættumatsgreining ríkislögreglustjóra er ekki ásættanleg heimild fyrir því að nauðsynlegt sé að skotvopnavæða lögreglu enn frekar. Í óháðum heimildum kemur fram að Ísland er jafn öruggt núna og það hefur alltaf verið. Það er óásættanlegt að lögreglu sé veitt sjálfdæmi í því hvort það sé nauðsynlegt að aukna vopnavæðingu hennar. Ljóst er að aðilar innar lögreglunnar hafa haft það markmið lengi að auka vopnavæðingu innan hennar. Nægir hér að benda á leynimakkið í kringum norsku byssurnar sem þurfti að senda til baka. Vilhjálmur nefnir í grein sinni vopnareglur lögreglunnar og nefnir í framhjáhlaupi að þær hafi nýlega verið opinberaðar af innanríkisráðherra. Þessar reglur voru leynilegar og það var ekki fyrr en eftir mikinn þrýsting almennings og fjölmiðla sem almenningur fékk að vita hvaða reglur giltu um notkun lögreglu á skotvopnum. Þingmaðurinn vísar svo í Vopnalög. Hér hefur hann eitthvað ruglast á vopnalögum og vopnareglum. Staðreyndin er sú að Alþingi hefur ekki sett nein lög um vopnanotkun lögreglunnar. Umræddar vopnareglur voru settar með stoð í Vopnalögum nr. 16/1998, en þar segir eingöngu í 3. gr. laganna að lögreglan sé undanþegin vopnalögum og að ráðherra setji reglur um vopn lögreglunnar. Þingmaðurinn, sem er lögfræðingur ásamt því að vera fyrrverandi lögreglumaður, kannast mögulega við 27. gr. stjórnarskrár Íslands. Þar segir að birta skuli lög. Engar undanþágur eru frá greininni. Því er ljóst að það háttalag lögreglu og Innanríkisráðuneytisins að hafa leynilegar reglur um vopnanotkun lögreglu sem voru hvergi birtar var í andstöðu við stjórnarskrána. Varla þarf að taka það fram að orðið lög í þessari grein stjórnarskrárinnar nær jafnt yfir sett lög sem og allar reglur og reglugerðir sem settar eru af framkvæmdavaldinu. Hvað varðar aukið eftirlit með lögreglunni segist Vilhjálmur fagna því. Það er ánægjulegt að heyra. Hann mótmælir því reyndar að ekkert eftirlit sé með lögreglunni þar sem lögreglumenn hafi verið dæmdir fyrir brot í starfi nýverið. Þeir lögreglumenn voru rannsakaðir af eigin félögum í lögreglunni, kannski er það eftirlit nægilegt að mati þingmannsins. Ég hjó líka aðeins eftir því að þingmaðurinn sagði að enginn lögreglumaður vilji hafa skemmt epli sér við hlið. Þetta skýtur nokkuð skökku við þar sem formaður landssambands lögreglumanna hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við lögreglumann sem var dæmdur sekur bæði í héraði og í Hæstarétti fyrir líkamsárás í opinberu starfi þegar hann handtók ölvaða konu. Að lokum segir þingmaðurinn í grein sinni að 90% fólks treysti lögreglunni og að engin ástæða sé til að ætla að það traust sé byggt á sandi. Förum yfir það sem liggur fyrir í málinu: - Lögreglan kom vopnum fyrir í lögreglubílum úti á landi fyrir mörgum árum. Þetta var aldrei tilkynnt opinberlega og kom almenningi í opna skjöldu þegar þetta kom fram nýverið - Vopnanotkun lögreglu var byggð í mörg ár á leynilegum reglum, sem var brot á stjórnarskrá. Þessar reglur voru ekki birtar fyrr en fjölmiðlar komust á snoðir um málið og eftir mikla baráttu - Lögreglan reyndi leynilega að afla sér töluverðs fjölda af skotvopnum frá Noregi. Fram hefur komið að innflutningur vopnanna átti sér ekki stoð í lögum. Málið komst bara upp því að fjölmiðlar komust á snoðir um það - Lögreglan ákveður að setja byssur í lögreglubíla á höfuðborgarsvæðinu. Sú ákvörðun á sér í það minnsta óljósa lagastoð og er byggð á fullyrðingum ríkislögreglustjóra um mikla aðsteðjandi ógn, sem er í andstöðu við allar fyrirliggjandi upplýsingar og gögn um stöðu mála hér á landi. Það er ljóst að einhverjum innan lögreglunnar er mjög í mun að auka vopnavæðingu hennar, þó hefur aldrei takist að sýna fram á að nein raunveruleg þörf sé á því. Ofbeldisglæpum fer fækkandi, ekkert bendir til að hryðjuverk séu yfirvofandi eða að aukinn vopnaburður myndi stemma stigu við því þó svo væri. Landsmenn treysta í dag lögreglunni vel, við skulum því vinna að því að svo verði áfram, í stað þess að ýta í átt sem er í berhöggi við vilja almennings og sýn hans á íslensk lögreglustörf. Að lokum vil ég nefna nokkuð sem ég vona að þingmaðurinn og ég séum sammála um. Ef að lögreglan vill að almenningur treysti sér hvað varðar meðferð vopna þá ætti hún að hætta leynimakkinu og hafa Alþingi og almenning með í ráðum. Það er nefnilega þjóðin sem á að ráða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Vilhjálmur Árnason skrifaði grein sem ber heitið ‘Staðreyndir um vopnaburð lögreglu’ sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi.is 1. desember sl. Greinin er skrifuð í tilefni af því að lögreglan hefur ákveðið að koma fyrir skotvopnum í kössum í lögreglubílum á höfuðborgarsvæðinu. Vilhjálmur heldur því fram að ekki sé hér um mikla breytingu að ræða, og enga stefnubreytingu. Það er mikill munur á því að lögreglan hafi aðgang að skotvopnum á lögreglustöð eða að skotvopn séu að finna í lögreglubílum. Að halda öðru fram stenst enga skoðun. Vilhjálmur notar það sem rök að í fyrra hafi komið fram að skotvopn væri að finna í lögreglubílum úti á landi. Sú ákvörðun að setja skotvopn í lögreglubíla úti á landi var gerð með leynd, án formlegs samþykkis eða vitneskju þjóðarinnar eða þingsins. Það er ekki hægt að skapa hefð í kyrrþey. Þó eitthvað sé gert í nokkur ár í laumi, án þess að spyrja kóng né prest, þá er ekki hægt að vitna í það eftir á og tala eins og þar með hafi myndast hefð. Sérstaklega ef eina ástæðan fyrir að talað er um það er að upp komst um leynimakkið og nú á að hlaupa til og skapa formlega réttlætingu. Þetta er argasta rökvilla. Vilhjálmur vísar til Áhættumatsgreiningar ríkislögreglustjóra í grein sinni. Áhættumatsgreining ríkislögreglustjóra er ekki ásættanleg heimild fyrir því að nauðsynlegt sé að skotvopnavæða lögreglu enn frekar. Í óháðum heimildum kemur fram að Ísland er jafn öruggt núna og það hefur alltaf verið. Það er óásættanlegt að lögreglu sé veitt sjálfdæmi í því hvort það sé nauðsynlegt að aukna vopnavæðingu hennar. Ljóst er að aðilar innar lögreglunnar hafa haft það markmið lengi að auka vopnavæðingu innan hennar. Nægir hér að benda á leynimakkið í kringum norsku byssurnar sem þurfti að senda til baka. Vilhjálmur nefnir í grein sinni vopnareglur lögreglunnar og nefnir í framhjáhlaupi að þær hafi nýlega verið opinberaðar af innanríkisráðherra. Þessar reglur voru leynilegar og það var ekki fyrr en eftir mikinn þrýsting almennings og fjölmiðla sem almenningur fékk að vita hvaða reglur giltu um notkun lögreglu á skotvopnum. Þingmaðurinn vísar svo í Vopnalög. Hér hefur hann eitthvað ruglast á vopnalögum og vopnareglum. Staðreyndin er sú að Alþingi hefur ekki sett nein lög um vopnanotkun lögreglunnar. Umræddar vopnareglur voru settar með stoð í Vopnalögum nr. 16/1998, en þar segir eingöngu í 3. gr. laganna að lögreglan sé undanþegin vopnalögum og að ráðherra setji reglur um vopn lögreglunnar. Þingmaðurinn, sem er lögfræðingur ásamt því að vera fyrrverandi lögreglumaður, kannast mögulega við 27. gr. stjórnarskrár Íslands. Þar segir að birta skuli lög. Engar undanþágur eru frá greininni. Því er ljóst að það háttalag lögreglu og Innanríkisráðuneytisins að hafa leynilegar reglur um vopnanotkun lögreglu sem voru hvergi birtar var í andstöðu við stjórnarskrána. Varla þarf að taka það fram að orðið lög í þessari grein stjórnarskrárinnar nær jafnt yfir sett lög sem og allar reglur og reglugerðir sem settar eru af framkvæmdavaldinu. Hvað varðar aukið eftirlit með lögreglunni segist Vilhjálmur fagna því. Það er ánægjulegt að heyra. Hann mótmælir því reyndar að ekkert eftirlit sé með lögreglunni þar sem lögreglumenn hafi verið dæmdir fyrir brot í starfi nýverið. Þeir lögreglumenn voru rannsakaðir af eigin félögum í lögreglunni, kannski er það eftirlit nægilegt að mati þingmannsins. Ég hjó líka aðeins eftir því að þingmaðurinn sagði að enginn lögreglumaður vilji hafa skemmt epli sér við hlið. Þetta skýtur nokkuð skökku við þar sem formaður landssambands lögreglumanna hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við lögreglumann sem var dæmdur sekur bæði í héraði og í Hæstarétti fyrir líkamsárás í opinberu starfi þegar hann handtók ölvaða konu. Að lokum segir þingmaðurinn í grein sinni að 90% fólks treysti lögreglunni og að engin ástæða sé til að ætla að það traust sé byggt á sandi. Förum yfir það sem liggur fyrir í málinu: - Lögreglan kom vopnum fyrir í lögreglubílum úti á landi fyrir mörgum árum. Þetta var aldrei tilkynnt opinberlega og kom almenningi í opna skjöldu þegar þetta kom fram nýverið - Vopnanotkun lögreglu var byggð í mörg ár á leynilegum reglum, sem var brot á stjórnarskrá. Þessar reglur voru ekki birtar fyrr en fjölmiðlar komust á snoðir um málið og eftir mikla baráttu - Lögreglan reyndi leynilega að afla sér töluverðs fjölda af skotvopnum frá Noregi. Fram hefur komið að innflutningur vopnanna átti sér ekki stoð í lögum. Málið komst bara upp því að fjölmiðlar komust á snoðir um það - Lögreglan ákveður að setja byssur í lögreglubíla á höfuðborgarsvæðinu. Sú ákvörðun á sér í það minnsta óljósa lagastoð og er byggð á fullyrðingum ríkislögreglustjóra um mikla aðsteðjandi ógn, sem er í andstöðu við allar fyrirliggjandi upplýsingar og gögn um stöðu mála hér á landi. Það er ljóst að einhverjum innan lögreglunnar er mjög í mun að auka vopnavæðingu hennar, þó hefur aldrei takist að sýna fram á að nein raunveruleg þörf sé á því. Ofbeldisglæpum fer fækkandi, ekkert bendir til að hryðjuverk séu yfirvofandi eða að aukinn vopnaburður myndi stemma stigu við því þó svo væri. Landsmenn treysta í dag lögreglunni vel, við skulum því vinna að því að svo verði áfram, í stað þess að ýta í átt sem er í berhöggi við vilja almennings og sýn hans á íslensk lögreglustörf. Að lokum vil ég nefna nokkuð sem ég vona að þingmaðurinn og ég séum sammála um. Ef að lögreglan vill að almenningur treysti sér hvað varðar meðferð vopna þá ætti hún að hætta leynimakkinu og hafa Alþingi og almenning með í ráðum. Það er nefnilega þjóðin sem á að ráða.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar