Handbolti

Öruggur sigur Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel. Vísir/Getty
Kiel lenti ekki í vandræðum með Bittenfeld í leik liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld og vann öruggan sigur, 35-26. Staðan í hálfleik var 19-13, Kiel í vil.

Skyttan Christian Dissinger var markahæstur í liði Kiel með sjö mörk en hornamaðurinn Rune Dahmke og skyttan Marko Vujin komu næstir með sex hvor. Djibril M'Bengue var atkvæðamstuer hjá Bittenfeld með níu mörk.

Kiel er í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig, jafn mörg og Melsungen. Rhein-Neckar Löwen er efst með 28 stig af 30 mögulegum en Flensburg kemur næst með 25 stig. Öll lið hafa spilað fimmtán leiki.

Balingen er í fimmtánda sæti með sex stig og er aðeins einu stigi frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×