Erum við í ofurveruleika? Hulda Bjarnadóttir skrifar 2. desember 2015 06:00 Ég sat jafnréttisþing í liðinni viku þar sem tölur sýndu enn og aftur fram á mjög skökk hlutföll kynjanna í fréttatengdu efni ljósvakamiðla. Var ég hissa? Nei. Í fjögur ár benti FKA markvisst á skökk hlutföll í stjórnum og nú hefur félagið bent á það í tvö ár að konur eru aldrei meira en 20-30% viðmælenda í fréttatengdu efni ljósvakamiðlanna. Ég vonaðist þó til að útkoman hefði skánað örlítið. Í framhaldinu las ég stöðuuppfærslur og greinar eftir fólk úr ólíkum geirum og varð hugsi eina ferðina enn.Stöldrum við Þegar ég heyri setningar á borð við þær að miðlarnir „endurspegli bara raunveruleikann“, þá staldra ég við. Sjálf hef ég verið í fjölmiðlum frá unglingsárum og því fylgst með þróuninni og reglulega hef ég viðrað skoðanir mínar og rætt áhyggjur af þróuninni, eða stöðnuninni, við kollega og yfirmenn. Ég gef ekki lengur mikið fyrir yfirlýsingar um að það sé erfitt að fá konur í viðtöl. Af hverju? Jú, því ég veit betur, reyndi það á eigin skinni og held utan um viðmælendalista tæplega 500 kvenna úr atvinnulífinu sem gefa kost á sér í viðtöl eða sem fyrirlesarar á ráðstefnur ef eftir því er leitað. Aldrei stendur á þeim hópi kvenna. Hins vegar get ég fallist á þau rök að hlutfall karla sem eru við völd skapi skekkju að einhverju leyti.Viljaleysi eða skortur á stefnu En það hljóta að þurfa að koma til fjölbreyttari viðmælendur og nýjar nálganir. Mögulega þarf annars konar nálgun á konurnar, en það er þá einnig umhverfisins að læra og þróast í takt við þær mannverur sem byggja land. Og að eingöngu tuttugu prósent kvenna komist í fréttatengda umræðu? Er það viljaleysi eða skortur á stefnu? Það er í það minnsta ekki ásættanlegt. Það er víst til hugtak sem heitir ofurveruleiki (hyperreality) en þar einkennist nútíminn af ógreinilegum mörkum milli raunveruleika og blekkingar. Eftirmyndir raunveruleikans, svo sem í fjölmiðlum, beinum útsendingum og auglýsingum, verða raunverulegri en veruleikinn sjálfur. Legg til að við förum að koma okkur í raunverulegri veruleika. Að taka ákveðna stefnu í ákveðnum málum, breyta og standa við ákvörðunina er eina leiðin. Ef vilji er til staðar, þá er leiðin fær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Ég sat jafnréttisþing í liðinni viku þar sem tölur sýndu enn og aftur fram á mjög skökk hlutföll kynjanna í fréttatengdu efni ljósvakamiðla. Var ég hissa? Nei. Í fjögur ár benti FKA markvisst á skökk hlutföll í stjórnum og nú hefur félagið bent á það í tvö ár að konur eru aldrei meira en 20-30% viðmælenda í fréttatengdu efni ljósvakamiðlanna. Ég vonaðist þó til að útkoman hefði skánað örlítið. Í framhaldinu las ég stöðuuppfærslur og greinar eftir fólk úr ólíkum geirum og varð hugsi eina ferðina enn.Stöldrum við Þegar ég heyri setningar á borð við þær að miðlarnir „endurspegli bara raunveruleikann“, þá staldra ég við. Sjálf hef ég verið í fjölmiðlum frá unglingsárum og því fylgst með þróuninni og reglulega hef ég viðrað skoðanir mínar og rætt áhyggjur af þróuninni, eða stöðnuninni, við kollega og yfirmenn. Ég gef ekki lengur mikið fyrir yfirlýsingar um að það sé erfitt að fá konur í viðtöl. Af hverju? Jú, því ég veit betur, reyndi það á eigin skinni og held utan um viðmælendalista tæplega 500 kvenna úr atvinnulífinu sem gefa kost á sér í viðtöl eða sem fyrirlesarar á ráðstefnur ef eftir því er leitað. Aldrei stendur á þeim hópi kvenna. Hins vegar get ég fallist á þau rök að hlutfall karla sem eru við völd skapi skekkju að einhverju leyti.Viljaleysi eða skortur á stefnu En það hljóta að þurfa að koma til fjölbreyttari viðmælendur og nýjar nálganir. Mögulega þarf annars konar nálgun á konurnar, en það er þá einnig umhverfisins að læra og þróast í takt við þær mannverur sem byggja land. Og að eingöngu tuttugu prósent kvenna komist í fréttatengda umræðu? Er það viljaleysi eða skortur á stefnu? Það er í það minnsta ekki ásættanlegt. Það er víst til hugtak sem heitir ofurveruleiki (hyperreality) en þar einkennist nútíminn af ógreinilegum mörkum milli raunveruleika og blekkingar. Eftirmyndir raunveruleikans, svo sem í fjölmiðlum, beinum útsendingum og auglýsingum, verða raunverulegri en veruleikinn sjálfur. Legg til að við förum að koma okkur í raunverulegri veruleika. Að taka ákveðna stefnu í ákveðnum málum, breyta og standa við ákvörðunina er eina leiðin. Ef vilji er til staðar, þá er leiðin fær.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar