Sterkari saman Baldur V. Karlsson skrifar 2. desember 2015 07:00 Ég á vin sem heitir Eric O'Brien. Faðir hans er írskur, móðir hans er frönsk og er hann alinn upp í Dublin á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Alinn upp við reglulegar fréttir af dauðsföllum samlanda sinna og nágranna, hvort sem það voru Írar, Norður-Írar eða Englendingar. Ég kynntist Eric 1997 þegar ég var í spænskunámi í Málaga á suðurströnd Spánar. Okkur varð um leið vel til vina. Einn daginn vaknaði ég í bjarta sólskini og settist út á verönd. Þar sat Eric í skugga með tárin í augunum og ég spurði hann hvað amaði að. „There will be peace“ sagði hann og hafði þá nýverið fengið símtal frá móður sinni sem tjáði honum að þennan dag, 19.júlí 1997, lýstu stríðandi fylkingar yfir vopnahléi og tæplega ári síðar, eða 10. apríl 1998 var skrifað undir friðarsamkomulag sem Sinn Fein staðfesti mánuði síðar, þann 10. maí. Tárin sem runnu niður vanga vinar míns voru blönduð sorg og gleði. Við sem vorum í kringum hann þennan dag, öll af mismunandi þjóðernum, fundum líka fyrir að það var eins og ósýnilegri byrði væri lyft af okkur. Við vorum ekki nema átján ára en ég held að hvert og eitt okkar hafi uppgötvað einn af grunn sannleikum lífsins: að við erum öll í þessu saman. Nú átján árum síðar var ráðist á París, uppeldisborg móður Erics O'Brien og hugur minn hefur skiljanlega verið hjá honum síðustu daga og hjá aðstandendum hinna föllnu. Ég vona að þessir atburðir verði ekki til þess að sundrung aukist, hin fordómafullu fái sterkari rödd og hin valdasjúku herði tökin. Það er því miður lítið, hrætt fólk þarna úti sem hugsar sér gott til glóðarinnar þegar atburðir sem þessir gerast. Hrægammar sem nýta sér ástandið og ala á ótta til að ná fram markmiðum sínum. Vopnaframleiðendur glotta. Aukin vopnavæðing lögreglunnar, til dæmis, gæti hæglega komið í kjölfarið á þessu ef við gætum okkar ekki. Umburðarlyndi má ekki verða fórnarlamb öfgamanna. Ég vona að við höldum áfram að vera umburðarlynd gagnvart náunganum, gagnvart ólíkum trúarbrögðum, gagnvart þeim sem minna mega sín og gagnvart þeim sem neydd eru til þess að flýja stríðshrjáð lönd eins og Sýrland. Það má ekki gerast að við verðum óttanum að bráð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Ég á vin sem heitir Eric O'Brien. Faðir hans er írskur, móðir hans er frönsk og er hann alinn upp í Dublin á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Alinn upp við reglulegar fréttir af dauðsföllum samlanda sinna og nágranna, hvort sem það voru Írar, Norður-Írar eða Englendingar. Ég kynntist Eric 1997 þegar ég var í spænskunámi í Málaga á suðurströnd Spánar. Okkur varð um leið vel til vina. Einn daginn vaknaði ég í bjarta sólskini og settist út á verönd. Þar sat Eric í skugga með tárin í augunum og ég spurði hann hvað amaði að. „There will be peace“ sagði hann og hafði þá nýverið fengið símtal frá móður sinni sem tjáði honum að þennan dag, 19.júlí 1997, lýstu stríðandi fylkingar yfir vopnahléi og tæplega ári síðar, eða 10. apríl 1998 var skrifað undir friðarsamkomulag sem Sinn Fein staðfesti mánuði síðar, þann 10. maí. Tárin sem runnu niður vanga vinar míns voru blönduð sorg og gleði. Við sem vorum í kringum hann þennan dag, öll af mismunandi þjóðernum, fundum líka fyrir að það var eins og ósýnilegri byrði væri lyft af okkur. Við vorum ekki nema átján ára en ég held að hvert og eitt okkar hafi uppgötvað einn af grunn sannleikum lífsins: að við erum öll í þessu saman. Nú átján árum síðar var ráðist á París, uppeldisborg móður Erics O'Brien og hugur minn hefur skiljanlega verið hjá honum síðustu daga og hjá aðstandendum hinna föllnu. Ég vona að þessir atburðir verði ekki til þess að sundrung aukist, hin fordómafullu fái sterkari rödd og hin valdasjúku herði tökin. Það er því miður lítið, hrætt fólk þarna úti sem hugsar sér gott til glóðarinnar þegar atburðir sem þessir gerast. Hrægammar sem nýta sér ástandið og ala á ótta til að ná fram markmiðum sínum. Vopnaframleiðendur glotta. Aukin vopnavæðing lögreglunnar, til dæmis, gæti hæglega komið í kjölfarið á þessu ef við gætum okkar ekki. Umburðarlyndi má ekki verða fórnarlamb öfgamanna. Ég vona að við höldum áfram að vera umburðarlynd gagnvart náunganum, gagnvart ólíkum trúarbrögðum, gagnvart þeim sem minna mega sín og gagnvart þeim sem neydd eru til þess að flýja stríðshrjáð lönd eins og Sýrland. Það má ekki gerast að við verðum óttanum að bráð.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar