Þorskar á þurru landi? 1. desember 2015 09:00 Í nýlegri grein í The New York Times er haft eftir Andra Snæ Magnasyni rithöfundi að á Íslandi séu engar rústir eða víkingaskip til að sanna með hvaða hætti Íslendingar hafi numið land. Vegna þess, segir hann, dregur fólk þá ályktun að Íslendingar séu komnir af þorskum. Andri Snær bætir því svo við að Íslendingar hafi alltaf kynnt sig sem þjóð sem segir sögur og að sögur hafi, fram að komu Bjarkar Guðmundsdóttur, verið eina framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar. Eftir lestur á þessum orðum vakna ýmsar spurningar. Ef það eru engar rústir á Íslandi, hvert er þá hlutverk Minjastofnunar Íslands sem starfar eftir lögum um menningarminjar? Er verið að setja lög á Alþingi um lygavef að hér á landi séu fornleifar, eins og leifar af mannvirkjum, rústum? Og hvert hefur verið hlutverk Þjóðminjasafns Íslands í rúmlega 150 ár? Hafa starfsmenn safnsins verið að vinna við að spinna lygar í störfum sínum s.s. þegar þeir eru að skrifa um rústir á síðum Árbókar Hins íslenska fornleifafélags frá árinu 1881 til dagsins í dag? Á undanförnum áratugum hafa tugir ef ekki hundruð fornleifafræðinga verið að grafa í rústir hér á landi og fundið þúsundir ef ekki tugþúsundir gripa. Eru þessir fræðingar að grafa í eitthvað sem er ekki til staðar? Orð Andra Snæs um framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, er einnig tilefni til spurninga. Hver er þessi heimsmenning sem Andri Snær er að tala um? Frá hvaða sjónarhóli er hann að tala? Getur verið að orð Andra Snæs eigi ættir að rekja til yfirlætislegra sjónarmiða efri stétta í Evrópu, sem gerðu sér sérstakt far um að gera lítið úr flestu sem þær höfðu ekki hugsað eða gert sjálfar? Sú spurning vaknar einnig af orðum Andra Snæs hvort þúsundir Íslendinga, sem byggt hafa upp söfnin í landinu með gjöfum eða vinnu sinni, hafi ekki verið að leggja sitt af mörkum til heimsmenningarinnar? Ef heimsmenninguna er eingöngu að finna á erlendum söfnum, eru þá minjar og listaverk frá Íslandi, sem þar eru varðveitt, eins og hvert annað rusl, sem hefur ekkert gildi? Er endurheimt Þjóðminjasafns Íslands á efnislegum minjum frá söfnum í Danmörku og Svíþjóð síðastliðna áratugi kannski sönnun þess að framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar er ekki neitt? Það þarf ekki að koma á óvart, en við lestur á orðum Andra Snæs, koma upp í hugann aldagamlar lygasögur af Íslendingum og lifnaðarháttum þeirra. Margir hafa kokgleypt þessar sögur og hefur það rekið suma Íslendinga til þess að að malda í móinn í gegnum tíðina. Líklegast er bók Arngríms Jónssonar, Crymogæa, einna þekktast af þeim varnarritum. Bókin kom út 1609 og var ætlað að leiðrétta lygasögur um að á Íslandi væri fólk eins og þorskar á þurru landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein í The New York Times er haft eftir Andra Snæ Magnasyni rithöfundi að á Íslandi séu engar rústir eða víkingaskip til að sanna með hvaða hætti Íslendingar hafi numið land. Vegna þess, segir hann, dregur fólk þá ályktun að Íslendingar séu komnir af þorskum. Andri Snær bætir því svo við að Íslendingar hafi alltaf kynnt sig sem þjóð sem segir sögur og að sögur hafi, fram að komu Bjarkar Guðmundsdóttur, verið eina framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar. Eftir lestur á þessum orðum vakna ýmsar spurningar. Ef það eru engar rústir á Íslandi, hvert er þá hlutverk Minjastofnunar Íslands sem starfar eftir lögum um menningarminjar? Er verið að setja lög á Alþingi um lygavef að hér á landi séu fornleifar, eins og leifar af mannvirkjum, rústum? Og hvert hefur verið hlutverk Þjóðminjasafns Íslands í rúmlega 150 ár? Hafa starfsmenn safnsins verið að vinna við að spinna lygar í störfum sínum s.s. þegar þeir eru að skrifa um rústir á síðum Árbókar Hins íslenska fornleifafélags frá árinu 1881 til dagsins í dag? Á undanförnum áratugum hafa tugir ef ekki hundruð fornleifafræðinga verið að grafa í rústir hér á landi og fundið þúsundir ef ekki tugþúsundir gripa. Eru þessir fræðingar að grafa í eitthvað sem er ekki til staðar? Orð Andra Snæs um framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, er einnig tilefni til spurninga. Hver er þessi heimsmenning sem Andri Snær er að tala um? Frá hvaða sjónarhóli er hann að tala? Getur verið að orð Andra Snæs eigi ættir að rekja til yfirlætislegra sjónarmiða efri stétta í Evrópu, sem gerðu sér sérstakt far um að gera lítið úr flestu sem þær höfðu ekki hugsað eða gert sjálfar? Sú spurning vaknar einnig af orðum Andra Snæs hvort þúsundir Íslendinga, sem byggt hafa upp söfnin í landinu með gjöfum eða vinnu sinni, hafi ekki verið að leggja sitt af mörkum til heimsmenningarinnar? Ef heimsmenninguna er eingöngu að finna á erlendum söfnum, eru þá minjar og listaverk frá Íslandi, sem þar eru varðveitt, eins og hvert annað rusl, sem hefur ekkert gildi? Er endurheimt Þjóðminjasafns Íslands á efnislegum minjum frá söfnum í Danmörku og Svíþjóð síðastliðna áratugi kannski sönnun þess að framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar er ekki neitt? Það þarf ekki að koma á óvart, en við lestur á orðum Andra Snæs, koma upp í hugann aldagamlar lygasögur af Íslendingum og lifnaðarháttum þeirra. Margir hafa kokgleypt þessar sögur og hefur það rekið suma Íslendinga til þess að að malda í móinn í gegnum tíðina. Líklegast er bók Arngríms Jónssonar, Crymogæa, einna þekktast af þeim varnarritum. Bókin kom út 1609 og var ætlað að leiðrétta lygasögur um að á Íslandi væri fólk eins og þorskar á þurru landi.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar