Spunaárásir Jónas Gunnar Einarsson skrifar 1. desember 2015 07:00 Furðuleg spunaárátta er algeng í opinberri umræðu hérlendis. Spunaárásir og spunavarnir, með tilheyrandi óþarfa misskilningi, átökum og sundurlyndi. Rökstuddum marktækum upplýsingum ósjaldan misþyrmt með úrfellingum og/eða viðbótum, hótfyndni eða haldið leyndum, með tilheyrandi verri lausn og verri ákvörðun. Framleiðslu, úrvinnslu og miðlun hagtalna er til dæmis enn áfátt hér á landi, samanborið við nágrannalöndin; einnig öflugu eftirliti með opinberum upplýsingum, sbr. áreiðanleikakannanir erlendra fjölmiðla og sjálfstæða upplýsingavinnslu verkalýðsfélaga, neytendasamtaka og fleiri aðila sem vakta opinberar upplýsingar og koma í veg fyrir misneytingu hvers konar með sjálfstæðri öflugri miðlun. Ef hér á landi væri eins og á að vera og þarf að vera hefði til dæmis mátt búast við því að þessir aðilar, brjóstvörn almennings, hefðu umsvifalaust svarað nýjustu spunaárásinni á okkur, góða landsmenn. Spunaárás sem því miður er enn ein spunaárásin í þágu banka og annarra söluaðila okurlána hérlendis. Spunaárásin úr virki Hagstofunnar og hljóp um Hagtíðindin og valtaði yfir Moggann, sbr. mbl. 13 nóv. 15 á bls. 16 þar sem fullyrt er að 16% af ráðstöfunartekjum „dæmigerðs“ húsnæðiseiganda hérlendis sé varið til þess að mæta húsnæðiskostnaði, þ.e. kostnaði vegna vaxta og verðbóta húsnæðislána, kostnaði vegna rafmagns og hita, viðhalds og viðgerða, o.fl. Spunaárás ósvífin af því að sextán prósent af meðalsráðstöfunartekjum duga ekki til þess að greiða mánaðarlegan greiðsluseðil af minnstu íbúðarkytru höfuðborgarsvæðisins ef það hosíló ber 85% húsnæðislán miðað við algengt verðmat. Það vita flestir sem keypt hafa verðtryggðu (og óverðtryggðu) húsnæðislánin með okurvöxtunum af íslenskri bankastofnun. Er þá eftir stóri húsnæðiskostnaðurinn vegna síendurlánaðra verðbóta á höfuðstól sem við dæmigert verðbólgustig hækka dæmigert verðtryggt húsnæðislán um eina milljón eða tvær ár hvert, með tilheyrandi áföllnum vöxtum og verðbótum út lánstímann. Lán seld í smásölu neytendum sem miðað við meðaltalsráðstöfunartekjur leiða til greiðsluerfiðleika og gjaldþrots á seinni hluta lánstíma vegna yfirskuldsetningar af völdum taumlauss verðbótaþáttar og samsvarandi ofurgreiðslubyrði af völdum ofurvaxta og afborgana. Þessi þrældómslán fá hvergi þrifist á markaði í okkar nágrannalöndum. Hérlendis samt enn skammlaust seld framtíðinni, húsnæðiskaupendum og námsmönnum, eða þau dulbúin og seld sem óverðtryggð lán með breytilegum og/eða föstum ofurvöxtum með sitt bjargfasta viðmið hæsta spáverðbólgustig. Við faglega framleiðslu hagtalna, eftirlit og miðlun yrðu svona ömurleg samfélagsvandamál betur sýnileg. Mætti þá t.d. búast við skárri meðhöndlun dómsvaldsins á þeim álitamálum sem enn hafa ekki fengist leiðrétt fyrir íslenskum dómstólum, þrátt fyrir sönnuð brot á gildandi lögum við kaup á séríslenskum okurlánum. Með eindreginni ósk og von um að lífeyrissjóðirnir kaupi bankana, búi almenningi sambærileg kjör á húsnæðislánum og námslánum og best tíðkast í okkar nágrannalöndum og helst betri; skuldbindi sig til að eiga sína eignarhluti í bönkunum í tíu ár minnst, láti á þeim tíma ógert að skrá bankana á hlutabréfamarkað (vegna afgerandi stærðar ská og skjön) og líði ekki kennitölusöfnun; komi þannig í veg fyrir nýtt 2007 með samsvarandi hausti 2008. Að auki yrði þá loksins spornað hart við vaxandi brottflutningi ungs fólks og menntafólks úr landi í leit að lífskjörum við hæfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Furðuleg spunaárátta er algeng í opinberri umræðu hérlendis. Spunaárásir og spunavarnir, með tilheyrandi óþarfa misskilningi, átökum og sundurlyndi. Rökstuddum marktækum upplýsingum ósjaldan misþyrmt með úrfellingum og/eða viðbótum, hótfyndni eða haldið leyndum, með tilheyrandi verri lausn og verri ákvörðun. Framleiðslu, úrvinnslu og miðlun hagtalna er til dæmis enn áfátt hér á landi, samanborið við nágrannalöndin; einnig öflugu eftirliti með opinberum upplýsingum, sbr. áreiðanleikakannanir erlendra fjölmiðla og sjálfstæða upplýsingavinnslu verkalýðsfélaga, neytendasamtaka og fleiri aðila sem vakta opinberar upplýsingar og koma í veg fyrir misneytingu hvers konar með sjálfstæðri öflugri miðlun. Ef hér á landi væri eins og á að vera og þarf að vera hefði til dæmis mátt búast við því að þessir aðilar, brjóstvörn almennings, hefðu umsvifalaust svarað nýjustu spunaárásinni á okkur, góða landsmenn. Spunaárás sem því miður er enn ein spunaárásin í þágu banka og annarra söluaðila okurlána hérlendis. Spunaárásin úr virki Hagstofunnar og hljóp um Hagtíðindin og valtaði yfir Moggann, sbr. mbl. 13 nóv. 15 á bls. 16 þar sem fullyrt er að 16% af ráðstöfunartekjum „dæmigerðs“ húsnæðiseiganda hérlendis sé varið til þess að mæta húsnæðiskostnaði, þ.e. kostnaði vegna vaxta og verðbóta húsnæðislána, kostnaði vegna rafmagns og hita, viðhalds og viðgerða, o.fl. Spunaárás ósvífin af því að sextán prósent af meðalsráðstöfunartekjum duga ekki til þess að greiða mánaðarlegan greiðsluseðil af minnstu íbúðarkytru höfuðborgarsvæðisins ef það hosíló ber 85% húsnæðislán miðað við algengt verðmat. Það vita flestir sem keypt hafa verðtryggðu (og óverðtryggðu) húsnæðislánin með okurvöxtunum af íslenskri bankastofnun. Er þá eftir stóri húsnæðiskostnaðurinn vegna síendurlánaðra verðbóta á höfuðstól sem við dæmigert verðbólgustig hækka dæmigert verðtryggt húsnæðislán um eina milljón eða tvær ár hvert, með tilheyrandi áföllnum vöxtum og verðbótum út lánstímann. Lán seld í smásölu neytendum sem miðað við meðaltalsráðstöfunartekjur leiða til greiðsluerfiðleika og gjaldþrots á seinni hluta lánstíma vegna yfirskuldsetningar af völdum taumlauss verðbótaþáttar og samsvarandi ofurgreiðslubyrði af völdum ofurvaxta og afborgana. Þessi þrældómslán fá hvergi þrifist á markaði í okkar nágrannalöndum. Hérlendis samt enn skammlaust seld framtíðinni, húsnæðiskaupendum og námsmönnum, eða þau dulbúin og seld sem óverðtryggð lán með breytilegum og/eða föstum ofurvöxtum með sitt bjargfasta viðmið hæsta spáverðbólgustig. Við faglega framleiðslu hagtalna, eftirlit og miðlun yrðu svona ömurleg samfélagsvandamál betur sýnileg. Mætti þá t.d. búast við skárri meðhöndlun dómsvaldsins á þeim álitamálum sem enn hafa ekki fengist leiðrétt fyrir íslenskum dómstólum, þrátt fyrir sönnuð brot á gildandi lögum við kaup á séríslenskum okurlánum. Með eindreginni ósk og von um að lífeyrissjóðirnir kaupi bankana, búi almenningi sambærileg kjör á húsnæðislánum og námslánum og best tíðkast í okkar nágrannalöndum og helst betri; skuldbindi sig til að eiga sína eignarhluti í bönkunum í tíu ár minnst, láti á þeim tíma ógert að skrá bankana á hlutabréfamarkað (vegna afgerandi stærðar ská og skjön) og líði ekki kennitölusöfnun; komi þannig í veg fyrir nýtt 2007 með samsvarandi hausti 2008. Að auki yrði þá loksins spornað hart við vaxandi brottflutningi ungs fólks og menntafólks úr landi í leit að lífskjörum við hæfi.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar