Lesið upp á Gljúfrasteini Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2015 16:15 Óskar Árni Óskarsson skáld og rithöfundur les upp að Gljúfrasteini á morgun ásamt fleirum. Lesið verður úr nýjum bókum á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag. Það er síðasti aðventuupplestur þessa árs í húsi skáldsins. Fjórir rithöfundar lesa upp úr verkum sínum. Kristín Svava Tómasdóttir les upp úr ljóðabók sinni Stormviðvörun. Bókin er þriðja ljóðabók hennar. Óskar Árni Óskarsson les úr Blýenglinum. Titillinn á bókinni og samnefndu ljóði í henni varð til eftir að höfundur var á gangi eftir Meistaravöllum eitt rigningarsíðdegi um haust og fann þá lítinn blýengil á gangstéttinni. Ólafur Ingi Jónsson les úr bókinni Nína Tryggvadóttir – Ljóðvarp. Bókin er gefin út í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur í Listasafni Íslands. Í bókinni er farið yfir feril Nínu, líf hennar og list en hún var meðal frjóustu og framsæknustu myndlistarmanna sinnar kynslóðar og einn af brautryðjendum ljóðrænnar abstraktlistar. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda af verkum Nínu, greinar og viðtöl. Ritstjórar bókarinnar eru Birta Guðjónsdóttir og Ólafur Ingi Jónsson. Eins og mörgum er kunnugt þá voru Auður Laxness og Nína miklar vinkonur og mörg verk eftir Nínu prýða Gljúfrastein. Ólafur Gunnarsson les úr skáldsögu sinni Syndaranum. Bókin er fjölskyldusaga sem gerist á seinustu áratugum síðustu aldar og er sjálfstætt framhald Málarans sem kom út árið 2012. Upplesturinn hefst stundvíslega klukkan 16.00 og er aðgangur ókeypis. Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Lesið verður úr nýjum bókum á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag. Það er síðasti aðventuupplestur þessa árs í húsi skáldsins. Fjórir rithöfundar lesa upp úr verkum sínum. Kristín Svava Tómasdóttir les upp úr ljóðabók sinni Stormviðvörun. Bókin er þriðja ljóðabók hennar. Óskar Árni Óskarsson les úr Blýenglinum. Titillinn á bókinni og samnefndu ljóði í henni varð til eftir að höfundur var á gangi eftir Meistaravöllum eitt rigningarsíðdegi um haust og fann þá lítinn blýengil á gangstéttinni. Ólafur Ingi Jónsson les úr bókinni Nína Tryggvadóttir – Ljóðvarp. Bókin er gefin út í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur í Listasafni Íslands. Í bókinni er farið yfir feril Nínu, líf hennar og list en hún var meðal frjóustu og framsæknustu myndlistarmanna sinnar kynslóðar og einn af brautryðjendum ljóðrænnar abstraktlistar. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda af verkum Nínu, greinar og viðtöl. Ritstjórar bókarinnar eru Birta Guðjónsdóttir og Ólafur Ingi Jónsson. Eins og mörgum er kunnugt þá voru Auður Laxness og Nína miklar vinkonur og mörg verk eftir Nínu prýða Gljúfrastein. Ólafur Gunnarsson les úr skáldsögu sinni Syndaranum. Bókin er fjölskyldusaga sem gerist á seinustu áratugum síðustu aldar og er sjálfstætt framhald Málarans sem kom út árið 2012. Upplesturinn hefst stundvíslega klukkan 16.00 og er aðgangur ókeypis.
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira