Handbolti

Holland í úrslit

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hollensku stelpurnar fagna í kvöld.
Hollensku stelpurnar fagna í kvöld. vísir/getty
Hollenska kvennalandsliðið í handknattleik tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik HM.

Holland vann þá afar sannfærandi sigur, 30-25, á Póllandi. Hollenska liðið náði tröllataki á leiknum strax í byrjun og sleppti því aldrei. Sigurinn var öruggari en lokatölurnar bera með sér.

Estavana Polman var markahæst í hollenska liðinu með sex mörk. Þær Cronella Groot og Yvette Broch skoruðu báðar fimm mörk.

Karolina Kudlacz-Gloc var atkvæðamest í liði Póllands með fimm mörk.

Andstæðingur Hollands í úrslitaleiknum verður annað hvort Noregur eða Rúmenía en sá leikur fer að hefjast.

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er sem fyrr þjálfari norska liðsins sem ætlar sér alla leið á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×