Jöfn tækifæri fólks og fyrirtækja Páll Valur Björnsson skrifar 19. desember 2015 07:00 Mér finnst að stjórnmál í lýðræðisríki eigi að snúast fyrst og síðast um jöfn tækifæri. Jöfn tækifæri fólks. Jöfn tækifæri fyrirtækja. Mér finnst að jöfn tækifæri séu sá mælikvarði sem eigi að leggja á allar gerðir stjórnvalda; lög og reglur sem þau setja, ákvarðanir sem þau taka, afskipti þeirra og afskiptaleysi. Áhugi minn á stjórnmálum byggist á þessari sannfæringu. Hvernig komum við til móts við þau börn sem þurfa stuðning vegna fötlunar eða skerðinga, félagslegra aðstæðna eða bágs efnahags aðstandenda þeirra? Hvernig tryggjum við að þau fái tækifæri til að fara vel nestuð út í lífið? Hvernig komum við í veg fyrir að fólk einangrist og dæmist úr leik vegna örorku og fátæktar og hafi úr svo litlu að spila að það hafi ekki tækifæri til að taka þátt í einu eða neinu en geti bara dregið fram lífið og varla það? Samfélag án aðgreiningar. Hvernig sköpum við rekstrarumhverfi sem einkennist af jöfnum tækifærum fyrirtækja þar sem leikreglurnar eru sanngjarnar, einfaldar og gagnsæjar, samkeppnin virk og árangurinn ræðst af hugviti, dugnaði og ráðdeild en ekki af greiðvikni valdhafa og útsjónarsemi við að stytta sér leiðir, fara á svig við reglur og troða sér fremst í raðirnar? Hvernig byggjum við upp stjórnsýslu sem þjónar fólki og lagar sig að þörfum þess en hefur ekki ranghugmyndir um að fólkið eigi að laga sig að stjórnkerfunum? Samfélag þar sem kerfin eru til fyrir fólkið og virka jafnt fyrir allt fólk í öllum þess fagra margbreytileika. Og hvernig tryggjum við að nýting takmarkaðra og verðmætra gæða sem við eigum saman ráðist af hagsmunum almennings en ekki af sérhagsmunagæslu, einkavinavæðingu og annarri spillingu? Jöfn tækifæri og jöfnuður er alls ekki það sama því að auðvitað nota sumir tækifærin sín betur en aðrir. Leggja meira á sig og hafa meiri metnað. En þó að jöfn tækifæri séu ekki það sama og jöfnuður draga jöfn tækifæri úr ójöfnuði. Það er sýnt og sannað og það er gott. En ójöfnuður sem byggist á ójöfnum tækifærum er ósiðlegur og ömurlegur. Og hvernig stenst ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar prófið um jöfn tækifæri? Hvað finnst þér? Mér finnst hún hafa skítfallið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Mér finnst að stjórnmál í lýðræðisríki eigi að snúast fyrst og síðast um jöfn tækifæri. Jöfn tækifæri fólks. Jöfn tækifæri fyrirtækja. Mér finnst að jöfn tækifæri séu sá mælikvarði sem eigi að leggja á allar gerðir stjórnvalda; lög og reglur sem þau setja, ákvarðanir sem þau taka, afskipti þeirra og afskiptaleysi. Áhugi minn á stjórnmálum byggist á þessari sannfæringu. Hvernig komum við til móts við þau börn sem þurfa stuðning vegna fötlunar eða skerðinga, félagslegra aðstæðna eða bágs efnahags aðstandenda þeirra? Hvernig tryggjum við að þau fái tækifæri til að fara vel nestuð út í lífið? Hvernig komum við í veg fyrir að fólk einangrist og dæmist úr leik vegna örorku og fátæktar og hafi úr svo litlu að spila að það hafi ekki tækifæri til að taka þátt í einu eða neinu en geti bara dregið fram lífið og varla það? Samfélag án aðgreiningar. Hvernig sköpum við rekstrarumhverfi sem einkennist af jöfnum tækifærum fyrirtækja þar sem leikreglurnar eru sanngjarnar, einfaldar og gagnsæjar, samkeppnin virk og árangurinn ræðst af hugviti, dugnaði og ráðdeild en ekki af greiðvikni valdhafa og útsjónarsemi við að stytta sér leiðir, fara á svig við reglur og troða sér fremst í raðirnar? Hvernig byggjum við upp stjórnsýslu sem þjónar fólki og lagar sig að þörfum þess en hefur ekki ranghugmyndir um að fólkið eigi að laga sig að stjórnkerfunum? Samfélag þar sem kerfin eru til fyrir fólkið og virka jafnt fyrir allt fólk í öllum þess fagra margbreytileika. Og hvernig tryggjum við að nýting takmarkaðra og verðmætra gæða sem við eigum saman ráðist af hagsmunum almennings en ekki af sérhagsmunagæslu, einkavinavæðingu og annarri spillingu? Jöfn tækifæri og jöfnuður er alls ekki það sama því að auðvitað nota sumir tækifærin sín betur en aðrir. Leggja meira á sig og hafa meiri metnað. En þó að jöfn tækifæri séu ekki það sama og jöfnuður draga jöfn tækifæri úr ójöfnuði. Það er sýnt og sannað og það er gott. En ójöfnuður sem byggist á ójöfnum tækifærum er ósiðlegur og ömurlegur. Og hvernig stenst ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar prófið um jöfn tækifæri? Hvað finnst þér? Mér finnst hún hafa skítfallið.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar