Lokun St. Jósefsspítala 2011 – vanvirðing við konur? Ámundi H. Ólafsson skrifar 18. desember 2015 00:00 Í árslok 2011 var St. Jósefsspítali sameinaður Landspítala. Það var búist við að þetta yrði kærkomin viðbót fyrir Landspítala. Þarna voru 50 sjúkrarúm í heildina, bæði var um að ræða 25 rýma handlækningadeild sem sérhæfði sig í að þjónusta konur og kvensjúkdóma og einnig 25 rýma lyflækningadeild. 400 milljóna fjárveiting fylgdi vegna rekstrarársins 2012. Reyndin varð sú, að rekstri St. Jósefsspítala var hætt strax í ársbyrjun 2012. Spítalinn var tæmdur. Nothæf tæki voru flutt á Landspítala. Öll sjúkrarúm fjarlægð og gefin til útlanda. Landspítali hefur síðan kvartað reglulega vegna skorts á legurýmum sem orsakast af langlegusjúklingum sem ekki er hægt að útskrifa. Hvað veldur því að St. Jósefsspítali er ekki nothæfur fyrir langlegusjúklinga? Spítalinn er byggður á svipuðum tíma og Landspítali og Vífilsstaðaspítali sem báðir eru nothæfir enn. Alltaf var haldið vel utan um viðhald á byggingum St. Jósefsspítala og aldrei fannst þar mygla og fúkki, sem er annað en á Landspítala nútímans. Á hinni sérhæfðu kvensjúkdómadeild St. Jósefsspítala var almennt lítill biðlisti og sú þjónusta mjög eftirsótt. Landspítalinn tók yfir alla þá þjónustu. Samkvæmt forsíðufrétt Fréttablaðsins 19. nóvember sl. bíða 180 konur eftir greiningu, 238 bíða eftir aðgerð vegna blöðrusigs eða legsigs, 37 vegna þvagleka. Samkvæmt fréttinni getur bið eftir aðgerð verið nær tvö ár. Kristín Jónsdóttir er yfirlæknir á kvensjúkdómadeild. Hún segir þessa sjúkdóma mikið feimnismál. Kristín segir að fjöldi fyrrgreindra aðgerða hafi áður verið gerður á St. Jósefsspítala en við lokun hans fyrir fjórum árum hafi aðgerðirnar flust á Landspítalann. „Áður var í raun enginn biðlisti vegna slíkra aðgerða hjá kvennadeild Landspítalans. Núna er eins og við séum að hlaupa á eftir skottinu á okkur,“ segir yfirlæknir í fréttinni. Þegar St. Jósefsspítala var lokað vakti það engin viðbrögð hjá konum og kvennasamtökum. Að fenginni reynslu vekur það furðu að enn skuli engin viðbrögð merkjast meðal samtaka kvenna varðandi þetta stóra og vandmeðfarna vandamál þeirra. Samtök kvenna studdu stofnun Landspítalans verulega. Nú mega konur sjálfar líða mikið fyrir verulega skerta þjónustu sömu stofnunar. Það má vissulega minnast fleira en 100 ára afmælis kosningaréttar. Því mættu kvenfélagasamtök um næstu áramót minnast þessara fjögurra ára vonbrigða með niðurlagningu St. Jósefsspítala, sem þau hafa látið óátalda hingað til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Í árslok 2011 var St. Jósefsspítali sameinaður Landspítala. Það var búist við að þetta yrði kærkomin viðbót fyrir Landspítala. Þarna voru 50 sjúkrarúm í heildina, bæði var um að ræða 25 rýma handlækningadeild sem sérhæfði sig í að þjónusta konur og kvensjúkdóma og einnig 25 rýma lyflækningadeild. 400 milljóna fjárveiting fylgdi vegna rekstrarársins 2012. Reyndin varð sú, að rekstri St. Jósefsspítala var hætt strax í ársbyrjun 2012. Spítalinn var tæmdur. Nothæf tæki voru flutt á Landspítala. Öll sjúkrarúm fjarlægð og gefin til útlanda. Landspítali hefur síðan kvartað reglulega vegna skorts á legurýmum sem orsakast af langlegusjúklingum sem ekki er hægt að útskrifa. Hvað veldur því að St. Jósefsspítali er ekki nothæfur fyrir langlegusjúklinga? Spítalinn er byggður á svipuðum tíma og Landspítali og Vífilsstaðaspítali sem báðir eru nothæfir enn. Alltaf var haldið vel utan um viðhald á byggingum St. Jósefsspítala og aldrei fannst þar mygla og fúkki, sem er annað en á Landspítala nútímans. Á hinni sérhæfðu kvensjúkdómadeild St. Jósefsspítala var almennt lítill biðlisti og sú þjónusta mjög eftirsótt. Landspítalinn tók yfir alla þá þjónustu. Samkvæmt forsíðufrétt Fréttablaðsins 19. nóvember sl. bíða 180 konur eftir greiningu, 238 bíða eftir aðgerð vegna blöðrusigs eða legsigs, 37 vegna þvagleka. Samkvæmt fréttinni getur bið eftir aðgerð verið nær tvö ár. Kristín Jónsdóttir er yfirlæknir á kvensjúkdómadeild. Hún segir þessa sjúkdóma mikið feimnismál. Kristín segir að fjöldi fyrrgreindra aðgerða hafi áður verið gerður á St. Jósefsspítala en við lokun hans fyrir fjórum árum hafi aðgerðirnar flust á Landspítalann. „Áður var í raun enginn biðlisti vegna slíkra aðgerða hjá kvennadeild Landspítalans. Núna er eins og við séum að hlaupa á eftir skottinu á okkur,“ segir yfirlæknir í fréttinni. Þegar St. Jósefsspítala var lokað vakti það engin viðbrögð hjá konum og kvennasamtökum. Að fenginni reynslu vekur það furðu að enn skuli engin viðbrögð merkjast meðal samtaka kvenna varðandi þetta stóra og vandmeðfarna vandamál þeirra. Samtök kvenna studdu stofnun Landspítalans verulega. Nú mega konur sjálfar líða mikið fyrir verulega skerta þjónustu sömu stofnunar. Það má vissulega minnast fleira en 100 ára afmælis kosningaréttar. Því mættu kvenfélagasamtök um næstu áramót minnast þessara fjögurra ára vonbrigða með niðurlagningu St. Jósefsspítala, sem þau hafa látið óátalda hingað til.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar