Sakar þingminnihluta um svik Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2015 08:00 Hart er deilt á Alþingi síðustu dagana fyrir jólafrí. vísir/ernir Til átaka kom á Alþingi í gær þegar minnihlutinn á þingi lagði til breytingartillögu um dagskrá þingsins. Vildi stjórnarminnihlutinn setja húsnæðisfrumvarp Eyglóar Harðardóttur framar á dagskrá. Meirihlutinn vildi meina að þetta væru svik við gert samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Til stóð að halda þriðju og síðustu umræðu um frumvarp Gunnars Braga Sveinssonar sem miðar að því að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Minnihlutinn á þingi hefur harðlega mótmælt fyrirhuguðum breytingum á málaflokknum. Hafa umræður um það mál staðið í heild í yfir 40 klukkustundir á þingi, eða lengst allra mála ef fjárlagafrumvarpið er undanskilið.Árni Páll Árnason„Ástæða þessarar tillögu er sú að nú er farið að sneyðast um tíma í þingstörfum og þá setur stjórnarmeirihlutinn á dagskrá mál sem skiptir í sjálfu sér engu sérstöku máli hvort afgreiðist einum mánuðinum fyrr eða seinna, á sama tíma og brýn mál bíða umræðu og úrlausnar,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, í umræðum um atkvæðagreiðsluna. „Nú eftir tveggja og hálfs árs bið er loksins farið að glitta í að ríkisstjórnin leggi eitthvað til í húsnæðismálum og það bíður hér umræðu frumvarp um húsnæðisbætur,“ bætti Árni við.Ásmundur Einar DaðasonÁsmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í ræðu þetta vera hrein svik við það samkomulag sem hafði verið gert við stjórnarandstöðuna sem má rekja aftur til síðasta þings. „Það var samkomulag um að klára þau fyrir október. Síðan var gert samkomulag um að klára málið á haustþingi og við vinnslu málsins var einnig samkomulag um að málið kæmi til þings að lokinni annarri umræðu fjárlaga. Því er háttvirtur þingmaður, Árni Páll Árnason, ekki að brjóta það samkomulag einu sinni, ekki tvisvar heldur nú í þriðja sinn,“ sagði Ásmundur Einar.Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra.Umræður um tillöguna stóðu í rúma klukkustund áður en atkvæðagreiðslan fór fram. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra tók þessa umræðu nærri sér og sagði virðingu Alþingis gjalda fyrir umræðuna. „Ég finn til með að þurfa að sitja undir þessari klukkustundar óþarfa umræðu um það mál sem kom þó fyrst til umræðu hér í haust,“ sagði Sigrún. „Þessi firring sem hefur átt sér stað síðastliðinn klukkutíma er það sem setur virðingu Alþingis niður.“ Alþingi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Til átaka kom á Alþingi í gær þegar minnihlutinn á þingi lagði til breytingartillögu um dagskrá þingsins. Vildi stjórnarminnihlutinn setja húsnæðisfrumvarp Eyglóar Harðardóttur framar á dagskrá. Meirihlutinn vildi meina að þetta væru svik við gert samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Til stóð að halda þriðju og síðustu umræðu um frumvarp Gunnars Braga Sveinssonar sem miðar að því að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Minnihlutinn á þingi hefur harðlega mótmælt fyrirhuguðum breytingum á málaflokknum. Hafa umræður um það mál staðið í heild í yfir 40 klukkustundir á þingi, eða lengst allra mála ef fjárlagafrumvarpið er undanskilið.Árni Páll Árnason„Ástæða þessarar tillögu er sú að nú er farið að sneyðast um tíma í þingstörfum og þá setur stjórnarmeirihlutinn á dagskrá mál sem skiptir í sjálfu sér engu sérstöku máli hvort afgreiðist einum mánuðinum fyrr eða seinna, á sama tíma og brýn mál bíða umræðu og úrlausnar,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, í umræðum um atkvæðagreiðsluna. „Nú eftir tveggja og hálfs árs bið er loksins farið að glitta í að ríkisstjórnin leggi eitthvað til í húsnæðismálum og það bíður hér umræðu frumvarp um húsnæðisbætur,“ bætti Árni við.Ásmundur Einar DaðasonÁsmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í ræðu þetta vera hrein svik við það samkomulag sem hafði verið gert við stjórnarandstöðuna sem má rekja aftur til síðasta þings. „Það var samkomulag um að klára þau fyrir október. Síðan var gert samkomulag um að klára málið á haustþingi og við vinnslu málsins var einnig samkomulag um að málið kæmi til þings að lokinni annarri umræðu fjárlaga. Því er háttvirtur þingmaður, Árni Páll Árnason, ekki að brjóta það samkomulag einu sinni, ekki tvisvar heldur nú í þriðja sinn,“ sagði Ásmundur Einar.Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra.Umræður um tillöguna stóðu í rúma klukkustund áður en atkvæðagreiðslan fór fram. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra tók þessa umræðu nærri sér og sagði virðingu Alþingis gjalda fyrir umræðuna. „Ég finn til með að þurfa að sitja undir þessari klukkustundar óþarfa umræðu um það mál sem kom þó fyrst til umræðu hér í haust,“ sagði Sigrún. „Þessi firring sem hefur átt sér stað síðastliðinn klukkutíma er það sem setur virðingu Alþingis niður.“
Alþingi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira