Segja okkur græða 52 milljarða á hraðlestinni á þrjátíu árum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Þannig sér Björn Reynisson fyrir sér hraðlestarstöð í Reykjavík í útskriftarverkefni sínu sem arkitekt vorið 2014. Mynd/Björn Reynisson Jákvæð áhrif hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Vatnsmýrar á umhverfi og samfélag verða talsverð, segir í skýrslu Fluglestarinnar þróunarfélags ehf. sem vinnur að verkefninu. Fram kemur að hraðlestin sem knúin verði með rafmagni fái það frá HS Orku. „Nákvæmt mat á félagslegum og umhverfislegum áhrifum verður gert sem hluti af undirbúningi lestarinnar,“ segir í skýrslunni. Jákvæð umhverfisáhrif felist í talsvert skertum útblæstri gróðurhúsalofttegunda með minnkandi akstri bíla sem nota jarðefniseldsneyti. Við hönnun verði meðal annars litið til loftgæða, hávaða og titrings, landslags og sjónrænna áhrifa. Þá verði lagt mat á félagsleg áhrif á borð við ferðamynstur, útivist, ferðaþjónustu, landnotkun og skipulagsmál.Stefán Jón Hafstein er einn margra sem lýst hefur efasemdum á samfélagsmiðlum um kosti hraðlestar.vísir/pjetur„Félagslegur ávinningur af lestinni hefur verið reiknaður út, með tilliti til umhverfisráhrifa og ágóða notenda og aukins öryggis í umferðinni,“ segir í skýrslunni. Miðgildi úr spám geri ráð fyrir að á þrjátíu árum verði ávinningurinn fyrir notendur, samfélagið og almenning um 368 milljónir evra – sem svarar til um 52 milljarða króna. „Spáin lítur eingöngu til notenda, félagslegs ávinnings varðandi öryggismál og umhverfisáhrif og taps á skatttekjum af jarðefnaeldsneyti vegna minnkandi bílaumferðar,“ segir í skýrslunni sem unnin er af RRV Consulting. Efasemdir hafa komið fram um hraðlestarverkefnið á samfélagsmiðlum á undanförnum dögum. Til dæmis frá Stefáni Jóni Hafstein, starfsmanni Þróunarsamvinnustofnunar, sem kveðst fara oft um Keflavíkurflugvöll. Stefán bendir meðal annars á þægindi einkabíla og segir þá og rútur auk þess væntanlega almennt verða orðnar rafknúnar þegar lestin eigi að fara af stað árið 2024. „Vatnsmýrin er í fæstum tilvikum endastöð íslenskra og erlendra ferðamanna heldur lykkja á leið þeirra,“ segir Stefán í ítarlegri færslu um málið á síðu sinni á Facebook. Stefán leggur til aðra lausn. „Með því að kaupa fjölda rafknúinna léttvagna og gera sérstaka akrein fyrir þá 30 kílómetra leið millli KEF og Hafnarfjarðar og þaðan með ólíkum leiðum á ýmsa staði strax árið 2016-17 má koma upp víðtæku umhverfisvænu og frekar ódýru dreifikerfi um allt höfuðborgarsvæðið á einu bretti. Bingó.“ Tengdar fréttir Samstarf um skipulag vegna hraðlestar Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu auk Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar fyrir sitt leyti stefna að því að gera samstarfssamning við Fluglestina Þróunarfélag ehf. um undirbúning að byggingu hraðlestar til Keflavíkurflugvallar. 15. desember 2015 07:00 Hraðlestin til Keflavíkurflugvallar sögð skila 13 milljörðum á fyrsta ári Félagið sem nú leitar fjárfesta að hraðlest til Keflavíkurflugvallar áætlar að lestin rúlli af stað árið 2024 og skili 13,5 milljarða króna tekjum á fyrsta ári. Fargjöld verða 1.000 til 4.300 krónur með 3.100 króna meðalfargjald 16. desember 2015 07:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Sjá meira
Jákvæð áhrif hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Vatnsmýrar á umhverfi og samfélag verða talsverð, segir í skýrslu Fluglestarinnar þróunarfélags ehf. sem vinnur að verkefninu. Fram kemur að hraðlestin sem knúin verði með rafmagni fái það frá HS Orku. „Nákvæmt mat á félagslegum og umhverfislegum áhrifum verður gert sem hluti af undirbúningi lestarinnar,“ segir í skýrslunni. Jákvæð umhverfisáhrif felist í talsvert skertum útblæstri gróðurhúsalofttegunda með minnkandi akstri bíla sem nota jarðefniseldsneyti. Við hönnun verði meðal annars litið til loftgæða, hávaða og titrings, landslags og sjónrænna áhrifa. Þá verði lagt mat á félagsleg áhrif á borð við ferðamynstur, útivist, ferðaþjónustu, landnotkun og skipulagsmál.Stefán Jón Hafstein er einn margra sem lýst hefur efasemdum á samfélagsmiðlum um kosti hraðlestar.vísir/pjetur„Félagslegur ávinningur af lestinni hefur verið reiknaður út, með tilliti til umhverfisráhrifa og ágóða notenda og aukins öryggis í umferðinni,“ segir í skýrslunni. Miðgildi úr spám geri ráð fyrir að á þrjátíu árum verði ávinningurinn fyrir notendur, samfélagið og almenning um 368 milljónir evra – sem svarar til um 52 milljarða króna. „Spáin lítur eingöngu til notenda, félagslegs ávinnings varðandi öryggismál og umhverfisáhrif og taps á skatttekjum af jarðefnaeldsneyti vegna minnkandi bílaumferðar,“ segir í skýrslunni sem unnin er af RRV Consulting. Efasemdir hafa komið fram um hraðlestarverkefnið á samfélagsmiðlum á undanförnum dögum. Til dæmis frá Stefáni Jóni Hafstein, starfsmanni Þróunarsamvinnustofnunar, sem kveðst fara oft um Keflavíkurflugvöll. Stefán bendir meðal annars á þægindi einkabíla og segir þá og rútur auk þess væntanlega almennt verða orðnar rafknúnar þegar lestin eigi að fara af stað árið 2024. „Vatnsmýrin er í fæstum tilvikum endastöð íslenskra og erlendra ferðamanna heldur lykkja á leið þeirra,“ segir Stefán í ítarlegri færslu um málið á síðu sinni á Facebook. Stefán leggur til aðra lausn. „Með því að kaupa fjölda rafknúinna léttvagna og gera sérstaka akrein fyrir þá 30 kílómetra leið millli KEF og Hafnarfjarðar og þaðan með ólíkum leiðum á ýmsa staði strax árið 2016-17 má koma upp víðtæku umhverfisvænu og frekar ódýru dreifikerfi um allt höfuðborgarsvæðið á einu bretti. Bingó.“
Tengdar fréttir Samstarf um skipulag vegna hraðlestar Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu auk Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar fyrir sitt leyti stefna að því að gera samstarfssamning við Fluglestina Þróunarfélag ehf. um undirbúning að byggingu hraðlestar til Keflavíkurflugvallar. 15. desember 2015 07:00 Hraðlestin til Keflavíkurflugvallar sögð skila 13 milljörðum á fyrsta ári Félagið sem nú leitar fjárfesta að hraðlest til Keflavíkurflugvallar áætlar að lestin rúlli af stað árið 2024 og skili 13,5 milljarða króna tekjum á fyrsta ári. Fargjöld verða 1.000 til 4.300 krónur með 3.100 króna meðalfargjald 16. desember 2015 07:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Sjá meira
Samstarf um skipulag vegna hraðlestar Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu auk Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar fyrir sitt leyti stefna að því að gera samstarfssamning við Fluglestina Þróunarfélag ehf. um undirbúning að byggingu hraðlestar til Keflavíkurflugvallar. 15. desember 2015 07:00
Hraðlestin til Keflavíkurflugvallar sögð skila 13 milljörðum á fyrsta ári Félagið sem nú leitar fjárfesta að hraðlest til Keflavíkurflugvallar áætlar að lestin rúlli af stað árið 2024 og skili 13,5 milljarða króna tekjum á fyrsta ári. Fargjöld verða 1.000 til 4.300 krónur með 3.100 króna meðalfargjald 16. desember 2015 07:00