Leggja til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70 Sæunn Gísladóttir skrifar 17. desember 2015 07:00 Meðal stofnana sem Viðskiptaráð Íslands vill leggja niður er Íbúðalánasjóður. Ísland er örríki í alþjóðlegum samanburði. Kostnaður af því að halda úti stofnanakerfi sem jafnast á við mun fjölmennari þjóðir er gríðarlegur, því leggur Viðskiptaráð Íslands til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70. Þetta kemur fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs, Sníðum stakk eftir vexti, 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana. „Það sem við erum að benda á er að í fámennari ríkjum er kostnaðurinn meiri við flókið stofnanakerfi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. „Við erum ekki að leggja til að kjarnastarfsemi þessara stofnana verði minnkuð, við erum að leggja til að draga úr kostnaði meðal annars vegna stjórnunarkostnaðar og stoðþjónustu. Sá kostnaður dregur úr getu þessara stofnana til að sinna hlutverkum sínum með fullnægjandi hætti,“ segir Björn Brynjúlfur. Viðskiptaráð telur að engin efnisleg rök standi í vegi fyrir einföldun stofnanakerfisins, reynsla af sameiningum hafi verið jákvæð. Eftir sameiningu lögregluembætta í upphafi árs 2007 hafi þjónustan batnað; hlutfall upplýstra mála jókst um 29 prósent, eignaspjöllum fækkaði um 40 prósent og ánægja með störf lögreglunnar jókst um fimm prósent.Björn Brynjúlfur BjörnssonHinar þrjátíu tillögur Viðskiptaráðsins skiptast í fjórar tegundir fækkana: samrekstur, faglega sameiningu, hreina sameiningu og aflagningu starfsemi. Fækka mætti um 68 stofnanir með samrekstri, þá væru stofnanir reknar í sameiningu án þess að starfsstöðvum fækkaði. Ráðið bendir til dæmis á að hægt væri að reka öll söfn á vegum hins opinbera undir safnastofnun. Björn Brynjúlfur telur að tvímælalaust sé vilji til að fækka stofnunum. „Margir hafa talað fyrir því að fækka stofnunum og við viljum vekja athygli á þessu til að því verði fylgt eftir. Viljinn er ekki nóg, það þurfa aðgerðir að fylgja.“ Viðskiptaráð leggur til aflagningu fimm ríkisstofnana, Íbúðalánasjóðs, Umboðsmanns skuldara, ÁTVR, Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Bankasýslu ríkisins. Að mati ráðsins eru stofnanirnar óþarfar. Verkefni þeirra ætti ýmist að leggja niður alfarið eða færa til annarra stofnana eða einkaaðila. Björn Brynjúlfur telur að ekki sé of djúpt tekið í árinni með þessum tillögum, þær byggi flestallar á ítarlegum greiningum sem hafa verið unnar áður. „Við teljum að þær séu raunhæfar. Við teljum að Ísland sem ríki ætti að leitast við að reka sem allra fæstar stofnanir. Vegna kostnaðar og smæðar. Örstofnanir eru illa til þess fallnar að sinna hlutverkum sínum með fullnægjandi hætti.“ Ráðið telur einnig að af nægu sé að taka þegar kemur að sameiningum á sveitarstjórnarstiginu. Það séu meðal annars tækifæri til samrekstrar þegar kemur að leik- og grunnskólakerfinu. „Mikilvægast af öllu er að fækka sveitarfélögunum sjálfum. Þau eru núna 74 og það er í algjöru ósamræmi við önnur Norðurlönd og það sem við þekkjum í öðrum ríkjum, og það er afar óhagkvæmt fyrirkomulag. Sveitarfélögum fækkaði umtalsvert í kringum síðustu aldamót, en undanfarin ár hefur mjög hægt á þeirri þróun. Þess vegna hvetjum við til þess að lagasetningu sé beitt til að tryggja frekari sameiningar, til dæmis með ákvæði um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur. Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Ísland er örríki í alþjóðlegum samanburði. Kostnaður af því að halda úti stofnanakerfi sem jafnast á við mun fjölmennari þjóðir er gríðarlegur, því leggur Viðskiptaráð Íslands til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70. Þetta kemur fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs, Sníðum stakk eftir vexti, 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana. „Það sem við erum að benda á er að í fámennari ríkjum er kostnaðurinn meiri við flókið stofnanakerfi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. „Við erum ekki að leggja til að kjarnastarfsemi þessara stofnana verði minnkuð, við erum að leggja til að draga úr kostnaði meðal annars vegna stjórnunarkostnaðar og stoðþjónustu. Sá kostnaður dregur úr getu þessara stofnana til að sinna hlutverkum sínum með fullnægjandi hætti,“ segir Björn Brynjúlfur. Viðskiptaráð telur að engin efnisleg rök standi í vegi fyrir einföldun stofnanakerfisins, reynsla af sameiningum hafi verið jákvæð. Eftir sameiningu lögregluembætta í upphafi árs 2007 hafi þjónustan batnað; hlutfall upplýstra mála jókst um 29 prósent, eignaspjöllum fækkaði um 40 prósent og ánægja með störf lögreglunnar jókst um fimm prósent.Björn Brynjúlfur BjörnssonHinar þrjátíu tillögur Viðskiptaráðsins skiptast í fjórar tegundir fækkana: samrekstur, faglega sameiningu, hreina sameiningu og aflagningu starfsemi. Fækka mætti um 68 stofnanir með samrekstri, þá væru stofnanir reknar í sameiningu án þess að starfsstöðvum fækkaði. Ráðið bendir til dæmis á að hægt væri að reka öll söfn á vegum hins opinbera undir safnastofnun. Björn Brynjúlfur telur að tvímælalaust sé vilji til að fækka stofnunum. „Margir hafa talað fyrir því að fækka stofnunum og við viljum vekja athygli á þessu til að því verði fylgt eftir. Viljinn er ekki nóg, það þurfa aðgerðir að fylgja.“ Viðskiptaráð leggur til aflagningu fimm ríkisstofnana, Íbúðalánasjóðs, Umboðsmanns skuldara, ÁTVR, Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Bankasýslu ríkisins. Að mati ráðsins eru stofnanirnar óþarfar. Verkefni þeirra ætti ýmist að leggja niður alfarið eða færa til annarra stofnana eða einkaaðila. Björn Brynjúlfur telur að ekki sé of djúpt tekið í árinni með þessum tillögum, þær byggi flestallar á ítarlegum greiningum sem hafa verið unnar áður. „Við teljum að þær séu raunhæfar. Við teljum að Ísland sem ríki ætti að leitast við að reka sem allra fæstar stofnanir. Vegna kostnaðar og smæðar. Örstofnanir eru illa til þess fallnar að sinna hlutverkum sínum með fullnægjandi hætti.“ Ráðið telur einnig að af nægu sé að taka þegar kemur að sameiningum á sveitarstjórnarstiginu. Það séu meðal annars tækifæri til samrekstrar þegar kemur að leik- og grunnskólakerfinu. „Mikilvægast af öllu er að fækka sveitarfélögunum sjálfum. Þau eru núna 74 og það er í algjöru ósamræmi við önnur Norðurlönd og það sem við þekkjum í öðrum ríkjum, og það er afar óhagkvæmt fyrirkomulag. Sveitarfélögum fækkaði umtalsvert í kringum síðustu aldamót, en undanfarin ár hefur mjög hægt á þeirri þróun. Þess vegna hvetjum við til þess að lagasetningu sé beitt til að tryggja frekari sameiningar, til dæmis með ákvæði um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur.
Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira