Handbolti

Sterkur varnarleikur lagði grunninn að sigri Arons og félaga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron er á sínu fyrsta tímabili hjá Veszprém.
Aron er á sínu fyrsta tímabili hjá Veszprém. vísir/epa
Aron Pálmarsson og félagar hans í Veszprém unnu sinn þriðja leik í röð í SEHA deildinni þegar þeir báru sigurorð af PPD Zagreb á útivelli, 19-23.

Aron skoraði þrjú mörk úr sex skotum í leiknum en Christian Ugalde og Renato Sulic voru markahæstur í liði Veszprém með fimm mörk hvor.

Zagreb byrjaði leikinn betur en smám saman tóku gestirnir yfir og breyttu stöðunni úr 4-2 í 6-14. Átta mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 8-16.

Veszprém náði mest níu marka forskoti í seinni hálfleik þegar Aron kom liðinu í 13-22. Það reyndist næstsíðast mark ungversku meistaranna í leiknum en þeir skoruðu aðeins eitt mark á síðustu 12 mínútum leiksins.

En þrátt fyrir þessa tregðu í sóknarleik Veszprém náði Zagreb aldrei að ógna forskotinu og þar með sigri Ungverjanna. Lokatölur 19-23, Veszprém í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×