Hin árlega atlaga Árni Heimir Ingólfsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Þær eru æði margar, hefðirnar sem lífga upp á tilveruna ár hvert þegar líða fer að jólum. Jólasveinar koma til byggða hver á eftir öðrum, daglegt líf tekur að hverfast um jólatónleika og kökubakstur, jólageit IKEA tortímist með dularfullum hætti. Um svipað leyti fer af stað, ár eftir ár, sérkennileg umræða um tilgang og tilkostnað Ríkisútvarpsins, knúin áfram af pólitískum öflum sem eru sneydd skilningi á því sem vera má menningu þjóðarinnar til heilla og framfara. Um leið er þetta skólabókardæmi um niðurrifsaðferð sem hægrimenn hafa tamið sér. Framlag til ríkisstofnunar er skert svo mjög að hún getur ekki uppfyllt skyldur sínar; þetta veldur „slakri frammistöðu“ sem svo má nota til að rökstyðja enn grimmari niðurskurð að ári. Þannig má jafnvel leggja í rúst hin mestu þarfaþing á skömmum tíma. Margt hefur undanfarna mánuði verið ritað um tilgang Ríkisútvarpsins og óþarfi að tíunda það hér. RÚV er einn af hornsteinum samfélags okkar, hefur ákveðna sérstöðu (og lagalegar skyldur) þegar kemur að menningu, listum, sögu – öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur sem ekki hefur þegar verið ofurselt innantómri markaðshyggju. Ríkisútvarpinu ber að miðla okkur fróðleik, efna til umræðu, varðveita og dreifa til okkar á nýjan leik því efni sem þar hefur safnast saman á 85 ára sögu þess. RÚV er akkeri okkar í ólgusjó. Ef ekki væri fyrir dagskrána þar væri til dæmis fátt sem benti til þess í íslenskri ljósvakamiðlun að Ísland er eitt Norðurlandanna, að við erum þjóð í Evrópu en ekki smábær í Texas, að saga okkar nær lengra aftur en til dagsins í gær, að hér er iðkuð margs konar menning, ritaðar margs konar bækur, spiluð og sungin og samin margs konar tónlist. Að hér býr margs konar fólk.Hin nýja sýn Nú berast ill tíðindi af málefnum RÚV. Útvarpsstjóri hefur lýst því yfir að verði útvarpsgjaldið lækkað, eins og boðað hafði verið, þurfi enn eina ferðina að ráðast í blóðugan niðurskurð. Um er að ræða heilar 1.400 krónur á ári, eða þrjár krónur og 83 aura á dag. Menntamálaráðherra hefur lýst sig fylgjandi því að útvarpsgjald haldist óbreytt, en hefur takmarkaðan stuðning enda telur flokkur hans sjálfs sig hafa fundið hina einu sönnu lausn á málum Ríkisútvarpsins: Samkvæmt ályktun á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú í haust ber að leggja stofnunina niður. Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hver sé orsök þess að við Íslendingar þurfum ár hvert að horfa upp á atlögu að þjóðarfjölmiðli landsins á meðan sambærilegir miðlar í nágrannalöndum okkar fá frið til þess að sinna störfum sínum og skyldum. Er hér kannski komin útrásarhugmynd fyrir postula einkaframtaksins? Væri ekki tilvalið að formenn ríkisstjórnarflokkanna kölluðu á sinn fund sendiherra Bretlands, Norðurlandanna, Frakklands og Þýskalands (svo aðeins nokkur lönd séu nefnd) og skýrðu fyrir þeim þann sparnað sem fælist í því að leggja niður á einu bretti BBC, DR, NRK, YLE, Radio France og þar fram eftir götunum? Heldur einhver að slíkum málatilbúningi yrði mætt með öðru en hlátrasköllum? Og hver er þá ástæða þess að við, örþjóð á hjara veraldar sem hefur meiri þörf en aðrar stærri fyrir þá gróðrarstöð andans sem þjóðarfjölmiðill er, þurfum að láta okkur þetta lynda, ár eftir ár? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Þær eru æði margar, hefðirnar sem lífga upp á tilveruna ár hvert þegar líða fer að jólum. Jólasveinar koma til byggða hver á eftir öðrum, daglegt líf tekur að hverfast um jólatónleika og kökubakstur, jólageit IKEA tortímist með dularfullum hætti. Um svipað leyti fer af stað, ár eftir ár, sérkennileg umræða um tilgang og tilkostnað Ríkisútvarpsins, knúin áfram af pólitískum öflum sem eru sneydd skilningi á því sem vera má menningu þjóðarinnar til heilla og framfara. Um leið er þetta skólabókardæmi um niðurrifsaðferð sem hægrimenn hafa tamið sér. Framlag til ríkisstofnunar er skert svo mjög að hún getur ekki uppfyllt skyldur sínar; þetta veldur „slakri frammistöðu“ sem svo má nota til að rökstyðja enn grimmari niðurskurð að ári. Þannig má jafnvel leggja í rúst hin mestu þarfaþing á skömmum tíma. Margt hefur undanfarna mánuði verið ritað um tilgang Ríkisútvarpsins og óþarfi að tíunda það hér. RÚV er einn af hornsteinum samfélags okkar, hefur ákveðna sérstöðu (og lagalegar skyldur) þegar kemur að menningu, listum, sögu – öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur sem ekki hefur þegar verið ofurselt innantómri markaðshyggju. Ríkisútvarpinu ber að miðla okkur fróðleik, efna til umræðu, varðveita og dreifa til okkar á nýjan leik því efni sem þar hefur safnast saman á 85 ára sögu þess. RÚV er akkeri okkar í ólgusjó. Ef ekki væri fyrir dagskrána þar væri til dæmis fátt sem benti til þess í íslenskri ljósvakamiðlun að Ísland er eitt Norðurlandanna, að við erum þjóð í Evrópu en ekki smábær í Texas, að saga okkar nær lengra aftur en til dagsins í gær, að hér er iðkuð margs konar menning, ritaðar margs konar bækur, spiluð og sungin og samin margs konar tónlist. Að hér býr margs konar fólk.Hin nýja sýn Nú berast ill tíðindi af málefnum RÚV. Útvarpsstjóri hefur lýst því yfir að verði útvarpsgjaldið lækkað, eins og boðað hafði verið, þurfi enn eina ferðina að ráðast í blóðugan niðurskurð. Um er að ræða heilar 1.400 krónur á ári, eða þrjár krónur og 83 aura á dag. Menntamálaráðherra hefur lýst sig fylgjandi því að útvarpsgjald haldist óbreytt, en hefur takmarkaðan stuðning enda telur flokkur hans sjálfs sig hafa fundið hina einu sönnu lausn á málum Ríkisútvarpsins: Samkvæmt ályktun á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú í haust ber að leggja stofnunina niður. Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hver sé orsök þess að við Íslendingar þurfum ár hvert að horfa upp á atlögu að þjóðarfjölmiðli landsins á meðan sambærilegir miðlar í nágrannalöndum okkar fá frið til þess að sinna störfum sínum og skyldum. Er hér kannski komin útrásarhugmynd fyrir postula einkaframtaksins? Væri ekki tilvalið að formenn ríkisstjórnarflokkanna kölluðu á sinn fund sendiherra Bretlands, Norðurlandanna, Frakklands og Þýskalands (svo aðeins nokkur lönd séu nefnd) og skýrðu fyrir þeim þann sparnað sem fælist í því að leggja niður á einu bretti BBC, DR, NRK, YLE, Radio France og þar fram eftir götunum? Heldur einhver að slíkum málatilbúningi yrði mætt með öðru en hlátrasköllum? Og hver er þá ástæða þess að við, örþjóð á hjara veraldar sem hefur meiri þörf en aðrar stærri fyrir þá gróðrarstöð andans sem þjóðarfjölmiðill er, þurfum að láta okkur þetta lynda, ár eftir ár?
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun