Fótbolti

Kristinn samdi við Sundsvall til þriggja ára

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kristinn Steindórsson vel greiddur með nýjan samning.
Kristinn Steindórsson vel greiddur með nýjan samning. mynd/heimasíða sundsvall
Kristinn Steindórsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Sundsvall en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Kristinn kemur til Sundsvall frá Columbus Crew í Bandaríkjunum en þar áður var hann á mála hjá Halmstad í Svíþjóð. Hann hóf ferilinn með uppeldisfélaginu Breiðabliki þar sem hann varð bikarmeistari 2009 og Íslandsmeistari ári síðar.

„Það er ánægjulegt að ganga frá samningum við Kristinn. Hann hefur áður staðið sig vel í sænsku úrvalsdeildinni og það er spennandi að fá hann til liðsins,“ segir Urban Hagblom yfirmaður knattspyrnumála hjá Sundsvall.

Hjá Sundsvall hittir Kristin fyrir Rúnar Már S. Sigurjónsson en Jón Guðni Fjóluson er farinn frá liðinu til meistaranna í Norrköping.

Sundsvall hafnaði í 12. sæti af 16 liðum í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×