Ólæsi og pólitík Stefán Jökulsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Læsi snýst um ritun og lestur. Þótt fólk hafi náð tökum á því að færa orð í letur getur það þó ekki skrifað um hvað sem er. Ritunin krefst til dæmis þekkingar á umfjöllunarefninu eða reynslu sem tengist því. Svipað gildir um lesturinn. Þeir sem kunna að lesa, geta breytt prentmáli í orð og setningar þegar þeir lesa upphátt eða í hljóði. En þótt þeir séu læsir í þessum skilningi er ekki víst að þeir skilji vel það sem þeir lesa og eitt er víst: Þeir geta ekki lesið sér til gagns um hvað sem er. Hvers vegna ekki? Ástæðan er sú að orðin flytja ekki fullskapaða merkingu til lesenda; þeir verða að skapa hana á grunni orðanna. Þótt segja megi að samkomulag ríki um merkingu orða í tungumáli, komumst við ekki hjá því að leggja okkar merkingu í þau, ekki síst með hliðsjón af reynslu okkar og þekkingu. Og við getum alls ekki skilið sumt af því sem er talað eða skrifað vegna þess að okkur vantar þann bakgrunn og það samhengi sem er forsenda skilningsins. „Hittumst undir Jóni Sigurðssyni klukkan þrjú“ stóð á miða á eldhúsborðinu. Ég las orðin og kveikti strax á perunni enda vissi ég að nafnið vísaði til styttu af ákveðnum manni á tilteknum stað. Ég skildi textann vegna þess að ég þekkti til mannsins og staðarins. Annars hefði ég ekki áttað mig á skilaboðunum þótt ég gæti lesið orðin. Oft sköpum við umræðugrundvöll og nauðsynlegt samhengi með því að tala við aðra, máta okkar skilning við skilning þeirra, njóta þeirrar samlegðar sem verður til þegar fleiri en einn eða jafnvel margir, hver á sínum sjónarhóli, hver með sína reynslu, hjálpast að við að skilja eitthvað sem hefur verið sagt eða ritað. „Áttu þá við að?…?“, „Ég held að við séum ekki að tala um það sama.“, „Hver finnst þér þá vera kjarni málsins?“, „Ég skil! Ég hef alltaf haldið að?…“, „Þetta er bara lopi, hefur enga merkingu!“. Slíkt samtal um viðeigandi skilning og túlkun heldur áfram endalaust, sem betur fer. Dómarar ræða hvernig beri að skilja og túlka bókstaf laganna miðað við tilteknar aðstæður, nemandi spyr kennara hvort hann geti nefnt dæmi til skýringar, almenningur veltir því fyrir sér, og talar saman um það, hvernig beri að skilja eitthvað sem forsetinn sagði í ræðu.Snýst einnig um samskipti Þessi dæmi, og fjölmörg önnur, benda til þess að sköpun merkingar, túlkun og skilningur snúist ekki aðeins um hugsun einstaklinga heldur einnig um samskipti fólks. Þetta á einnig við þá merkingarsköpun sem ritun og lestur snúast um. Sé eitthvað til í því að við skiljum tæpast nokkuð ein má spyrja hversu skynsamlegt sé að reyna mæla lesskilning einstaklinga og fá út tölur eins og raunin er þegar við mælum blóðþrýsting eða púls. Sú þekking sem börn búa yfir þegar þau byrja í skóla ræður miklu um hve vel þeim gengur að læra að lesa og skrifa. En næringarríkt veganesti að þessu leyti er háð uppeldisaðstæðum. Foreldrar vilja víkka og auðga reynsluheim barna sinna en margir hafa hvorki efni á því né tíma til þess. Þeir hafa ekki efni á að fara í leikhús með börnin, á tónleika eða í ferðalög, og þá skortir tíma og orku til að skoða með þeim fugla eða hraun ellegar tala við þau um landsins gagn og nauðsynjar. Þessari hlið lesskilningsins, þessari hápólitísku hlið „ólæsisins“, þarf að gefa gaum vegna þess að ef til vill er einna vænlegast að efla læsi og lesskilning meðal skólanemenda á Íslandi með því að berjast gegn fátækt og auka jöfnuð meðal landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Læsi snýst um ritun og lestur. Þótt fólk hafi náð tökum á því að færa orð í letur getur það þó ekki skrifað um hvað sem er. Ritunin krefst til dæmis þekkingar á umfjöllunarefninu eða reynslu sem tengist því. Svipað gildir um lesturinn. Þeir sem kunna að lesa, geta breytt prentmáli í orð og setningar þegar þeir lesa upphátt eða í hljóði. En þótt þeir séu læsir í þessum skilningi er ekki víst að þeir skilji vel það sem þeir lesa og eitt er víst: Þeir geta ekki lesið sér til gagns um hvað sem er. Hvers vegna ekki? Ástæðan er sú að orðin flytja ekki fullskapaða merkingu til lesenda; þeir verða að skapa hana á grunni orðanna. Þótt segja megi að samkomulag ríki um merkingu orða í tungumáli, komumst við ekki hjá því að leggja okkar merkingu í þau, ekki síst með hliðsjón af reynslu okkar og þekkingu. Og við getum alls ekki skilið sumt af því sem er talað eða skrifað vegna þess að okkur vantar þann bakgrunn og það samhengi sem er forsenda skilningsins. „Hittumst undir Jóni Sigurðssyni klukkan þrjú“ stóð á miða á eldhúsborðinu. Ég las orðin og kveikti strax á perunni enda vissi ég að nafnið vísaði til styttu af ákveðnum manni á tilteknum stað. Ég skildi textann vegna þess að ég þekkti til mannsins og staðarins. Annars hefði ég ekki áttað mig á skilaboðunum þótt ég gæti lesið orðin. Oft sköpum við umræðugrundvöll og nauðsynlegt samhengi með því að tala við aðra, máta okkar skilning við skilning þeirra, njóta þeirrar samlegðar sem verður til þegar fleiri en einn eða jafnvel margir, hver á sínum sjónarhóli, hver með sína reynslu, hjálpast að við að skilja eitthvað sem hefur verið sagt eða ritað. „Áttu þá við að?…?“, „Ég held að við séum ekki að tala um það sama.“, „Hver finnst þér þá vera kjarni málsins?“, „Ég skil! Ég hef alltaf haldið að?…“, „Þetta er bara lopi, hefur enga merkingu!“. Slíkt samtal um viðeigandi skilning og túlkun heldur áfram endalaust, sem betur fer. Dómarar ræða hvernig beri að skilja og túlka bókstaf laganna miðað við tilteknar aðstæður, nemandi spyr kennara hvort hann geti nefnt dæmi til skýringar, almenningur veltir því fyrir sér, og talar saman um það, hvernig beri að skilja eitthvað sem forsetinn sagði í ræðu.Snýst einnig um samskipti Þessi dæmi, og fjölmörg önnur, benda til þess að sköpun merkingar, túlkun og skilningur snúist ekki aðeins um hugsun einstaklinga heldur einnig um samskipti fólks. Þetta á einnig við þá merkingarsköpun sem ritun og lestur snúast um. Sé eitthvað til í því að við skiljum tæpast nokkuð ein má spyrja hversu skynsamlegt sé að reyna mæla lesskilning einstaklinga og fá út tölur eins og raunin er þegar við mælum blóðþrýsting eða púls. Sú þekking sem börn búa yfir þegar þau byrja í skóla ræður miklu um hve vel þeim gengur að læra að lesa og skrifa. En næringarríkt veganesti að þessu leyti er háð uppeldisaðstæðum. Foreldrar vilja víkka og auðga reynsluheim barna sinna en margir hafa hvorki efni á því né tíma til þess. Þeir hafa ekki efni á að fara í leikhús með börnin, á tónleika eða í ferðalög, og þá skortir tíma og orku til að skoða með þeim fugla eða hraun ellegar tala við þau um landsins gagn og nauðsynjar. Þessari hlið lesskilningsins, þessari hápólitísku hlið „ólæsisins“, þarf að gefa gaum vegna þess að ef til vill er einna vænlegast að efla læsi og lesskilning meðal skólanemenda á Íslandi með því að berjast gegn fátækt og auka jöfnuð meðal landsmanna.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun