Höndin – vel útrétt hönd Garðar Baldvinsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Þegar maður lendir í áföllum eða erfiðleikum í lífinu þarf maður einhvern til að styðja við sig. Ég varð þeirrar heppni aðnjótandi síðastliðið vor að komast í kynni við samtökin Höndina sem veita einmitt sálrænan stuðning, m.a. með vikulegum fundum þar sem fólk deilir líðan sinni og baráttu við lífið og það sem það hefur upp á að bjóða. Höndin er mannræktarsamtök sem stofnuð voru fyrir tíu árum og eru alhliða mannúðar- og mannræktarsamtök. Leitast samtökin við að skapa fólki vettvang til sjálfstyrkingar og samhjálpar. Höndin aðstoðar og liðsinnir hinum þurfandi og styður þá sem til samtakanna leita. Margir eiga erfitt uppdráttar eftir áföll og hjálpar Höndin fólki í slíkum aðstæðum og er farvegur fólks í átt til þátttöku í samfélaginu, bæði hvað varðar félagslega færni og atvinnuþátttöku. Kjörorð Handarinnar er: Hver og einn skiptir máli – allir með. Samtökin bjóða upp á heimsóknir til eldra fólks og þeirra sem eru einmana. Höndin býður upp á fjárhagsstuðning, einstaklingsviðtöl, símaþjónustu, heimsóknir, kynningar á geðheilbrigði, ráðgjöf, málþing og margt fleira. Félagið starfar einnig í sérstökum hópum, þar sem fólk tekur höndum saman, bæði gefur og þiggur til að byggja sig upp og styrkja aðra. Einn liður í því starfi er að samtökin halda vikulega fundi í Áskirkju með það fyrir augum að styrkja fólk til sjálfstæðis og þátttöku í samfélaginu. Fundirnir eru fyrir alla sem vilja leita sér aðstoðar og vinna í sínum málum, styrkja sig og sitt eigið sjálf – fyrir þá sem eiga eða hafa átt við geðraskanir að etja, svo sem þunglyndi, kvíða og geðhvörf. Einnig er þetta vettvangur fyrir þá sem eru einmana, eru að kljást við sorg eða missi. Síðast en ekki síst fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða og hjálpa öðrum í vanda.Ná árangri Einu sinni í viku hittast síðan nokkrir félagar og ganga hressilega um Elliðaárdalinn og er þátttaka yfirleitt mjög góð. Markmiðið er alltaf að hjálpa fólki að greina vanda sinn og finna eigin styrk og getu. Enda eru hlustun, samúð, hlýja og virðing grundvöllur starfsins. Hafa samtökin m.a. valið fyrirtæki ársins sem styðja við markmiðið um styrkingu og sjálfseflingu en einnig einstaklinga ársins. Einnig standa samtökin fyrir málþingum og hafa nokkur verið haldin. Er þá völdum gestum boðið að halda erindi um starf sitt eða líf með áherslu á sjálfsstyrkingu og árangursríka baráttu við áföll. Hefur ennfremur verið fjallað um tiltekin vandamál eins og kvíða, sem og starf annarra að mannrækt einkum hér á höfuðborgarsvæðinu og hefur aðsókn stundum verið mjög mikil. Bæði notendur þeirrar þjónustu sem Höndin veitir og fólk sem sjálft sinnir geðmálum hafa hrósað starfi Handarinnar fyrir að ná árangri þegar öll sund virtust lokuð hjá þeim sem kljást við áföll eða þurfa af öðrum ástæðum á hjálp að halda við að rísa aftur til sjálfstæðs lífs, má sem dæmi nefna fulltrúa notenda geðsviðs Landspítalans og aðra skjólstæðinga en þessu fólki ber saman um að þjónustan sé til fyrirmyndar og að heimsóknir til hinna þurfandi og einmana gegni gríðarmiklu hlutverki í lífi þeirra. Ég er afar feginn að hafa komist í kynni við Höndina sem á ríkan þátt í að hjálpa mér að ná andlegu jafnvægi á ný og hlakka ég til að geta endurgoldið það með því að gefa af mér á þeim vettvangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Þegar maður lendir í áföllum eða erfiðleikum í lífinu þarf maður einhvern til að styðja við sig. Ég varð þeirrar heppni aðnjótandi síðastliðið vor að komast í kynni við samtökin Höndina sem veita einmitt sálrænan stuðning, m.a. með vikulegum fundum þar sem fólk deilir líðan sinni og baráttu við lífið og það sem það hefur upp á að bjóða. Höndin er mannræktarsamtök sem stofnuð voru fyrir tíu árum og eru alhliða mannúðar- og mannræktarsamtök. Leitast samtökin við að skapa fólki vettvang til sjálfstyrkingar og samhjálpar. Höndin aðstoðar og liðsinnir hinum þurfandi og styður þá sem til samtakanna leita. Margir eiga erfitt uppdráttar eftir áföll og hjálpar Höndin fólki í slíkum aðstæðum og er farvegur fólks í átt til þátttöku í samfélaginu, bæði hvað varðar félagslega færni og atvinnuþátttöku. Kjörorð Handarinnar er: Hver og einn skiptir máli – allir með. Samtökin bjóða upp á heimsóknir til eldra fólks og þeirra sem eru einmana. Höndin býður upp á fjárhagsstuðning, einstaklingsviðtöl, símaþjónustu, heimsóknir, kynningar á geðheilbrigði, ráðgjöf, málþing og margt fleira. Félagið starfar einnig í sérstökum hópum, þar sem fólk tekur höndum saman, bæði gefur og þiggur til að byggja sig upp og styrkja aðra. Einn liður í því starfi er að samtökin halda vikulega fundi í Áskirkju með það fyrir augum að styrkja fólk til sjálfstæðis og þátttöku í samfélaginu. Fundirnir eru fyrir alla sem vilja leita sér aðstoðar og vinna í sínum málum, styrkja sig og sitt eigið sjálf – fyrir þá sem eiga eða hafa átt við geðraskanir að etja, svo sem þunglyndi, kvíða og geðhvörf. Einnig er þetta vettvangur fyrir þá sem eru einmana, eru að kljást við sorg eða missi. Síðast en ekki síst fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða og hjálpa öðrum í vanda.Ná árangri Einu sinni í viku hittast síðan nokkrir félagar og ganga hressilega um Elliðaárdalinn og er þátttaka yfirleitt mjög góð. Markmiðið er alltaf að hjálpa fólki að greina vanda sinn og finna eigin styrk og getu. Enda eru hlustun, samúð, hlýja og virðing grundvöllur starfsins. Hafa samtökin m.a. valið fyrirtæki ársins sem styðja við markmiðið um styrkingu og sjálfseflingu en einnig einstaklinga ársins. Einnig standa samtökin fyrir málþingum og hafa nokkur verið haldin. Er þá völdum gestum boðið að halda erindi um starf sitt eða líf með áherslu á sjálfsstyrkingu og árangursríka baráttu við áföll. Hefur ennfremur verið fjallað um tiltekin vandamál eins og kvíða, sem og starf annarra að mannrækt einkum hér á höfuðborgarsvæðinu og hefur aðsókn stundum verið mjög mikil. Bæði notendur þeirrar þjónustu sem Höndin veitir og fólk sem sjálft sinnir geðmálum hafa hrósað starfi Handarinnar fyrir að ná árangri þegar öll sund virtust lokuð hjá þeim sem kljást við áföll eða þurfa af öðrum ástæðum á hjálp að halda við að rísa aftur til sjálfstæðs lífs, má sem dæmi nefna fulltrúa notenda geðsviðs Landspítalans og aðra skjólstæðinga en þessu fólki ber saman um að þjónustan sé til fyrirmyndar og að heimsóknir til hinna þurfandi og einmana gegni gríðarmiklu hlutverki í lífi þeirra. Ég er afar feginn að hafa komist í kynni við Höndina sem á ríkan þátt í að hjálpa mér að ná andlegu jafnvægi á ný og hlakka ég til að geta endurgoldið það með því að gefa af mér á þeim vettvangi.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun