Birta jóla inn í skugga sorgar Sigrún Óskarsdóttir og Óskar Hafsteinn Óskarsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Stundum gefum við okkur að aðventa og jól geti ekki verið annað en gleðiríkir dagar hjá fólki. En þau eru mörg sem eiga um sárt að binda. Ástæðurnar geta verið margvíslegar, missir, sorg, kvíði, áhyggjur, streita. Jólin og aðventan eru viðkvæmur tími. Þá er snert við okkur alveg með sérstökum hætti. Við leitum í minningarnar, jólin þegar við vorum börn. Atferli, ilmur, jólaskraut, siðir eða ákveðnar persónur. Þess vegna er líka viss tregi yfir jólunum, vegna þess sem var en við kannski finnum ekki aftur. Stundum náum við að nálgast það í gegnum börnin. Við leitum í þetta einfalda og saklausa, þannig eru jólin. Þau snúast ekki síst um nánd. Jólin eru því þungbær þeim sem hafa misst einhvern sér nákominn. Tilfinningar sem fylgja ástvinamissi eru samofnar tilfinningum jólanna.Aðventan er tími vonar Enn á ný er aðventa gengin í garð og hátíðin nálgast. Jólin koma, hverjar sem aðstæður þínar kunna að vera. Í sporum gleðinnar og líka í skugga sorgarinnar. Aðventan vekur hjá okkur eftirvæntingu og von. Þörfin kviknar fyrir það sem er heilagt, við viljum fanga það inn í líf okkar. Það er snert við tilfinningum, samkennd og samhugur eiga greiða leið að okkur. Hlýtt viðmót, faðmlag og orð sem miðla umhyggju.Nokkur hagnýt atriði Fyrir þau sem glíma við sorgina er mikilvægt að huga að eftirfarandi: l tjáðu þig um líðan þína við einhvern sem þú treystir, finndu rými til að tala um upplifun þína. l börnin mega aldrei gleymast í sorginni, leyfðu barninu að tala og tjá líðan sína að vild. Sýndu barninu þínar tilfinningar. Forðastu ekki að tala um dauðann við barnið.Hvað getum við gert fyrir vini í sorg? Heimsækjum vin í sorg, það er mikilvægt. Hvað á að segja? Stundum þarf ekkert að segja. Heimsóknin snýst einfaldlega um að vera til staðar, oft er faðmlag eða samtal án orða besta hjálpin. Í sorg er svo mikilvægt að finna fyrir hlýju og trausti, samhygð. Og við þurfum að skilja að gjarnan hefst nýtt sorgarferli hjá fólki í aðdraganda jóla.Að ná sáttum Reiðin er einn angi sorgarinnar, reiði sem getur beinst að fólki eða Guði, við þurfum að gefa rými til þess að fá útrás fyrir reiðina, losa um hana, tala út, gráta út. Alveg sama hvort þessi reiði á við rök að styðjast eða ekki. Hér er ekki spurt um rök, heldur tilfinningar og við þurfum að sýna þeim alúð, viðurkenna og vinna með þær. Frægasta glíma manns og Guðs er skráð í Jobsbók. Hann vildi hafa hendur í hári þess gamla þarna uppi, segja honum hve ósanngjarn hann er, gagnrýna Guð og benda á aðrar leiðir. Job kemst að lokum að niðurstöðu, nær sáttum við Guð, sem að mörgu leyti má segja að sé lokatakmark sorgarferils – að ná sáttum. Við nefnum þetta vegna þess að jólatíminn getur líka einkennst af reiði, biturð, það fer eftir því hvar við erum stödd. En hér koma jólin með boðskap sinn líka, sem vert er að staldra við.Birta og von jólanna Jólin vekja von um betri tíð en vekja líka til umhugsunar. Hvernig getur himinninn sem opnast mótað líf okkar? Ljósin og jólasöngurinn færa okkur nær. Tölum um líðan okkar, það er í lagi að gráta og finna til, en deilum því með þeim sem hefur eyra að hlusta. Kannski verða jólin ekki eins og þú væntir, kannski er eitthvað sem vantar en þú vildir hafa, en samt koma þau til þín, með birtu og von og segja þér: Vertu óhrædd, vertu óhræddur, þetta verður í lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Stundum gefum við okkur að aðventa og jól geti ekki verið annað en gleðiríkir dagar hjá fólki. En þau eru mörg sem eiga um sárt að binda. Ástæðurnar geta verið margvíslegar, missir, sorg, kvíði, áhyggjur, streita. Jólin og aðventan eru viðkvæmur tími. Þá er snert við okkur alveg með sérstökum hætti. Við leitum í minningarnar, jólin þegar við vorum börn. Atferli, ilmur, jólaskraut, siðir eða ákveðnar persónur. Þess vegna er líka viss tregi yfir jólunum, vegna þess sem var en við kannski finnum ekki aftur. Stundum náum við að nálgast það í gegnum börnin. Við leitum í þetta einfalda og saklausa, þannig eru jólin. Þau snúast ekki síst um nánd. Jólin eru því þungbær þeim sem hafa misst einhvern sér nákominn. Tilfinningar sem fylgja ástvinamissi eru samofnar tilfinningum jólanna.Aðventan er tími vonar Enn á ný er aðventa gengin í garð og hátíðin nálgast. Jólin koma, hverjar sem aðstæður þínar kunna að vera. Í sporum gleðinnar og líka í skugga sorgarinnar. Aðventan vekur hjá okkur eftirvæntingu og von. Þörfin kviknar fyrir það sem er heilagt, við viljum fanga það inn í líf okkar. Það er snert við tilfinningum, samkennd og samhugur eiga greiða leið að okkur. Hlýtt viðmót, faðmlag og orð sem miðla umhyggju.Nokkur hagnýt atriði Fyrir þau sem glíma við sorgina er mikilvægt að huga að eftirfarandi: l tjáðu þig um líðan þína við einhvern sem þú treystir, finndu rými til að tala um upplifun þína. l börnin mega aldrei gleymast í sorginni, leyfðu barninu að tala og tjá líðan sína að vild. Sýndu barninu þínar tilfinningar. Forðastu ekki að tala um dauðann við barnið.Hvað getum við gert fyrir vini í sorg? Heimsækjum vin í sorg, það er mikilvægt. Hvað á að segja? Stundum þarf ekkert að segja. Heimsóknin snýst einfaldlega um að vera til staðar, oft er faðmlag eða samtal án orða besta hjálpin. Í sorg er svo mikilvægt að finna fyrir hlýju og trausti, samhygð. Og við þurfum að skilja að gjarnan hefst nýtt sorgarferli hjá fólki í aðdraganda jóla.Að ná sáttum Reiðin er einn angi sorgarinnar, reiði sem getur beinst að fólki eða Guði, við þurfum að gefa rými til þess að fá útrás fyrir reiðina, losa um hana, tala út, gráta út. Alveg sama hvort þessi reiði á við rök að styðjast eða ekki. Hér er ekki spurt um rök, heldur tilfinningar og við þurfum að sýna þeim alúð, viðurkenna og vinna með þær. Frægasta glíma manns og Guðs er skráð í Jobsbók. Hann vildi hafa hendur í hári þess gamla þarna uppi, segja honum hve ósanngjarn hann er, gagnrýna Guð og benda á aðrar leiðir. Job kemst að lokum að niðurstöðu, nær sáttum við Guð, sem að mörgu leyti má segja að sé lokatakmark sorgarferils – að ná sáttum. Við nefnum þetta vegna þess að jólatíminn getur líka einkennst af reiði, biturð, það fer eftir því hvar við erum stödd. En hér koma jólin með boðskap sinn líka, sem vert er að staldra við.Birta og von jólanna Jólin vekja von um betri tíð en vekja líka til umhugsunar. Hvernig getur himinninn sem opnast mótað líf okkar? Ljósin og jólasöngurinn færa okkur nær. Tölum um líðan okkar, það er í lagi að gráta og finna til, en deilum því með þeim sem hefur eyra að hlusta. Kannski verða jólin ekki eins og þú væntir, kannski er eitthvað sem vantar en þú vildir hafa, en samt koma þau til þín, með birtu og von og segja þér: Vertu óhrædd, vertu óhræddur, þetta verður í lagi.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun