Náðarhögg erlendra tungumála í íslensku menntakerfi Geir Sigurðsson skrifar 16. desember 2015 00:00 Ekki þarf mikið ímyndunarafl til að hugsa sér aðstæður þar sem tíðarandinn dregur úr hvöt nemenda til að efla stærðfræðikunnáttu sína. Hver myndu þykja eðlileg viðbrögð menntayfirvalda við slíkri stöðu? Tæplega þau að draga úr stærðfræðikennslu í framhaldsskólum, eða hvað? Andstæð viðbrögð virtust frekar viðeigandi: að gefa enn meira í til að sporna við afturförinni. Sambærileg staða er nú komin upp í tilviki erlendra tungumála, að ensku undanskilinni. Sú var tíðin að íslenskir stúdentar höfðu allflestir býsna gott vald á nokkrum erlendum tungumálum. Ekki einungis gátu þeir haft merkingarbær samskipti á þessum málum heldur var eðlilegt að gera þá kröfu til íslenskra háskólanema að þeir leituðu heimilda í ritum á dönsku eða öðrum Norðurlandamálum, ensku og jafnvel þýsku eða frönsku. Greiður aðgangur þeirra að ýmsum ólíkum málsvæðum gerði þeim kleift að nálgast sjónarmið sem oft voru ólík, sýndu fram á ólíkan hugsunarhátt þjóða og stuðluðu að aukinni fjölhyggju í íslensku samfélagi. Enskan hefur nú tekið við sem nánast eina erlenda tungumál ungra Íslendinga. Ísland er hér ekkert einsdæmi; enskan er löngu orðin að helsta heimsmáli samtímans. En það er áhyggjuefni fyrir íslenska menningarþróun, sköpunargáfu og víðsýni að öðrum tungumálum hafi fyrir vikið verið ýtt út á jaðarinn. Vissulega hefur eitthvað áunnist fyrir vikið. Ungir Íslendingar hafa í dag betra vald á talaðri ensku en gilti um fyrri kynslóðir, þótt ýmislegt bendi raunar til útbreidds ofmats á eigin enskukunnáttu. Hins vegar er nú fátítt meðal ungmenna að þau séu mælt eða geti lesið á öðru erlendu tungumáli en ensku. Á tíu ára ferli sem háskólakennari man ég einungis eftir örfáum dæmum þess að íslenskur háskólanemi hafi nýtt sér heimild á öðru máli en íslensku eða ensku. Ég hef stundum bent nemendum á prýðilegar heimildir á dönsku án þess að ábendingum mínum hafi nokkru sinni verið fylgt eftir.Veruleg skerðing Stytting framhaldsskólanna hefur meðal annars í för með sér verulega skerðingu á námi og þjálfun framhaldsskólanema í erlendum tungumálum. Skerðingin er raunalegur vitnisburður um metnaðar- og stefnuleysi í menntamálum á Íslandi. Styrking enskunnar og veiking annarra mála í alþjóðavæðingu samtímans hefði frekar virst tilefni til að gera öðrum tungumálum betri skil í þjálfun ungmenna okkar. Öflugt menntakerfi á einmitt að sporna við því þegar tíðarandinn grefur undan þekkingu og kunnáttu á tilteknum sviðum en ekki að hjálpa til gagnrýnislaust við moksturinn. Enginn efast um mikilvægi góðrar enskukunnáttu fyrir skilvirk samskipti í veröld samtímans. En samskipti í alþjóðavæddum heimi snúast ekki einungis um að efla skilvirkni, heldur jafnframt gagnkvæman menningarlegan skilning og opnun hugans fyrir þeim ólíku og einstöku víddum sem hver og ein menning hefur upp á að bjóða. Slíkt kemst aðeins takmarkað til skila fyrir tilstilli tungumáls sem ekki tilheyrir þeirri menningu. Einungis þekking og kunnátta í tungumáli tiltekins samfélags veitir beinan aðgang að menningu þess. Að öðrum kosti er einungis klórað á yfirborðinu.Hætta á einsleitni Smæð íslensku þjóðarinnar er svo enn veigameiri ástæða til að efla flóru þeirra tungumála sem hér eru kennd. Styrkur Háskóla Íslands hefur til dæmis ekki síst falist í því að starfsfólk skólans hefur menntað sig í háskólum víða um heim, jafnt vestan hafs sem á meginlandi Evrópu, á Norðurlöndunum og víðar um heim. Þessi fjölbreytni stuðlar að sköpunarkrafti sem gert hefur Háskóla Íslands glettilega góðan þrátt fyrir alvarlega og viðvarandi undirfjármögnun íslenskra menntayfirvalda. Með því að draga úr umfangi erlendra tungumála dregur úr líkum þess að ungir Íslendingar haldi í nám á öðrum en enskumælandi málsvæðum. Hætta er á að það leiði til nokkurrar einsleitni í íslensku vísinda- og fræðasamfélagi. Um þessar mundir er verið að reisa byggingu Alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur við Suðurgötu og er áætlað að henni verði lokið að ári. Vigdís forseti er sendiherra tungumála hjá Menningarmálastofnun Sameinuðu Þjóðanna, UNESCO, enda hefur hún vakið athygli víða um heim fyrir baráttu sína fyrir vexti og viðgangi tungumála og menninga mannkyns. Alþjóðlega tungumálamiðstöðin, sem einnig starfar undir formerkjum UNESCO, mun laða til sín fræðafólk, stjórnendur og jafnvel ferðamenn úr ýmsum áttum. Það er kaldranalegt að hugsa til þess að um leið og glæsilegri og einstakri miðstöð fyrir rannsóknir á tungumála- og menningaflóru veraldar er komið á fót á Íslandi stefna yfirvöld beinlínis að því að draga úr getu framtíðarkynslóða á Íslandi til að túlka og skilja heiminn á ólíkum menningarlegum forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Ekki þarf mikið ímyndunarafl til að hugsa sér aðstæður þar sem tíðarandinn dregur úr hvöt nemenda til að efla stærðfræðikunnáttu sína. Hver myndu þykja eðlileg viðbrögð menntayfirvalda við slíkri stöðu? Tæplega þau að draga úr stærðfræðikennslu í framhaldsskólum, eða hvað? Andstæð viðbrögð virtust frekar viðeigandi: að gefa enn meira í til að sporna við afturförinni. Sambærileg staða er nú komin upp í tilviki erlendra tungumála, að ensku undanskilinni. Sú var tíðin að íslenskir stúdentar höfðu allflestir býsna gott vald á nokkrum erlendum tungumálum. Ekki einungis gátu þeir haft merkingarbær samskipti á þessum málum heldur var eðlilegt að gera þá kröfu til íslenskra háskólanema að þeir leituðu heimilda í ritum á dönsku eða öðrum Norðurlandamálum, ensku og jafnvel þýsku eða frönsku. Greiður aðgangur þeirra að ýmsum ólíkum málsvæðum gerði þeim kleift að nálgast sjónarmið sem oft voru ólík, sýndu fram á ólíkan hugsunarhátt þjóða og stuðluðu að aukinni fjölhyggju í íslensku samfélagi. Enskan hefur nú tekið við sem nánast eina erlenda tungumál ungra Íslendinga. Ísland er hér ekkert einsdæmi; enskan er löngu orðin að helsta heimsmáli samtímans. En það er áhyggjuefni fyrir íslenska menningarþróun, sköpunargáfu og víðsýni að öðrum tungumálum hafi fyrir vikið verið ýtt út á jaðarinn. Vissulega hefur eitthvað áunnist fyrir vikið. Ungir Íslendingar hafa í dag betra vald á talaðri ensku en gilti um fyrri kynslóðir, þótt ýmislegt bendi raunar til útbreidds ofmats á eigin enskukunnáttu. Hins vegar er nú fátítt meðal ungmenna að þau séu mælt eða geti lesið á öðru erlendu tungumáli en ensku. Á tíu ára ferli sem háskólakennari man ég einungis eftir örfáum dæmum þess að íslenskur háskólanemi hafi nýtt sér heimild á öðru máli en íslensku eða ensku. Ég hef stundum bent nemendum á prýðilegar heimildir á dönsku án þess að ábendingum mínum hafi nokkru sinni verið fylgt eftir.Veruleg skerðing Stytting framhaldsskólanna hefur meðal annars í för með sér verulega skerðingu á námi og þjálfun framhaldsskólanema í erlendum tungumálum. Skerðingin er raunalegur vitnisburður um metnaðar- og stefnuleysi í menntamálum á Íslandi. Styrking enskunnar og veiking annarra mála í alþjóðavæðingu samtímans hefði frekar virst tilefni til að gera öðrum tungumálum betri skil í þjálfun ungmenna okkar. Öflugt menntakerfi á einmitt að sporna við því þegar tíðarandinn grefur undan þekkingu og kunnáttu á tilteknum sviðum en ekki að hjálpa til gagnrýnislaust við moksturinn. Enginn efast um mikilvægi góðrar enskukunnáttu fyrir skilvirk samskipti í veröld samtímans. En samskipti í alþjóðavæddum heimi snúast ekki einungis um að efla skilvirkni, heldur jafnframt gagnkvæman menningarlegan skilning og opnun hugans fyrir þeim ólíku og einstöku víddum sem hver og ein menning hefur upp á að bjóða. Slíkt kemst aðeins takmarkað til skila fyrir tilstilli tungumáls sem ekki tilheyrir þeirri menningu. Einungis þekking og kunnátta í tungumáli tiltekins samfélags veitir beinan aðgang að menningu þess. Að öðrum kosti er einungis klórað á yfirborðinu.Hætta á einsleitni Smæð íslensku þjóðarinnar er svo enn veigameiri ástæða til að efla flóru þeirra tungumála sem hér eru kennd. Styrkur Háskóla Íslands hefur til dæmis ekki síst falist í því að starfsfólk skólans hefur menntað sig í háskólum víða um heim, jafnt vestan hafs sem á meginlandi Evrópu, á Norðurlöndunum og víðar um heim. Þessi fjölbreytni stuðlar að sköpunarkrafti sem gert hefur Háskóla Íslands glettilega góðan þrátt fyrir alvarlega og viðvarandi undirfjármögnun íslenskra menntayfirvalda. Með því að draga úr umfangi erlendra tungumála dregur úr líkum þess að ungir Íslendingar haldi í nám á öðrum en enskumælandi málsvæðum. Hætta er á að það leiði til nokkurrar einsleitni í íslensku vísinda- og fræðasamfélagi. Um þessar mundir er verið að reisa byggingu Alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur við Suðurgötu og er áætlað að henni verði lokið að ári. Vigdís forseti er sendiherra tungumála hjá Menningarmálastofnun Sameinuðu Þjóðanna, UNESCO, enda hefur hún vakið athygli víða um heim fyrir baráttu sína fyrir vexti og viðgangi tungumála og menninga mannkyns. Alþjóðlega tungumálamiðstöðin, sem einnig starfar undir formerkjum UNESCO, mun laða til sín fræðafólk, stjórnendur og jafnvel ferðamenn úr ýmsum áttum. Það er kaldranalegt að hugsa til þess að um leið og glæsilegri og einstakri miðstöð fyrir rannsóknir á tungumála- og menningaflóru veraldar er komið á fót á Íslandi stefna yfirvöld beinlínis að því að draga úr getu framtíðarkynslóða á Íslandi til að túlka og skilja heiminn á ólíkum menningarlegum forsendum.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun