Horfur á erlendum hlutabréfamörkuðum Jóhann Gísli Jóhannesson skrifar 16. desember 2015 08:00 Rúmum sjö árum eftir að fjármagnshöft voru sett á eru teikn á lofti um að á þeim verði verulega slakað á næsta ári eða þeim jafnvel aflétt að fullu. Við það opnast á ný tækifæri fyrir sparifjáreigendur til að dreifa sparnaði sínum erlendis. Það ætti að vera mikið hagsmunamál fyrir almenning enda hafa innlend hlutabréf mikla fylgni sín á milli og þá sérstaklega þegar innlend efnahagsleg áföll eiga sér stað, en með því að fjárfesta erlendis að hluta minnkar kerfisáhætta hlutabréfasafnsins verulega. Árið 2015 hefur verið viðburðaríkt á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Helstu drifkraftar ársins hafa verið peningastefna seðlabanka í heiminum, miklar lækkanir á olíuverði, styrking Bandaríkjadals gagnvart flestum myntum og áhyggjur af Grikklandi og Kína. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur gefið til kynna að stutt sé í fyrstu vaxtahækkun þar síðan árið 2006 en á sama tíma hefur evrópski seðlabankinn verið að lækka vexti og hóf í mars á þessu ári að kaupa skuldabréf á evrusvæðinu fyrir 60 milljarða evra í hverjum mánuði með það að markmiði að ýta undir lánveitingar og örva hagvöxt. Ástæða þessara andstæðu aðgerða er að hagkerfi Evrópu hefur verið tregt til að sýna merki um bata í samanburði við Bandaríkin. Erfitt er að spá með vissu um hvar tækifæri næsta árs liggja. Flestir sérfræðingar virðast sammála um að evrópsk hlutabréf muni skila betri ávöxtun en bandarísk. Þessi skoðun er rökstudd með nokkrum atriðum. Evrópska hagkerfið virðist vera á upphafsstigum uppsveiflu en Bandaríkin eru lengra komin í sinni hagsveiflu. Auk þess er Seðlabanki Bandaríkjanna við það að hefja vaxtahækkunarferli sitt á meðan evrópski seðlabankinn mun að öllum líkindum halda vöxtum lágum og halda áfram uppkaupum á evrópskum skuldabréfum. Verðlagning er einnig hagstæðari í Evrópu, en skýringin á því er sú að væntingar um vöxt í hagnaði eru hærri fyrir evrópsk fyrirtæki en bandarísk. Helstu óvissuþættir næsta árs eru tengdir peningastefnu seðlabanka beggja vegna Atlantshafsins og lakari hagvaxtarhorfum í Kína. Þá þurfa íslenskir fjárfestar að hafa gjaldeyrishreyfingar sérstaklega í huga þar sem töluverðar sveiflur geta orðið á íslensku krónunni gagnvart öðrum myntum ef fjármagnshöftum verður aflétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Rúmum sjö árum eftir að fjármagnshöft voru sett á eru teikn á lofti um að á þeim verði verulega slakað á næsta ári eða þeim jafnvel aflétt að fullu. Við það opnast á ný tækifæri fyrir sparifjáreigendur til að dreifa sparnaði sínum erlendis. Það ætti að vera mikið hagsmunamál fyrir almenning enda hafa innlend hlutabréf mikla fylgni sín á milli og þá sérstaklega þegar innlend efnahagsleg áföll eiga sér stað, en með því að fjárfesta erlendis að hluta minnkar kerfisáhætta hlutabréfasafnsins verulega. Árið 2015 hefur verið viðburðaríkt á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Helstu drifkraftar ársins hafa verið peningastefna seðlabanka í heiminum, miklar lækkanir á olíuverði, styrking Bandaríkjadals gagnvart flestum myntum og áhyggjur af Grikklandi og Kína. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur gefið til kynna að stutt sé í fyrstu vaxtahækkun þar síðan árið 2006 en á sama tíma hefur evrópski seðlabankinn verið að lækka vexti og hóf í mars á þessu ári að kaupa skuldabréf á evrusvæðinu fyrir 60 milljarða evra í hverjum mánuði með það að markmiði að ýta undir lánveitingar og örva hagvöxt. Ástæða þessara andstæðu aðgerða er að hagkerfi Evrópu hefur verið tregt til að sýna merki um bata í samanburði við Bandaríkin. Erfitt er að spá með vissu um hvar tækifæri næsta árs liggja. Flestir sérfræðingar virðast sammála um að evrópsk hlutabréf muni skila betri ávöxtun en bandarísk. Þessi skoðun er rökstudd með nokkrum atriðum. Evrópska hagkerfið virðist vera á upphafsstigum uppsveiflu en Bandaríkin eru lengra komin í sinni hagsveiflu. Auk þess er Seðlabanki Bandaríkjanna við það að hefja vaxtahækkunarferli sitt á meðan evrópski seðlabankinn mun að öllum líkindum halda vöxtum lágum og halda áfram uppkaupum á evrópskum skuldabréfum. Verðlagning er einnig hagstæðari í Evrópu, en skýringin á því er sú að væntingar um vöxt í hagnaði eru hærri fyrir evrópsk fyrirtæki en bandarísk. Helstu óvissuþættir næsta árs eru tengdir peningastefnu seðlabanka beggja vegna Atlantshafsins og lakari hagvaxtarhorfum í Kína. Þá þurfa íslenskir fjárfestar að hafa gjaldeyrishreyfingar sérstaklega í huga þar sem töluverðar sveiflur geta orðið á íslensku krónunni gagnvart öðrum myntum ef fjármagnshöftum verður aflétt.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar