Var erfitt að vakna á morgnana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. desember 2015 06:00 Þorgerður er að komast aftur á ferðina eftir erfið meiðsli. vísir/ole nielsen Fyrir utan nokkrar vikur í febrúar á þessu ári er vel á þriðja ár síðan Þorgerður Anna Atladóttir spilaði handboltaleik án þess að kenna sér alvarlegs meins. Hvert óhappið hefur rekið annað en eftir alvarleg axlarmeiðsli, sem kostaði hana tvær aðgerðir, sleit hún krossband í hné aðeins þremur vikum eftir að hún fór aftur af stað í upphafi ársins. Fyrir rúmri viku spilaði Þorgerður Anna á nýjan leik eftir enn eina endurhæfinguna er hún lék með varaliði Leipzig, liðsins síns í þýsku úrvalsdeildinni. Það var að hennar sögn afar ljúf tilfinning, eins og gefur að skilja. „Þetta var spennufall. Ég var alveg búin á því eftir leikinn. En mikið rosalega var þetta gaman. Ég var búin að bíða lengi eftir þessu augnabliki,“ segir glaðbeitt Þorgerður Anna í samtali við Fréttablaðið.Gekk á milli lækna í Noregi Axlarmeiðsli byrjuðu að plaga Þorgerði fyrst fyrir tæpum þremur árum, er hún lék með Val. Hún fór í aðgerð eftir tímabilið sem gekk þó ekki að óskum og spilaði Þorgerður eftir það heilt tímabil í Noregi með verk í öxlinni. Eftir að hafa gengið á milli lækna í Noregi án þess að fá svör og meðal annars dvalið hjá Arnóri [landsliðsmanni í handbolta] bróður sínum í Frakklandi þar sem hún var í sjúkraþjálfun fékk hún ekki almennileg svör fyrr en hún samdi við Leipzig í Þýskalandi haustið 2014. Hún segir að það hafi tekið svo á að fá ekki almennilegar skýringar á því af hverju hún var enn að finna fyrir verk í öxlinni og hafi það í raun verið léttir fyrir hana að fá „slæm“ tíðindi hjá lækninum í Þýskalandi. „Ég var farin að vona að læknarnir myndu finna eitthvað að mér sem er ekki sú niðurstaða sem maður vonast yfirleitt eftir,“ segir hún. „En ég vildi bara fá vondu fréttirnar til að það væri hægt að laga vandann.“ Þessi vondu tíðindi fékk hún á haustmánuðum 2014 og fór Þorgerður Anna í aðgerð sem að þessu sinni heppnaðist vel. Hún fór aftur af stað í febrúar á þessu ári og var rétt nýkomin af stað þegar það óhugsandi gerðist: Þorgerður Anna sleit krossband í hné á æfingu.Hætti á leið á sjúkrahúsið „Á leiðinni á sjúkrahúsið sagði ég við sjálfa mig að nú væri ég bara hætt. En ég var um þrjár mínútur að skipta um skoðun,“ segir hún en viðurkennir að áfallið hafi verið gríðarlega mikið. „Þegar ég lít yfir síðustu tvö árin þá finnst mér skrítið hversu vel mér gekk að komast í gegnum þetta allt saman. Ég hef oft leitt hugann að því af hverju maður er að þessu. Ég hafði ekki spilað handbolta í langan tíma og loksins þegar maður komst aftur af stað var manni um leið kippt niður á jörðina,“ segir hún. „Þetta er tilfinningarússíbani og hann tekur ótrúlega mikið á. En um leið og maður kemst aftur inn á völlinn að gera það sem manni finnst skemmtilegast að gera þá er maður fljótur að gleyma öllu hinu.“Þrjóska og metnaður Þorgerður Anna hefur fundið fyrir miklum stuðningi hjá Leipzig, allt í senn frá þjálfara hennar, liðsfélögum, læknum og sjúkraþjálfurum. Og hún er þeim afar þakklát og segir að stuðningur góðra vina sé nauðsynlegur í svona stöðu, sérstaklega þar sem hún var fjarri vinum og ættingjum á Íslandi. „Það var mjög erfitt að sætta sig við að vera í sjúkraþjálfun í 5-6 tíma í dag og að gera sama hlutinn, aftur og aftur, næsta hálfa árið þegar ég var nýútskrifuð eftir axlarmeiðslin. Það var oft á tíðum afar erfitt að vakna á morgnana og vita hvað var fram undan. En maður komst í gegnum þetta á þrjósku og metnaði.“ Þorgerður Anna er eins og gefur að skilja aftarlega í goggunarröðinni í skyttustöðunni hjá Leipzig og með 5-6 landsliðsmenn fyrir framan sig að eigin sögn. En hún hefur verið að æfa sem línumaður að undanförnu og gæti spilað sem slíkur á nýju ári. „Annar línumaðurinn okkar meiddist í upphafi tímabils og liðið er því bara með einn línumann, sem þarf sína hvíld. Ég hef því verið að æfa að skjóta af línunni, sem er sérstakt fyrir mig sem skyttu. En ég er ánægð með að fá tækifærið, sem ég ætla að nýta.“ Handbolti Tengdar fréttir Óvíst hvað tekur við í sumar Samningur Þorgerðar Önnu Atladóttur við þýska liðið Leipzig rennur út í sumar og er óvíst hvað tekur við hjá henni þá. 15. desember 2015 07:00 Mest lesið Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Fótbolti Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Sport Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Fyrir utan nokkrar vikur í febrúar á þessu ári er vel á þriðja ár síðan Þorgerður Anna Atladóttir spilaði handboltaleik án þess að kenna sér alvarlegs meins. Hvert óhappið hefur rekið annað en eftir alvarleg axlarmeiðsli, sem kostaði hana tvær aðgerðir, sleit hún krossband í hné aðeins þremur vikum eftir að hún fór aftur af stað í upphafi ársins. Fyrir rúmri viku spilaði Þorgerður Anna á nýjan leik eftir enn eina endurhæfinguna er hún lék með varaliði Leipzig, liðsins síns í þýsku úrvalsdeildinni. Það var að hennar sögn afar ljúf tilfinning, eins og gefur að skilja. „Þetta var spennufall. Ég var alveg búin á því eftir leikinn. En mikið rosalega var þetta gaman. Ég var búin að bíða lengi eftir þessu augnabliki,“ segir glaðbeitt Þorgerður Anna í samtali við Fréttablaðið.Gekk á milli lækna í Noregi Axlarmeiðsli byrjuðu að plaga Þorgerði fyrst fyrir tæpum þremur árum, er hún lék með Val. Hún fór í aðgerð eftir tímabilið sem gekk þó ekki að óskum og spilaði Þorgerður eftir það heilt tímabil í Noregi með verk í öxlinni. Eftir að hafa gengið á milli lækna í Noregi án þess að fá svör og meðal annars dvalið hjá Arnóri [landsliðsmanni í handbolta] bróður sínum í Frakklandi þar sem hún var í sjúkraþjálfun fékk hún ekki almennileg svör fyrr en hún samdi við Leipzig í Þýskalandi haustið 2014. Hún segir að það hafi tekið svo á að fá ekki almennilegar skýringar á því af hverju hún var enn að finna fyrir verk í öxlinni og hafi það í raun verið léttir fyrir hana að fá „slæm“ tíðindi hjá lækninum í Þýskalandi. „Ég var farin að vona að læknarnir myndu finna eitthvað að mér sem er ekki sú niðurstaða sem maður vonast yfirleitt eftir,“ segir hún. „En ég vildi bara fá vondu fréttirnar til að það væri hægt að laga vandann.“ Þessi vondu tíðindi fékk hún á haustmánuðum 2014 og fór Þorgerður Anna í aðgerð sem að þessu sinni heppnaðist vel. Hún fór aftur af stað í febrúar á þessu ári og var rétt nýkomin af stað þegar það óhugsandi gerðist: Þorgerður Anna sleit krossband í hné á æfingu.Hætti á leið á sjúkrahúsið „Á leiðinni á sjúkrahúsið sagði ég við sjálfa mig að nú væri ég bara hætt. En ég var um þrjár mínútur að skipta um skoðun,“ segir hún en viðurkennir að áfallið hafi verið gríðarlega mikið. „Þegar ég lít yfir síðustu tvö árin þá finnst mér skrítið hversu vel mér gekk að komast í gegnum þetta allt saman. Ég hef oft leitt hugann að því af hverju maður er að þessu. Ég hafði ekki spilað handbolta í langan tíma og loksins þegar maður komst aftur af stað var manni um leið kippt niður á jörðina,“ segir hún. „Þetta er tilfinningarússíbani og hann tekur ótrúlega mikið á. En um leið og maður kemst aftur inn á völlinn að gera það sem manni finnst skemmtilegast að gera þá er maður fljótur að gleyma öllu hinu.“Þrjóska og metnaður Þorgerður Anna hefur fundið fyrir miklum stuðningi hjá Leipzig, allt í senn frá þjálfara hennar, liðsfélögum, læknum og sjúkraþjálfurum. Og hún er þeim afar þakklát og segir að stuðningur góðra vina sé nauðsynlegur í svona stöðu, sérstaklega þar sem hún var fjarri vinum og ættingjum á Íslandi. „Það var mjög erfitt að sætta sig við að vera í sjúkraþjálfun í 5-6 tíma í dag og að gera sama hlutinn, aftur og aftur, næsta hálfa árið þegar ég var nýútskrifuð eftir axlarmeiðslin. Það var oft á tíðum afar erfitt að vakna á morgnana og vita hvað var fram undan. En maður komst í gegnum þetta á þrjósku og metnaði.“ Þorgerður Anna er eins og gefur að skilja aftarlega í goggunarröðinni í skyttustöðunni hjá Leipzig og með 5-6 landsliðsmenn fyrir framan sig að eigin sögn. En hún hefur verið að æfa sem línumaður að undanförnu og gæti spilað sem slíkur á nýju ári. „Annar línumaðurinn okkar meiddist í upphafi tímabils og liðið er því bara með einn línumann, sem þarf sína hvíld. Ég hef því verið að æfa að skjóta af línunni, sem er sérstakt fyrir mig sem skyttu. En ég er ánægð með að fá tækifærið, sem ég ætla að nýta.“
Handbolti Tengdar fréttir Óvíst hvað tekur við í sumar Samningur Þorgerðar Önnu Atladóttur við þýska liðið Leipzig rennur út í sumar og er óvíst hvað tekur við hjá henni þá. 15. desember 2015 07:00 Mest lesið Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Fótbolti Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Sport Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Óvíst hvað tekur við í sumar Samningur Þorgerðar Önnu Atladóttur við þýska liðið Leipzig rennur út í sumar og er óvíst hvað tekur við hjá henni þá. 15. desember 2015 07:00
Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum Körfubolti
Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum Körfubolti