Kæri Sigmundur Davíð forsætisráðherra! Helen Sjöfn Steinarsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Þú ötuli landsfaðir sem í orði og á borði berð hag þjóðar þinnar fyrir brjósti og berst fyrir jafnrétti og jafnræði í þjóðfélaginu. Ég er öryrki og bíð spennt eftir þeirri örsnöggu lífskjarabót sem þú hefur boðað okkur um áramótin. En, nú eru að koma jól og ég verð að viðurkenna að mig dreymir um að geta gert mér smá dagamun og líka glatt mína nánustu. Ég á eitt barnabarn sem mig langar að gefa jólagjöf og þar sem ég er ekki einu sinni með tíu þumalfingur heldur tuttugu tær eru föndur og/eða handavinna út úr myndinni. Barnið er mikill bókaormur og langar mig óskaplega að geta keypt handa því einhverja af þeim skemmtilegu barnabókum sem voru að koma út. Þar sem ég hef leitað árlega til hjálparsamtaka hef ég ekki áhyggjur af því að svelta. Fjölskylda mín og vinir eiga nóg með sig en hafa samt hingað til styrkt mig eftir bestu getu og ég bara get ekki hugsað mér að leita til þeirra einu sinni enn. Því datt mér í hug, kæri Sigmundur Davíð, að þú prívat og persónulega, værir kannski til í að styrkja mig um smáupphæð fyrir jólin (held að nýútkomin barnabók gæti kostað 3-4 þús. kr.)? Ég frétti nefnilega á skotspónum að þú hefðir fengið sanngjarna launahækkun, meira að segja nokkra mánuði aftur í tímann, og ert því kannski aflögufær! Ef illa árar hjá þér myndi ég líka þiggja lán sem ég gæti þá borgað þér eftir áramótin þegar ég verð búin að fá mína sanngjörnu hækkun. Að lokum óska ég þér gleðilegra jóla og áframhaldandi farsældar á nýju ári! Með fullri virðingu, von í hjarta og fyrirfram þökk! P.s. Ef þú vilt fá bankaupplýsingarnar mínar, þá er ég í símaskránni! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Þú ötuli landsfaðir sem í orði og á borði berð hag þjóðar þinnar fyrir brjósti og berst fyrir jafnrétti og jafnræði í þjóðfélaginu. Ég er öryrki og bíð spennt eftir þeirri örsnöggu lífskjarabót sem þú hefur boðað okkur um áramótin. En, nú eru að koma jól og ég verð að viðurkenna að mig dreymir um að geta gert mér smá dagamun og líka glatt mína nánustu. Ég á eitt barnabarn sem mig langar að gefa jólagjöf og þar sem ég er ekki einu sinni með tíu þumalfingur heldur tuttugu tær eru föndur og/eða handavinna út úr myndinni. Barnið er mikill bókaormur og langar mig óskaplega að geta keypt handa því einhverja af þeim skemmtilegu barnabókum sem voru að koma út. Þar sem ég hef leitað árlega til hjálparsamtaka hef ég ekki áhyggjur af því að svelta. Fjölskylda mín og vinir eiga nóg með sig en hafa samt hingað til styrkt mig eftir bestu getu og ég bara get ekki hugsað mér að leita til þeirra einu sinni enn. Því datt mér í hug, kæri Sigmundur Davíð, að þú prívat og persónulega, værir kannski til í að styrkja mig um smáupphæð fyrir jólin (held að nýútkomin barnabók gæti kostað 3-4 þús. kr.)? Ég frétti nefnilega á skotspónum að þú hefðir fengið sanngjarna launahækkun, meira að segja nokkra mánuði aftur í tímann, og ert því kannski aflögufær! Ef illa árar hjá þér myndi ég líka þiggja lán sem ég gæti þá borgað þér eftir áramótin þegar ég verð búin að fá mína sanngjörnu hækkun. Að lokum óska ég þér gleðilegra jóla og áframhaldandi farsældar á nýju ári! Með fullri virðingu, von í hjarta og fyrirfram þökk! P.s. Ef þú vilt fá bankaupplýsingarnar mínar, þá er ég í símaskránni!
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun