Handbolti

Kiel upp í 2. sætið eftir áttunda sigurinn í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Niclas Ekberg skoraði sjö mörk fyrir Kiel í dag.
Niclas Ekberg skoraði sjö mörk fyrir Kiel í dag. vísir/getty
Kiel átti ekki í miklum vandræðum með að leggja nýliða Leipzig að velli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur 33-38, þýsku meisturunum í vil.

Þetta var áttundi sigur Kiel í röð en með honum komst liðið upp í 2. sæti deildarinnar. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar eru samt fjórum stigum á eftir toppliði Rhein-Neckar Löwen sem hefur unnið 16 af 17 leikjum sínum á tímabilinu.

Leipzig komst í 1-0 og 2-1 en síðan tóku liðsmenn Kiel völdin og þeir leiddu með átta mörkum í hálfleik, 13-21.

Kiel náði mest 10 marka forystu, 19-29, en vann að lokum fimm marka sigur, 33-38.

Christian Dissinger var markahæstur í liði Kiel með 11 mörk en Niclas Ekberg kom næstur með sjö mörk. Steffen Weinhold og Domagoj Duvnjak skoruðu báðir fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×