Handbolti

Norsku stelpurnar unnu Spán og mæta Þýskalandi í 16 liða úrslitunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pernille Holst Holmsgaard og félagar hennar í danska liðinu hafa tapað tveimur leikjum í röð á HM.
Pernille Holst Holmsgaard og félagar hennar í danska liðinu hafa tapað tveimur leikjum í röð á HM. Vísir/Getty
Riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta kláraðist í kvöld og eftir leiki dagsins er ljóst hvaða þjóðir mætast í sextán liða úrslitunum sem hefjast á sunnudaginn.

Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska landsliðinu unnu þriggja marka sigur á Spáni, 29-26, og tryggðu sér þar með annað sætið í riðlinum og leik á móti Þýskalandi í sextán liða úrslitunum.

Rússland vann alla leiki sína í riðlinum en norsku stelpurnar hafa nú unnið fjóra leiki í röð eftir eins marks tap á móti Rússlandi í fyrsta leik mótsins.

Dönsku stelpurnar eru á heimavelli en urðu að sætta sig við sitt annað tap í röð á móti Svartfjallalandi í kvöld. Svartfjallaland vann leikinn 23-21 og þar með riðilinn. Ungverjaland varð í öðru sæti en Danir í því þriðja. Danir mæta því Svíum í sextán liða úrslitunum.

Norska liðið mætir sigurvegaranum úr leik Svartfjallalands og Angóla í átta liða úrslitunum komist þær þangað og Danir og Norðmenn geta mæst í undanúrslitunum komist bæði liðin þangað.



Liðin sem mætast í 16 liða úrslitum HM kvenna í handbolta 2015:

Holland-Serbía

Spánn-Frakkland

Pólland-Ungverjaland

Rússland-Suður Kórea

Þýskaland-Noregur

Svartfjallaland-Angóla

Danmörk-Svíþjóð

Brasilía-Rúmenía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×