Handbolti

Íslensku strákarnir rólegir í sænska handboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson. Vísir/EPA
Íslensku handboltamennirnir Atli Ævar Ingólfsson og Ólafur Guðmundsson áttu ekki gott kvöld með liðum sínum í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Kristianstad þurfti ekki á miklu að halda frá Ólafi Guðmundssyni til að vinna fimmtánda deildarsigur sinn í röð í kvöld.

Atli Ævar Ingólfsson hefði aftur á móti þurft að gera meira til að koma í veg fyrir tap Sävehof á heimavelli á móti sterku liði Alingsås.

Kristianstad-liðið vann fimm marka útisigur á IFK Skövde, 30-25, en Skövde-liðið er í hópi neðstu liða deildarinnar.

Ólafur Guðmundsson skoraði bara eitt mark í leiknum en hann hafði skorað samtals 18 mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með liðinu. Ólafur átti hinsvegar fimm stoðsendingar á félaga sína.

Kristianstad var bara einu marki yfir í hálfleik, 14-13 en var með örugga forystu stærsta hluta seinni hálfleiks.

Eina mark Ólafs kom eftir 44 mínútna leik þegar hann kom Kristianstad-liðinu í 22-19.

Sävehof tapaði með þriggja marka mun á heimavelli á móti Alingsås, 25-22, eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 12-9.

Atli Ævar Ingólfsson skoraði eitt mark úr fimm skotum fyrir Sävehof í þessum leik. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×