Og svo tjöllum við okkur í rallið er besti bókartitill ársins 2015 Magnús Guðmundsson skrifar 12. desember 2015 11:00 Og svo tjöllum við okkur í rallið er besti bókartitill ársins 2015 að mati álitsgjafa okkar. Titill bókar getur haft mikið að segja um fyrstu upplifun lesenda og því skelltum við okkur í að skoða hverjir eru bestu og verstu titlar ársins 2015 að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Það ætti þó enginn að láta þennan létta leik ráða för við lestur jólabókanna enda er þetta bara til gamans gert og vonandi sárnar engum gjörningurinn.Besti bókartitill ársins: 1. sætiOg svo tjöllum við okkur í rallið eftir Guðmund Andra Thorsteinsson„Skemmtilegur og hlýlegur titill“ „Titill sem er fullur af leik og skemmtilegheitum og er í senn eitthvað svo freistandi því mann langar til þess að vita meira. Algjör snilld!“„Hlýlegur bókartitill sem kallast á við ljósmyndina af þeim feðgum á bókarkápunni.“ 2. sætiHin hálu þrep – lífshlaup mitt eftir Bjarna Bernharð Bjarnason„Glæsilegur titill og með snjalla tilvísun í efni bókarinnar.“ „Það hlýtur að vera safarík saga á bak við þennan titil. Freistandi og ljóðrænt.“3. sætiEitthvað á stærð við alheiminn eftir Jón Kalman Stefánsson„Fallegur titill sem vekur forvitni.“Versti bókartitill ársins:1. sætiSjóveikur í München eftir Hallgrím Helgason„Ég veit það ekki, en í hvert sinn sem ég heyri minnst á Sjóveikur í München eftir Hallgrím Helgason, verður mér hugsað til Vaknað í Brussel, eftir Betu rokk. Það eru ekki góð hugrenningatengsl.“ „Þarfnast það útskýringa?“ „Sjóveiki og München saman í titli er ekki aðlaðandi. Þá væri ég frekar til í að vera bílveikur í Búdapest.“2. sætiBrynhildur Georgía Björnsson eftir Ragnhildi Thorlacius„Bók um konu sem átti einstaklega litríka og ævintýralega ævi en titillinn er eins og upphafið á skýrslu hagstofunnar. Andleysi ársins.“ „Hefði ekki mátt finna eitthvað einkennandi fyrir þessa merkilegu konu í bókartitil? Það finnst mér. Af nógu er að taka.“3. sætiStúlka með höfuð eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur„Þetta blekkir mann aðeins því kápan er falleg. En ef þú spáir í titilinn einan og sér, þá meikar hann algjörlega engan sens.“ „Æ, það er eitthvað svo skelfing áreynslukennt við þetta.“Þessir titlar komu einnig talsvert til álita:Þá hló Skúli eftir Óskar Guðmundsson„Ha Skúli, hvaða Skúli, fógetinn eða rafvirkinn? Forvitnilegur maður sjálfsagt en einstaklega óspennandi, vísun í Þá hló þingheimur sem er enn þá verra.“Litlar byltingar, draumar um betri daga eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur „Litlar byltingar eru einhvern veginn óspennandi og það er eitthvað vælulegt við undirtitilinn.“Hvað með börnin? eftir Hugleik Dagsson„Já, hvað með þau? Þau fá að minnsta kosti örugglega ekki að blaða í þessari bók dónakallsins Hugleiks Dagssonar, en fyndinn er hann. Titillinn og Hugleikur.“Álitsgjafar: Hildur Sigurðardóttir, grafískur hönnuður, Ólöf Birna Garðarsdóttir, grafískur hönnuður, Ólöf Skaftadóttir blaðamaður, Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður, Jakob Bjarnar Grétarson blaðamaður, Hilmar Þorsteinn Hilmarsson, grafískur hönnuður, Margeir Gunnar Sigurðsson bóksali, Jón Kaldal ritstjóri, Þorsteinn Joð Vilhjálmsson kvikmyndagerðarmaður. Fréttir ársins 2015 Menning Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Titill bókar getur haft mikið að segja um fyrstu upplifun lesenda og því skelltum við okkur í að skoða hverjir eru bestu og verstu titlar ársins 2015 að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Það ætti þó enginn að láta þennan létta leik ráða för við lestur jólabókanna enda er þetta bara til gamans gert og vonandi sárnar engum gjörningurinn.Besti bókartitill ársins: 1. sætiOg svo tjöllum við okkur í rallið eftir Guðmund Andra Thorsteinsson„Skemmtilegur og hlýlegur titill“ „Titill sem er fullur af leik og skemmtilegheitum og er í senn eitthvað svo freistandi því mann langar til þess að vita meira. Algjör snilld!“„Hlýlegur bókartitill sem kallast á við ljósmyndina af þeim feðgum á bókarkápunni.“ 2. sætiHin hálu þrep – lífshlaup mitt eftir Bjarna Bernharð Bjarnason„Glæsilegur titill og með snjalla tilvísun í efni bókarinnar.“ „Það hlýtur að vera safarík saga á bak við þennan titil. Freistandi og ljóðrænt.“3. sætiEitthvað á stærð við alheiminn eftir Jón Kalman Stefánsson„Fallegur titill sem vekur forvitni.“Versti bókartitill ársins:1. sætiSjóveikur í München eftir Hallgrím Helgason„Ég veit það ekki, en í hvert sinn sem ég heyri minnst á Sjóveikur í München eftir Hallgrím Helgason, verður mér hugsað til Vaknað í Brussel, eftir Betu rokk. Það eru ekki góð hugrenningatengsl.“ „Þarfnast það útskýringa?“ „Sjóveiki og München saman í titli er ekki aðlaðandi. Þá væri ég frekar til í að vera bílveikur í Búdapest.“2. sætiBrynhildur Georgía Björnsson eftir Ragnhildi Thorlacius„Bók um konu sem átti einstaklega litríka og ævintýralega ævi en titillinn er eins og upphafið á skýrslu hagstofunnar. Andleysi ársins.“ „Hefði ekki mátt finna eitthvað einkennandi fyrir þessa merkilegu konu í bókartitil? Það finnst mér. Af nógu er að taka.“3. sætiStúlka með höfuð eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur„Þetta blekkir mann aðeins því kápan er falleg. En ef þú spáir í titilinn einan og sér, þá meikar hann algjörlega engan sens.“ „Æ, það er eitthvað svo skelfing áreynslukennt við þetta.“Þessir titlar komu einnig talsvert til álita:Þá hló Skúli eftir Óskar Guðmundsson„Ha Skúli, hvaða Skúli, fógetinn eða rafvirkinn? Forvitnilegur maður sjálfsagt en einstaklega óspennandi, vísun í Þá hló þingheimur sem er enn þá verra.“Litlar byltingar, draumar um betri daga eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur „Litlar byltingar eru einhvern veginn óspennandi og það er eitthvað vælulegt við undirtitilinn.“Hvað með börnin? eftir Hugleik Dagsson„Já, hvað með þau? Þau fá að minnsta kosti örugglega ekki að blaða í þessari bók dónakallsins Hugleiks Dagssonar, en fyndinn er hann. Titillinn og Hugleikur.“Álitsgjafar: Hildur Sigurðardóttir, grafískur hönnuður, Ólöf Birna Garðarsdóttir, grafískur hönnuður, Ólöf Skaftadóttir blaðamaður, Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður, Jakob Bjarnar Grétarson blaðamaður, Hilmar Þorsteinn Hilmarsson, grafískur hönnuður, Margeir Gunnar Sigurðsson bóksali, Jón Kaldal ritstjóri, Þorsteinn Joð Vilhjálmsson kvikmyndagerðarmaður.
Fréttir ársins 2015 Menning Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira